Aðdragandinn að starfslokum Eiðs Smára Sindri Sverrisson skrifar 1. desember 2021 10:59 Eiður Smári Guðjohnsen var aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla í tæpt ár. vísir/vilhelm Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, hringdi í alla meðlimi stjórnar sambandsins og ræddi við þá um málefni Eiðs Smára Guðjohnsen í aðdraganda þess að stjórnin tók þá ákvörðun að hann léti af störfum. KSÍ tilkynnti um það fyrir viku að Eiður léti af störfum sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla frá og með deginum í dag. Í tilkynningu var það sagt samkomulag stjórnar KSÍ og Eiðs að hann léti af störfum en af nýbirtri fundargerð að dæma var frumkvæðið stjórnarinnar. Samkvæmt frétt DV tengdist ákvörðun stjórnarinnar áfengisneyslu í gleðskap eftir síðasta leik Íslands í undankeppni HM, í Skopje í Norður-Makedóníu um miðjan nóvember. Fundargerð rennir vissum stoðum undir það. Vanda var með í ferðinni til Skopje, sem hófst reyndar á leik við Rúmeníu í Búkarest, og greindi frá því sem á gekk í ferðinni á stjórnarfundi þriðjudaginn 23. nóvember. Hún hafði áður hringt í alla stjórnarmenn. Stjórnin ræddi um stöðu Eiðs og atvik honum tengdum sem komið höfðu til kasta sambandsins, og ákvað svo að nýta endurskoðunarákvæði í samningnum við Eið. Í fundargerð er bent á að hann hafði hlotið áminningu frá stjórninni í sumar. Úr fundargerð eftir stjórnarfund KSÍ 23. nóvember: „Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ opnaði umræðu um landsliðsmál. Rætt var um ferð A landsliðs karla til Rúmeníu og Norður-Makedóníu. Áður hafði formaður hringt í alla stjórnarmeðlimi og greint þeim frá þeim málum sem til umræðu komu. Þar var rætt um starf og stöðu aðstoðarlandsliðsþjálfara A-liðs karla í kjölfar atvika sem hafa komið til kasta sambandsins. Fyrir liggur áminning í starfi til umrædds starfsmanns frá því sl. sumar. Niðurstaða málsins varð sú að stjórn KSÍ og Eiður Smári Guðjohnsen komust að samkomulagi um starfslok hans sem aðstoðarþjálfari A landsliðs karla. Samkomulagið snýr að því að virkjað verður endurskoðunarákvæði í ráðningarsamningi sem gerður var milli hans og KSÍ og mun hann láta af störfum 1. desember næstkomandi. Stjórn KSÍ þakkar Eiði Smára fyrir hans störf og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.“ Leit stendur nú yfir að arftaka Eiðs Smára í stöðu aðstoðarlandsliðsþjálfara. Í yfirlýsingu sem Vanda sendi frá sér í síðustu viku, þar sem fram kom að af „sjálfsagðri virðingu við einkalíf Eiðs Smára“ myndi hún ekki tjá sig í smáatriðum um tildrög starfsloka hans, sagði að Arnar Þór Viðarsson aðalþjálfari myndi að sjálfsögðu ráða ferðinni við val á aðstoðarmanni. KSÍ HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Ákvörðunin um Eið á sér langan aðdraganda | Stjórnin ræðir áfengismálin Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, rauf þögnina í dag er hún sendi frá sér yfirlýsingu varðandi málefni Eiðs Smára Guðjohnsen sem er að hætta sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins. 25. nóvember 2021 14:45 Twitter um Eið og KSÍ: „Tuttugu árum síðar erum við enn í brasi með búsið“ Brottrekstur Eiðs Smára Guðjohnsen og vinnubrögð KSÍ hafa verið mikið til umræðu á Twitter í dag. 24. nóvember 2021 13:30 KSÍ bauð upp á áfengi eftir leikinn gegn Norður-Makedóníu | Málefni Eiðs persónuleg Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, segir sambandið ekki vilja fara ítarlega ofan í það af hverju KSÍ hafi nýtt sér endurskoðunarákvæði í ráðningarsamningi við Eið Smára Guðjohnsen aðstoðarlandsliðsþjálfara. 24. nóvember 2021 11:23 Í annað sinn á innan við ári sem landsliðsþjálfari hættir vegna áfengisneyslu Eiður Smári Guðjohnsen er hættur sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í fótbolta. Hann er annar þjálfari A-landsliðs í fótbolta sem fær að taka pokann sinn á einu ári vegna áfengisneyslu í landsliðsferð. 24. nóvember 2021 10:30 Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Sjá meira
KSÍ tilkynnti um það fyrir viku að Eiður léti af störfum sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla frá og með deginum í dag. Í tilkynningu var það sagt samkomulag stjórnar KSÍ og Eiðs að hann léti af störfum en af nýbirtri fundargerð að dæma var frumkvæðið stjórnarinnar. Samkvæmt frétt DV tengdist ákvörðun stjórnarinnar áfengisneyslu í gleðskap eftir síðasta leik Íslands í undankeppni HM, í Skopje í Norður-Makedóníu um miðjan nóvember. Fundargerð rennir vissum stoðum undir það. Vanda var með í ferðinni til Skopje, sem hófst reyndar á leik við Rúmeníu í Búkarest, og greindi frá því sem á gekk í ferðinni á stjórnarfundi þriðjudaginn 23. nóvember. Hún hafði áður hringt í alla stjórnarmenn. Stjórnin ræddi um stöðu Eiðs og atvik honum tengdum sem komið höfðu til kasta sambandsins, og ákvað svo að nýta endurskoðunarákvæði í samningnum við Eið. Í fundargerð er bent á að hann hafði hlotið áminningu frá stjórninni í sumar. Úr fundargerð eftir stjórnarfund KSÍ 23. nóvember: „Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ opnaði umræðu um landsliðsmál. Rætt var um ferð A landsliðs karla til Rúmeníu og Norður-Makedóníu. Áður hafði formaður hringt í alla stjórnarmeðlimi og greint þeim frá þeim málum sem til umræðu komu. Þar var rætt um starf og stöðu aðstoðarlandsliðsþjálfara A-liðs karla í kjölfar atvika sem hafa komið til kasta sambandsins. Fyrir liggur áminning í starfi til umrædds starfsmanns frá því sl. sumar. Niðurstaða málsins varð sú að stjórn KSÍ og Eiður Smári Guðjohnsen komust að samkomulagi um starfslok hans sem aðstoðarþjálfari A landsliðs karla. Samkomulagið snýr að því að virkjað verður endurskoðunarákvæði í ráðningarsamningi sem gerður var milli hans og KSÍ og mun hann láta af störfum 1. desember næstkomandi. Stjórn KSÍ þakkar Eiði Smára fyrir hans störf og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.“ Leit stendur nú yfir að arftaka Eiðs Smára í stöðu aðstoðarlandsliðsþjálfara. Í yfirlýsingu sem Vanda sendi frá sér í síðustu viku, þar sem fram kom að af „sjálfsagðri virðingu við einkalíf Eiðs Smára“ myndi hún ekki tjá sig í smáatriðum um tildrög starfsloka hans, sagði að Arnar Þór Viðarsson aðalþjálfari myndi að sjálfsögðu ráða ferðinni við val á aðstoðarmanni.
Úr fundargerð eftir stjórnarfund KSÍ 23. nóvember: „Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ opnaði umræðu um landsliðsmál. Rætt var um ferð A landsliðs karla til Rúmeníu og Norður-Makedóníu. Áður hafði formaður hringt í alla stjórnarmeðlimi og greint þeim frá þeim málum sem til umræðu komu. Þar var rætt um starf og stöðu aðstoðarlandsliðsþjálfara A-liðs karla í kjölfar atvika sem hafa komið til kasta sambandsins. Fyrir liggur áminning í starfi til umrædds starfsmanns frá því sl. sumar. Niðurstaða málsins varð sú að stjórn KSÍ og Eiður Smári Guðjohnsen komust að samkomulagi um starfslok hans sem aðstoðarþjálfari A landsliðs karla. Samkomulagið snýr að því að virkjað verður endurskoðunarákvæði í ráðningarsamningi sem gerður var milli hans og KSÍ og mun hann láta af störfum 1. desember næstkomandi. Stjórn KSÍ þakkar Eiði Smára fyrir hans störf og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.“
KSÍ HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Ákvörðunin um Eið á sér langan aðdraganda | Stjórnin ræðir áfengismálin Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, rauf þögnina í dag er hún sendi frá sér yfirlýsingu varðandi málefni Eiðs Smára Guðjohnsen sem er að hætta sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins. 25. nóvember 2021 14:45 Twitter um Eið og KSÍ: „Tuttugu árum síðar erum við enn í brasi með búsið“ Brottrekstur Eiðs Smára Guðjohnsen og vinnubrögð KSÍ hafa verið mikið til umræðu á Twitter í dag. 24. nóvember 2021 13:30 KSÍ bauð upp á áfengi eftir leikinn gegn Norður-Makedóníu | Málefni Eiðs persónuleg Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, segir sambandið ekki vilja fara ítarlega ofan í það af hverju KSÍ hafi nýtt sér endurskoðunarákvæði í ráðningarsamningi við Eið Smára Guðjohnsen aðstoðarlandsliðsþjálfara. 24. nóvember 2021 11:23 Í annað sinn á innan við ári sem landsliðsþjálfari hættir vegna áfengisneyslu Eiður Smári Guðjohnsen er hættur sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í fótbolta. Hann er annar þjálfari A-landsliðs í fótbolta sem fær að taka pokann sinn á einu ári vegna áfengisneyslu í landsliðsferð. 24. nóvember 2021 10:30 Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Sjá meira
Ákvörðunin um Eið á sér langan aðdraganda | Stjórnin ræðir áfengismálin Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, rauf þögnina í dag er hún sendi frá sér yfirlýsingu varðandi málefni Eiðs Smára Guðjohnsen sem er að hætta sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins. 25. nóvember 2021 14:45
Twitter um Eið og KSÍ: „Tuttugu árum síðar erum við enn í brasi með búsið“ Brottrekstur Eiðs Smára Guðjohnsen og vinnubrögð KSÍ hafa verið mikið til umræðu á Twitter í dag. 24. nóvember 2021 13:30
KSÍ bauð upp á áfengi eftir leikinn gegn Norður-Makedóníu | Málefni Eiðs persónuleg Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, segir sambandið ekki vilja fara ítarlega ofan í það af hverju KSÍ hafi nýtt sér endurskoðunarákvæði í ráðningarsamningi við Eið Smára Guðjohnsen aðstoðarlandsliðsþjálfara. 24. nóvember 2021 11:23
Í annað sinn á innan við ári sem landsliðsþjálfari hættir vegna áfengisneyslu Eiður Smári Guðjohnsen er hættur sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í fótbolta. Hann er annar þjálfari A-landsliðs í fótbolta sem fær að taka pokann sinn á einu ári vegna áfengisneyslu í landsliðsferð. 24. nóvember 2021 10:30