Ragnheiður Inga Matthíasdóttir, Ragga Rix, er þrettán ára Akureyringur sem keppti fyrir hönd félagsmiðstöðvarinnar Tróju.
Í öðru sæti var Þorsteinn Michael Guðbjargarson frá félagsmiðstöðinni Þrumunni í Grindavík með lagið sitt Lil Stony.
George Ari Devos Kzoba úr félagsmiðstöðinni Gleðibankanum í Reykjavík hlaut titilinn Efnilegasti rapparinn 2021.
Rímnaflæði hefur verið haldið frá árinu 1999 en í ár, líkt og í fyrra, fór keppnin alfarið fram á netinu sökum aðstæðna í samfélaginu. Keppnin fór fram í samstarfi við UngRúv þar sem atriðin voru sýnd og netkosning fór fram.
„Það er ljóst að framtíðin í rappinu er björt og eru margir efnilegir rapparar að stíga sín fyrstu skref,“ segir í tilkynningu Samfés, sem heldur keppninni úti.