Nýsmituðum fjölgað um rúm þrjú hundruð prósent á viku Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2021 11:29 Frá skimun í Suður-Afríku. Fjöldi nýsmitaðra hefur farið úr 2.465 í 11.535 á einni viku. AP/Denis Farrell Þeim sem smitast af Covid-19 í Suður-Afríku hefur fjölgað hratt á undanförnum dögum. Í gær var tilkynnt að 11.535 greindust smitaðir á undanförnum sólarhring og var hlutfall jákvæðra sýna 22,4 prósent. Langflestir eru að smitast af Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar en vísindamenn í landinu segja vísbendingar um að afbrigðið eigi auðvelt með að smita þá sem hafi verið bólusettir og þá sem hafi smitast áður. Þá hefur innlögnum einnig fjölgað töluvert. Joe Phaahla, heilbrigðisráðherra Suður-Afríku, lýsti því yfir í morgun að fjórða bylgja Covid-19 gengi nú yfir landið. Hann sagði nýsmituðum hafa fjölgað um rúm þrjú hundruð prósent á einungis sjö dögum. Smituðum færi hratt fjölgandi víðsvegar um landið. Í frétt Pretoria News er haft eftir Phaahla að útlit sé fyrir að þessi bylgja muni hafa alvarlegri afleiðingar en síðustu þrjár. Á einni viku hefði nýsmituðum fjölgað úr 2.465 í 11.535. Eins og áður segir greindust 11.535 smitaðir í gær og hlutfall jákvæðra sýna var 22,4 prósent. Þann 29. nóvember greindust 2.273 smitaðir og hlutfall jákvæðra sýna var 10,7 prósent. 25. nóvember greindust 2.465 smitaðir og var hlutfallið 6,5 prósent. Þann 21. nóvember greindust 687 smitaðir og hlutfall jákvæðra sýna var 3,4 prósent. Það var 24. nóvember sem Suður-Afríka tilkynnti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni að omíkron-afbrigðið hefði greinst þar. #COVID19 UPDATE: A total of 51,402 tests were conducted in the last 24hrs, with 11,535 new cases, which represents a 22.4% positivity rate. A further 44 #COVID19 related deaths have been reported, bringing total fatalities to 89,915 to date. See more here: https://t.co/hXm94RFN7W pic.twitter.com/IVgMtR3OpX— NICD (@nicd_sa) December 2, 2021 Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segir að enn eigi eftir að sannreyna hvort omíkron-afbrigðið sé meira smitandi en fyrri afbrigði og hvort það valdi alvarlegri veikindum. Þá sé ekki vitað með vissu hvort það komist hjá bóluefnum. Í frétt Reuters fréttaveitunnar er haft eftir sérfræðingum WHO að miðað við þau gögn sem fyrir liggja virðist sem ekki þurfi að breyta aðferðum gegn kórónuveirunni. Bólusetningar, örvunarskammtar, samkomutakmarkanir, grímuburður og aðrar aðgerðir geti stöðvað dreifinguna. Ekki þurfi að reiða á aðgerðir á landamærum og ferðabönn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Afríka Tengdar fréttir 126 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 126 greindust með Covid-19 innanlands í gær en 136 í heildina. 3. desember 2021 10:47 Lyflækningadeild lokað: Omíkron einangrað við Akranes Lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akranesi hefur verið lokað tímabundið og eru sjúklingar hennar og starfsfólk í sóttkví. Beðið er eftir niðurstöðu skimana en sá sem greindist fyrst með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar á landinu var sjúklingur á deildinni. 3. desember 2021 10:35 Munum aldrei snúa aftur til tímans fyrir faraldur Þær fregnir berast frá Suður-Afríku að einstaklingar sem hafi sýkst af omíkron-afbrigði kórónuveirunnar séu mestmegnis með mild og flensulík einkenni. Magnús Gottfreðsson, prófessor og yfirlæknir á Landspítala, segir þó of snemmt að segja til um hvort nýja afbrigðið sé vægara en þau fyrri. 3. desember 2021 10:01 Meina óbólusettum aðgang að börum, kvikmyndahúsum og öðru Ríkisstjórn Þýskalands hefur sett fjölmargar og stórar þúfur í veg óbólusettra Þjóðverja. Angela Merkel, fráfarandi kanslari, og Olaf Scholz, verðandi kanslari, ræddu við ríkisstjóra Þýskalands í dag og samþykktu þau harðar aðgerðir gegn mikilli útbreiðslu Covid-19 í Þýskalandi um þessar mundir. 2. desember 2021 18:07 Allt útlit fyrir að sjö hafi greinst smitaðir af omíkron Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að allt líti út fyrir að sjö einstaklingar hafi greinst með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. 2. desember 2021 15:42 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Funda áfram á morgun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fleiri fréttir Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Sjá meira
Langflestir eru að smitast af Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar en vísindamenn í landinu segja vísbendingar um að afbrigðið eigi auðvelt með að smita þá sem hafi verið bólusettir og þá sem hafi smitast áður. Þá hefur innlögnum einnig fjölgað töluvert. Joe Phaahla, heilbrigðisráðherra Suður-Afríku, lýsti því yfir í morgun að fjórða bylgja Covid-19 gengi nú yfir landið. Hann sagði nýsmituðum hafa fjölgað um rúm þrjú hundruð prósent á einungis sjö dögum. Smituðum færi hratt fjölgandi víðsvegar um landið. Í frétt Pretoria News er haft eftir Phaahla að útlit sé fyrir að þessi bylgja muni hafa alvarlegri afleiðingar en síðustu þrjár. Á einni viku hefði nýsmituðum fjölgað úr 2.465 í 11.535. Eins og áður segir greindust 11.535 smitaðir í gær og hlutfall jákvæðra sýna var 22,4 prósent. Þann 29. nóvember greindust 2.273 smitaðir og hlutfall jákvæðra sýna var 10,7 prósent. 25. nóvember greindust 2.465 smitaðir og var hlutfallið 6,5 prósent. Þann 21. nóvember greindust 687 smitaðir og hlutfall jákvæðra sýna var 3,4 prósent. Það var 24. nóvember sem Suður-Afríka tilkynnti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni að omíkron-afbrigðið hefði greinst þar. #COVID19 UPDATE: A total of 51,402 tests were conducted in the last 24hrs, with 11,535 new cases, which represents a 22.4% positivity rate. A further 44 #COVID19 related deaths have been reported, bringing total fatalities to 89,915 to date. See more here: https://t.co/hXm94RFN7W pic.twitter.com/IVgMtR3OpX— NICD (@nicd_sa) December 2, 2021 Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segir að enn eigi eftir að sannreyna hvort omíkron-afbrigðið sé meira smitandi en fyrri afbrigði og hvort það valdi alvarlegri veikindum. Þá sé ekki vitað með vissu hvort það komist hjá bóluefnum. Í frétt Reuters fréttaveitunnar er haft eftir sérfræðingum WHO að miðað við þau gögn sem fyrir liggja virðist sem ekki þurfi að breyta aðferðum gegn kórónuveirunni. Bólusetningar, örvunarskammtar, samkomutakmarkanir, grímuburður og aðrar aðgerðir geti stöðvað dreifinguna. Ekki þurfi að reiða á aðgerðir á landamærum og ferðabönn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Afríka Tengdar fréttir 126 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 126 greindust með Covid-19 innanlands í gær en 136 í heildina. 3. desember 2021 10:47 Lyflækningadeild lokað: Omíkron einangrað við Akranes Lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akranesi hefur verið lokað tímabundið og eru sjúklingar hennar og starfsfólk í sóttkví. Beðið er eftir niðurstöðu skimana en sá sem greindist fyrst með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar á landinu var sjúklingur á deildinni. 3. desember 2021 10:35 Munum aldrei snúa aftur til tímans fyrir faraldur Þær fregnir berast frá Suður-Afríku að einstaklingar sem hafi sýkst af omíkron-afbrigði kórónuveirunnar séu mestmegnis með mild og flensulík einkenni. Magnús Gottfreðsson, prófessor og yfirlæknir á Landspítala, segir þó of snemmt að segja til um hvort nýja afbrigðið sé vægara en þau fyrri. 3. desember 2021 10:01 Meina óbólusettum aðgang að börum, kvikmyndahúsum og öðru Ríkisstjórn Þýskalands hefur sett fjölmargar og stórar þúfur í veg óbólusettra Þjóðverja. Angela Merkel, fráfarandi kanslari, og Olaf Scholz, verðandi kanslari, ræddu við ríkisstjóra Þýskalands í dag og samþykktu þau harðar aðgerðir gegn mikilli útbreiðslu Covid-19 í Þýskalandi um þessar mundir. 2. desember 2021 18:07 Allt útlit fyrir að sjö hafi greinst smitaðir af omíkron Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að allt líti út fyrir að sjö einstaklingar hafi greinst með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. 2. desember 2021 15:42 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Funda áfram á morgun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fleiri fréttir Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Sjá meira
126 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 126 greindust með Covid-19 innanlands í gær en 136 í heildina. 3. desember 2021 10:47
Lyflækningadeild lokað: Omíkron einangrað við Akranes Lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akranesi hefur verið lokað tímabundið og eru sjúklingar hennar og starfsfólk í sóttkví. Beðið er eftir niðurstöðu skimana en sá sem greindist fyrst með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar á landinu var sjúklingur á deildinni. 3. desember 2021 10:35
Munum aldrei snúa aftur til tímans fyrir faraldur Þær fregnir berast frá Suður-Afríku að einstaklingar sem hafi sýkst af omíkron-afbrigði kórónuveirunnar séu mestmegnis með mild og flensulík einkenni. Magnús Gottfreðsson, prófessor og yfirlæknir á Landspítala, segir þó of snemmt að segja til um hvort nýja afbrigðið sé vægara en þau fyrri. 3. desember 2021 10:01
Meina óbólusettum aðgang að börum, kvikmyndahúsum og öðru Ríkisstjórn Þýskalands hefur sett fjölmargar og stórar þúfur í veg óbólusettra Þjóðverja. Angela Merkel, fráfarandi kanslari, og Olaf Scholz, verðandi kanslari, ræddu við ríkisstjóra Þýskalands í dag og samþykktu þau harðar aðgerðir gegn mikilli útbreiðslu Covid-19 í Þýskalandi um þessar mundir. 2. desember 2021 18:07
Allt útlit fyrir að sjö hafi greinst smitaðir af omíkron Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að allt líti út fyrir að sjö einstaklingar hafi greinst með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. 2. desember 2021 15:42