Formaður KKÍ segir að mögulegt að FIBA veiti Íslandi undanþágu fyrir næsta heimaleik Runólfur Trausti Þórhallsson og Atli Arason skrifa 29. nóvember 2021 23:00 Hannes S. Jónsson segir ákveðna möguleika í stöðunni varðandi næsta heimaleik Íslands Stöð 2 Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, ræddi við Vísi um stöðu mála í Laugardalshöllinni eftir að íslenska karlalandsliðið tapaði gegn Rússlandi ytra í undankeppni HM 2023. Ísland á heimaleik gegn Ítalíu snemma á næsta ári en Hannes er ekki bjartsýnn á að Laugardalshöllin verði leikfær á þeim tíma. Þá segir hann að undanþágurnar sem Ísland hefur fengið í gegnum tíðina séu einfaldlega á þrotum. Það eru þó aðrir möguleikar í stöðunni. „Ég er bjartsýnn á að ég geti sýnt og sannað fyrir forystu FIBA að íslenska ríkið sé búið að ákveða að fara í þessa vinnu (að byggja nýjan þjóðarleikvang) og sé tilbúið að fjármagna slíkt verkefni. Þá hugsanlega, mögulega getum við fengið FIBA með okkur í lið og fáum þar með að spila heimaleik í lok febrúar á næsta ári.“ „Ég hef sagt við FIBA í mörg ár að það sé eitthvað í pípunum hér á landi en FIBA þarf að sjá það gerast. Ef það er ljóst að nýr leikvangur er í plönum ríkisstjórnarinnar þá er það okkar verkefni að sanna fyrir FIBA að ríkisstjórnin sé klár og búin að gefa okkur þau loforð sem við þurfum. Ef það gerist þá hugsanlega mun FIBA veita okkur undanþágu til að spila hér á landi.“ „Það er ekkert öruggt en þá eru allavega meiri möguleikar, þetta þarf þó að gerast á næstu dögum. Það þýðir ekki að bíða fram í miðjan desember eða fram á næsta ár.“ KKÍ hefur fengið fjölmargar undanþágur í gegnum tíðina ef marka má orð Hannesar. „Þetta snýr að körfunum á vellinum og þeim búnaði sem er í Laugardalshöllinni, það snýr að klukkunni og öðru sem þarf til að vera á svokölluðu Level 1 hjá FIBA. Það þarf fjölmiðlaaðstöðu sem er þannig að það sé hægt að vera með útsendingu eins og FIBA er með á sínum leikjum. Það þarf ákveðið öryggissvæði, sjúkraherbergi, aðstöðu fyrir áhorfendur og margt fleira sem við höfum fengið undanþágu fyrir í gegnum tíðina.“ „Það má ekki gleyma því að Laugardalshöll er byggð árið 1965. Starfsfólk hallarinnar hefur gert sitt allra besta til að veita okkur möguleikann á þessum undanþágum. Ef við getum sýnt fram á byggingu nýs þjóðarleikvangs myndi FIBA leyfa okkur að vera áfram í Laugardalshöllinni. Bygging slík leikvangs ætti að taka þrjú til fjögur ár myndi ég halda.“ „Ástæðan fyrir því að við fáum það ekki er að Laugardalshöllin er ekki klár (eftir að vatnslagnir sprungu í höllinni). Við hefðum fengið undanþágu fyrir þetta verkefni ef höllin væri klár. Þess vegna er svona mikilvægt að koma henni í gang.“ „Ég er ekki besti maður í heimi til að greina þetta en það virðast hafa verið einhver mistök í útboðsvinnslu sem gerir það að verkum að þetta er búið að taka lengri tíma en áætlað var. Það sem skiptir mestu máli núna er að koma Laugardalshöllinni í stand og að ríkisstjórnin sýni og sanni að við erum að fara fá nýjan þjóðarleikvang,“ sagði Hannes að endingu. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Rússland - Ísland 89-65 | Rússneski björninn reyndist Íslandi ofviða Íslenska landsliðið í körfubolta mátti þola stórt tap í Pétursborg í Rússlandi í kvöld er það mætti heimamönnum í undankeppni HM. Lokatölur 89-65 heimamönnum í vil. 29. nóvember 2021 20:30 „Við þurfum okkar áhorfendur“ Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Íslands, var svekktur með 24 stiga tap gegn Rússlandi, 89-65. Ægir kennir slakri byrjun á leiknum um tapið en minnir þó á að Rússar eru með gífurlega sterkt lið. 29. nóvember 2021 20:10 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fleiri fréttir Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Sjá meira
Ísland á heimaleik gegn Ítalíu snemma á næsta ári en Hannes er ekki bjartsýnn á að Laugardalshöllin verði leikfær á þeim tíma. Þá segir hann að undanþágurnar sem Ísland hefur fengið í gegnum tíðina séu einfaldlega á þrotum. Það eru þó aðrir möguleikar í stöðunni. „Ég er bjartsýnn á að ég geti sýnt og sannað fyrir forystu FIBA að íslenska ríkið sé búið að ákveða að fara í þessa vinnu (að byggja nýjan þjóðarleikvang) og sé tilbúið að fjármagna slíkt verkefni. Þá hugsanlega, mögulega getum við fengið FIBA með okkur í lið og fáum þar með að spila heimaleik í lok febrúar á næsta ári.“ „Ég hef sagt við FIBA í mörg ár að það sé eitthvað í pípunum hér á landi en FIBA þarf að sjá það gerast. Ef það er ljóst að nýr leikvangur er í plönum ríkisstjórnarinnar þá er það okkar verkefni að sanna fyrir FIBA að ríkisstjórnin sé klár og búin að gefa okkur þau loforð sem við þurfum. Ef það gerist þá hugsanlega mun FIBA veita okkur undanþágu til að spila hér á landi.“ „Það er ekkert öruggt en þá eru allavega meiri möguleikar, þetta þarf þó að gerast á næstu dögum. Það þýðir ekki að bíða fram í miðjan desember eða fram á næsta ár.“ KKÍ hefur fengið fjölmargar undanþágur í gegnum tíðina ef marka má orð Hannesar. „Þetta snýr að körfunum á vellinum og þeim búnaði sem er í Laugardalshöllinni, það snýr að klukkunni og öðru sem þarf til að vera á svokölluðu Level 1 hjá FIBA. Það þarf fjölmiðlaaðstöðu sem er þannig að það sé hægt að vera með útsendingu eins og FIBA er með á sínum leikjum. Það þarf ákveðið öryggissvæði, sjúkraherbergi, aðstöðu fyrir áhorfendur og margt fleira sem við höfum fengið undanþágu fyrir í gegnum tíðina.“ „Það má ekki gleyma því að Laugardalshöll er byggð árið 1965. Starfsfólk hallarinnar hefur gert sitt allra besta til að veita okkur möguleikann á þessum undanþágum. Ef við getum sýnt fram á byggingu nýs þjóðarleikvangs myndi FIBA leyfa okkur að vera áfram í Laugardalshöllinni. Bygging slík leikvangs ætti að taka þrjú til fjögur ár myndi ég halda.“ „Ástæðan fyrir því að við fáum það ekki er að Laugardalshöllin er ekki klár (eftir að vatnslagnir sprungu í höllinni). Við hefðum fengið undanþágu fyrir þetta verkefni ef höllin væri klár. Þess vegna er svona mikilvægt að koma henni í gang.“ „Ég er ekki besti maður í heimi til að greina þetta en það virðast hafa verið einhver mistök í útboðsvinnslu sem gerir það að verkum að þetta er búið að taka lengri tíma en áætlað var. Það sem skiptir mestu máli núna er að koma Laugardalshöllinni í stand og að ríkisstjórnin sýni og sanni að við erum að fara fá nýjan þjóðarleikvang,“ sagði Hannes að endingu.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Rússland - Ísland 89-65 | Rússneski björninn reyndist Íslandi ofviða Íslenska landsliðið í körfubolta mátti þola stórt tap í Pétursborg í Rússlandi í kvöld er það mætti heimamönnum í undankeppni HM. Lokatölur 89-65 heimamönnum í vil. 29. nóvember 2021 20:30 „Við þurfum okkar áhorfendur“ Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Íslands, var svekktur með 24 stiga tap gegn Rússlandi, 89-65. Ægir kennir slakri byrjun á leiknum um tapið en minnir þó á að Rússar eru með gífurlega sterkt lið. 29. nóvember 2021 20:10 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fleiri fréttir Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Rússland - Ísland 89-65 | Rússneski björninn reyndist Íslandi ofviða Íslenska landsliðið í körfubolta mátti þola stórt tap í Pétursborg í Rússlandi í kvöld er það mætti heimamönnum í undankeppni HM. Lokatölur 89-65 heimamönnum í vil. 29. nóvember 2021 20:30
„Við þurfum okkar áhorfendur“ Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Íslands, var svekktur með 24 stiga tap gegn Rússlandi, 89-65. Ægir kennir slakri byrjun á leiknum um tapið en minnir þó á að Rússar eru með gífurlega sterkt lið. 29. nóvember 2021 20:10
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum