Allir leikir í þessari deild eru jafn mikilvægir fyrir okkur Dagur Lárusson skrifar 3. desember 2021 23:05 Finnur Freyr, þjálfari Vals. Vísir/Bára Dröfn Valur stöðvaði sigurgöngu Íslandsmeistara Þórs Þorlákshafnar í Subway-deild karla í kvöld. Fyrir leikinn höfðu Þórsarar unnið sex leiki í röð en Valur sagði hingað og ekki lengað, 11 stiga sigur og Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals var eðlilega sáttur í lok leiks. „Fyrst og fremst bara gríðarlega ánægður með sigurinn, alltaf dýrmætt í þessari deild að ná sigrum og sérstaklega hérna á heimavelli,“ byrjaði Finnur Freyr að segja í viðtali eftir leik. Finnur var ágætlega sáttur með spilamennsku síns liðs en hann vildi meina að tæki eftir því að það væri tvær vikur frá síðasta leik. „Mér fannst spilamennskan svona bera þess merki að það væru tvær vikur frá síðasta leik hjá okkur í byrjun allaveganna. Mér fannst vörnin herðast vel, sérstaklega í seinni hálfleiknum. Um leið og við náðum tökum á varnarleiknum þá tókum við svolítið pressuna af sóknarleiknum hjá okkur,“ hélt Finnur Freyr áfram. Þór var með forystuna allan annan leikhluta og megnið af þriðja leikhluta en í þeim fjórða tóku Valsmenn við sér. „Þórsarar eru auðvitað bara frábært lið og Lalli að sýna að þetta í fyrra hafi ekki verið nein tilviljun. Þeir voru að setja niður fullt af svokölluðum sjálfstraust körfum en í fjórða leikhluta fórum við að herðast í vörninni og fórum að neyða þá í erfið skot og það skilaði sér vel.“ Aðspurður hvort að sigurinn í kvöld væri mikilvægari en hver annar sigur þar sem þetta væri sigur gegn Íslandsmeisturunum sagði Finnur að svo væri ekki. „Nei alls ekki, allir leikir í þessari deild eru jafn mikilvægir fyrir okkur. Öll liðin eru ennþá svolítið að fikra sig áfram og það er svolítið þannig í byrjun tímabils, það er mikið eftir. En auðvitað er alltaf mikilvægt að vinna á heimavelli,“ endaði Finnur á að segja. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla Valur Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira
„Fyrst og fremst bara gríðarlega ánægður með sigurinn, alltaf dýrmætt í þessari deild að ná sigrum og sérstaklega hérna á heimavelli,“ byrjaði Finnur Freyr að segja í viðtali eftir leik. Finnur var ágætlega sáttur með spilamennsku síns liðs en hann vildi meina að tæki eftir því að það væri tvær vikur frá síðasta leik. „Mér fannst spilamennskan svona bera þess merki að það væru tvær vikur frá síðasta leik hjá okkur í byrjun allaveganna. Mér fannst vörnin herðast vel, sérstaklega í seinni hálfleiknum. Um leið og við náðum tökum á varnarleiknum þá tókum við svolítið pressuna af sóknarleiknum hjá okkur,“ hélt Finnur Freyr áfram. Þór var með forystuna allan annan leikhluta og megnið af þriðja leikhluta en í þeim fjórða tóku Valsmenn við sér. „Þórsarar eru auðvitað bara frábært lið og Lalli að sýna að þetta í fyrra hafi ekki verið nein tilviljun. Þeir voru að setja niður fullt af svokölluðum sjálfstraust körfum en í fjórða leikhluta fórum við að herðast í vörninni og fórum að neyða þá í erfið skot og það skilaði sér vel.“ Aðspurður hvort að sigurinn í kvöld væri mikilvægari en hver annar sigur þar sem þetta væri sigur gegn Íslandsmeisturunum sagði Finnur að svo væri ekki. „Nei alls ekki, allir leikir í þessari deild eru jafn mikilvægir fyrir okkur. Öll liðin eru ennþá svolítið að fikra sig áfram og það er svolítið þannig í byrjun tímabils, það er mikið eftir. En auðvitað er alltaf mikilvægt að vinna á heimavelli,“ endaði Finnur á að segja. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla Valur Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira