„Finnst þetta vanvirðing og alveg galið“ Sindri Sverrisson skrifar 30. nóvember 2021 08:30 Glódís Perla Viggósdóttir faðmar Berglindi Björg Þorvaldsdóttur sem skoraði seinna mark Íslands í 2-0 sigrinum gegn Japan í vináttulandsleik í Hollandi í síðustu viku. Getty/Angelo Blankespoor Glódís Perla Viggósdóttir tekur undir gagnrýni á UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, vegna þeirra leikstaða sem urðu fyrir valinu á EM í Englandi næsta sumar. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari Íslands og Carolina Seger, fyrirliði Svía, hafa áður baunað á UEFA vegna þess hve sumir leikvangarnir eru litlir á EM. Ísland spilar til að mynda tvo leiki á akademíuleikvangi Manchester City sem rúmar aðeins 4.700 manns í sæti. „Mér finnst þetta vanvirðing við kvennaboltann. Mér finnst þetta ekki í lagi og lélegt hjá UEFA að hafa samþykkt að einhverjir leikir fari fram þarna,“ segir Glódís sem verður í sviðsljósinu á Kýpur í dag þegar Ísland mætir heimakonum í undankeppni HM. Hún sat fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ í gær. Glódís bendir á að smæð minnstu leikvanganna á EM sé í engum takti við þann uppgang sem verið hefur í fótbolta kvenna, sérstaklega á allra síðustu misserum. „Það sést úti um alla Evrópu að það er uppselt á kvennaleiki þegar það er rétt að markaðsstarfinu staðið. Þá er uppselt á 15.000 manna velli á deildarleiki, sem og landsleiki, eins og þegar Svíar mættu Finnlandi í síðustu viku. Það er nógur áhugi en það verða að vera vellir sem taka við þessu. Það voru miklu stærri vellir í Hollandi [á EM 2017] og í Frakklandi [á HM 2019] sem var verið að fylla. Mér finnst þetta því vanvirðing, og alveg galið. Þó að það séu ekki miklar líkur á því þá vona ég að leikirnir verði færðir á stærri velli því ég hugsa að við gætum fyllt 4000 manna völl bara með Íslendingum ef að það yrði búin til stemning og það yrði í boði,“ segir Glódís. Gaman að það sé loksins enn meiri athygli Hún var spurð hvort að eftir stormasamt ár hjá KSÍ, með neikvæðri umræðu um íslenska karlalandsliðið vegna mála innan sem utan vallar, væri kvennalandsliðið enn frekar flaggskip sambandsins og undir aukinni pressu: „Við höfum ekki verið að velta okkur allt of mikið upp úr þessu því þetta kemur okkur svo sem ekkert við. En við finnum ekki fyrir neinni aukinni pressu. Við höfum verið að standa okkur vel í mörg ár og það er kannski bara gaman að það sé enn meiri athygli, loksins, á að við séum líka að standa okkur vel. Við reynum, eins og í öllu öðru, að fókusa á það sem við erum að gera og að við fylgjum okkar gildum, sem eru að standa okkur vel innan vallar og utan vallar. Það skiptir okkur miklu máli,“ segir Glódís. „Kvennabolti almennt hefur allt of lengi verið í bakgrunninum. Það er loksins að koma bylgja sem lyftir kvennaboltanum á hærra stig, bæði í fjölmiðlum og samfélaginu öllu, og það er bara ógeðslega gaman að upplifa það. Á sama tíma er leiðinlegt að það sé neikvæð umræða um KSÍ og karlalandsliðið. Við viljum það náttúrulega alls ekki. En það er gaman að fá að vera partur af þessu „hæpi“ sem verður vonandi í kringum EM,“ segir Glódís. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sjáðu mörk Sveindísar og Berglindar gegn einu af betri liðum heims Ísland vann frábæran 2-0 sigur gegn Japan í vináttulandsleik í Hollandi í gær, í leik sem þjálfarinn Þorsteinn Halldórsson taldi þann besta frá því að hann tók við kvennalandsliðinu í fótbolta fyrir tæpu ári síðan. 26. nóvember 2021 09:32 Sanngjarn sigur gegn sterku japönsku liði Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann góðan 2-0 sigur gegn Japan í vináttulandsleik liðanna sem fram fór í Hollandi í kvöld. 25. nóvember 2021 20:47 Hefur haldið markinu hreinu í fjórum af fyrstu fimm landsleikjunum sínum Hin átján ára gamla Cecilía Rán Rúnarsdóttir lék sinn fimmta A-landsleik í gær og enn á ný tókst þessum efnilega markverði að halda marki sínu hreinu í íslenska landsliðsbúningnum. 26. nóvember 2021 12:30 Berglind: Öskraði á Sveindísi Berglind Björg Þorvaldsdóttir, leikmaður Hammarby og íslenska landsliðsins sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. Landsliðið er í Kýpur svo fundurinn fór fram í gegnum fjarfundaforrit. 27. nóvember 2021 15:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari Íslands og Carolina Seger, fyrirliði Svía, hafa áður baunað á UEFA vegna þess hve sumir leikvangarnir eru litlir á EM. Ísland spilar til að mynda tvo leiki á akademíuleikvangi Manchester City sem rúmar aðeins 4.700 manns í sæti. „Mér finnst þetta vanvirðing við kvennaboltann. Mér finnst þetta ekki í lagi og lélegt hjá UEFA að hafa samþykkt að einhverjir leikir fari fram þarna,“ segir Glódís sem verður í sviðsljósinu á Kýpur í dag þegar Ísland mætir heimakonum í undankeppni HM. Hún sat fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ í gær. Glódís bendir á að smæð minnstu leikvanganna á EM sé í engum takti við þann uppgang sem verið hefur í fótbolta kvenna, sérstaklega á allra síðustu misserum. „Það sést úti um alla Evrópu að það er uppselt á kvennaleiki þegar það er rétt að markaðsstarfinu staðið. Þá er uppselt á 15.000 manna velli á deildarleiki, sem og landsleiki, eins og þegar Svíar mættu Finnlandi í síðustu viku. Það er nógur áhugi en það verða að vera vellir sem taka við þessu. Það voru miklu stærri vellir í Hollandi [á EM 2017] og í Frakklandi [á HM 2019] sem var verið að fylla. Mér finnst þetta því vanvirðing, og alveg galið. Þó að það séu ekki miklar líkur á því þá vona ég að leikirnir verði færðir á stærri velli því ég hugsa að við gætum fyllt 4000 manna völl bara með Íslendingum ef að það yrði búin til stemning og það yrði í boði,“ segir Glódís. Gaman að það sé loksins enn meiri athygli Hún var spurð hvort að eftir stormasamt ár hjá KSÍ, með neikvæðri umræðu um íslenska karlalandsliðið vegna mála innan sem utan vallar, væri kvennalandsliðið enn frekar flaggskip sambandsins og undir aukinni pressu: „Við höfum ekki verið að velta okkur allt of mikið upp úr þessu því þetta kemur okkur svo sem ekkert við. En við finnum ekki fyrir neinni aukinni pressu. Við höfum verið að standa okkur vel í mörg ár og það er kannski bara gaman að það sé enn meiri athygli, loksins, á að við séum líka að standa okkur vel. Við reynum, eins og í öllu öðru, að fókusa á það sem við erum að gera og að við fylgjum okkar gildum, sem eru að standa okkur vel innan vallar og utan vallar. Það skiptir okkur miklu máli,“ segir Glódís. „Kvennabolti almennt hefur allt of lengi verið í bakgrunninum. Það er loksins að koma bylgja sem lyftir kvennaboltanum á hærra stig, bæði í fjölmiðlum og samfélaginu öllu, og það er bara ógeðslega gaman að upplifa það. Á sama tíma er leiðinlegt að það sé neikvæð umræða um KSÍ og karlalandsliðið. Við viljum það náttúrulega alls ekki. En það er gaman að fá að vera partur af þessu „hæpi“ sem verður vonandi í kringum EM,“ segir Glódís.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sjáðu mörk Sveindísar og Berglindar gegn einu af betri liðum heims Ísland vann frábæran 2-0 sigur gegn Japan í vináttulandsleik í Hollandi í gær, í leik sem þjálfarinn Þorsteinn Halldórsson taldi þann besta frá því að hann tók við kvennalandsliðinu í fótbolta fyrir tæpu ári síðan. 26. nóvember 2021 09:32 Sanngjarn sigur gegn sterku japönsku liði Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann góðan 2-0 sigur gegn Japan í vináttulandsleik liðanna sem fram fór í Hollandi í kvöld. 25. nóvember 2021 20:47 Hefur haldið markinu hreinu í fjórum af fyrstu fimm landsleikjunum sínum Hin átján ára gamla Cecilía Rán Rúnarsdóttir lék sinn fimmta A-landsleik í gær og enn á ný tókst þessum efnilega markverði að halda marki sínu hreinu í íslenska landsliðsbúningnum. 26. nóvember 2021 12:30 Berglind: Öskraði á Sveindísi Berglind Björg Þorvaldsdóttir, leikmaður Hammarby og íslenska landsliðsins sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. Landsliðið er í Kýpur svo fundurinn fór fram í gegnum fjarfundaforrit. 27. nóvember 2021 15:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Sjáðu mörk Sveindísar og Berglindar gegn einu af betri liðum heims Ísland vann frábæran 2-0 sigur gegn Japan í vináttulandsleik í Hollandi í gær, í leik sem þjálfarinn Þorsteinn Halldórsson taldi þann besta frá því að hann tók við kvennalandsliðinu í fótbolta fyrir tæpu ári síðan. 26. nóvember 2021 09:32
Sanngjarn sigur gegn sterku japönsku liði Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann góðan 2-0 sigur gegn Japan í vináttulandsleik liðanna sem fram fór í Hollandi í kvöld. 25. nóvember 2021 20:47
Hefur haldið markinu hreinu í fjórum af fyrstu fimm landsleikjunum sínum Hin átján ára gamla Cecilía Rán Rúnarsdóttir lék sinn fimmta A-landsleik í gær og enn á ný tókst þessum efnilega markverði að halda marki sínu hreinu í íslenska landsliðsbúningnum. 26. nóvember 2021 12:30
Berglind: Öskraði á Sveindísi Berglind Björg Þorvaldsdóttir, leikmaður Hammarby og íslenska landsliðsins sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. Landsliðið er í Kýpur svo fundurinn fór fram í gegnum fjarfundaforrit. 27. nóvember 2021 15:30