„Eins og ég væri verri leikmaður af því að ég hafði eignast barn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2021 10:30 Dagný Brynjarsdóttir fagnar hér marki sínu á móti Tékklandi á Laugardalsvellinum í haust. Vísir/Hulda Margrét Íslenska landsliðkonan Dagný Brynjarsdóttir er í flottu viðtali á heimasíðu Alþjóða knattspyrnusambandsins en nú stendur yfir landsleikjavika og íslenska landsliðið mætir Kýpur annað kvöld. Viðtalið við Dagnýju snýst mikið um endurkomu hennar eftir barneignarfrí en hún eignaðist strákinn sinn í júní 2018. Dagný hefur síðan verið sterk fyrirmynd fyrir knattspyrnukonur sem vilja eignast barn en halda síðan áfram sínu striki á knattspyrnuferlinum. "I remember one coach in Iceland saying to me, 'I won t let you play because your name is Dagny', as if I would be a worse player just because I had a baby. I just smiled at him and said, 'Just wait and see'." Dagny Brynjarsdottir interview https://t.co/Yxl2BLB81Y pic.twitter.com/s874dI5LL6— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) November 28, 2021 Dagný varð ólétt í miðri undankeppni HM 2019. „Þetta var erfitt fyrir mig. Óléttan mín var ekki plönuð og ég var ósátt þegar ég komst að þessu,“ viðurkennir Dagný. „Ég áttaði mig þó fljótt á því að þetta var blessun. Það eina sem ég hugsaði um þegar ég var ófrísk var hvernig ég ætlaði að koma mér aftur inn á knattspyrnuvöllinn. Þegar ég fékk strákinn í fangið þá hugsaði ég samt: Ég veit ekki hvort ég get farið aftur í boltann því ég vil eyða öllum mögulegum mínútum með honum,“ sagði Dagný. „En ég hafði sett mér markmið þegar ég var ófrísk og ég vildi náð þeim. Þetta var erfitt því líkaminn þinn byrjar á núllinu. Það skiptir engu máli hvað þú hefur lagt mikið á þig á meðgöngunni,“ sagði Dagný. View this post on Instagram A post shared by Dagny Brynjarsdo ttir (@dagnybrynjars) „Hugarfarslega var ég sami leikmaður en líkaminn minn var ekki samvinnuþýður. Það var erfitt fyrir mig að vera þolinmóð, leggja mikið á mig, gera allt rétt og trúa því að ég yrði einhvern daginn sami leikmaður og ég var,“ sagði Dagný. „Þegar sonur minn var lítill þá æfði ég bara þegar hann svaf. Ég vildi aldrei fara frá honum. Ég fór til Portland þegar hann var átta mánaða. Þá fór ég að vera frá honum í lengri tíma. Mér finnst það enn erfitt þegar ég er í burtu með landsliðinu og reyni því að taka hann með mér ef ég get,“ sagði Dagný. Dagný rifjaði líka upp það sem þjálfari á Íslandi sagði við hana þegar hún var að vinna sig til baka. „Ég man eftir því hvað einn íslenskur þjálfari sagði við mig: Ég leyfi þér ekki að spila bara af því að nafnið þitt er Dagný, rifjaði Dagný upp og hélt áfram: „Eins og ég væri verri leikmaður af því að ég hafði eignast barn. Ég brosti bara til hans og sagði: Bíddu bara og sjáðu,“ sagði Dagný. View this post on Instagram A post shared by Dagny Brynjarsdo ttir (@dagnybrynjars) „Þetta var ekki auðvelt. Þú veist að þú ert ekki sami leikmaður og áður - ennþá. Þú heyrir líka allar þessar raddir í kringum þig að þú getir þetta ekki. Stundum efaðist ég um sjálfa mig og hugsaði: Kannski hafa þau rétt fyrir sér, sagði Dagný. „Á sama tíma var ég staðráðin í að sýna þeim. Ég get samið við eitt af stóru liðunum þótt að ég sé orðin mamma. Það er líka gott að geta sýnt öðrum konum að þetta sé hægt. Ef þú hefur góðan stuðning í kringum þig og félagið stendur á bak við þig, þá er þetta möguleiki. Það er líka mikilvægt að það séu til félög sem eru tilbúin að hafa hjá sér mömmur og fjölskyldur,“ sagði Dagný. Dagný verður væntanlega í eldlínunni annað kvöld þegar Ísland mætir Kýpur í síðasta leik sínum á þessu ári en hann er í undankeppni HM 2023. Það má finna allt viðtalið hér. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Sjá meira
Viðtalið við Dagnýju snýst mikið um endurkomu hennar eftir barneignarfrí en hún eignaðist strákinn sinn í júní 2018. Dagný hefur síðan verið sterk fyrirmynd fyrir knattspyrnukonur sem vilja eignast barn en halda síðan áfram sínu striki á knattspyrnuferlinum. "I remember one coach in Iceland saying to me, 'I won t let you play because your name is Dagny', as if I would be a worse player just because I had a baby. I just smiled at him and said, 'Just wait and see'." Dagny Brynjarsdottir interview https://t.co/Yxl2BLB81Y pic.twitter.com/s874dI5LL6— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) November 28, 2021 Dagný varð ólétt í miðri undankeppni HM 2019. „Þetta var erfitt fyrir mig. Óléttan mín var ekki plönuð og ég var ósátt þegar ég komst að þessu,“ viðurkennir Dagný. „Ég áttaði mig þó fljótt á því að þetta var blessun. Það eina sem ég hugsaði um þegar ég var ófrísk var hvernig ég ætlaði að koma mér aftur inn á knattspyrnuvöllinn. Þegar ég fékk strákinn í fangið þá hugsaði ég samt: Ég veit ekki hvort ég get farið aftur í boltann því ég vil eyða öllum mögulegum mínútum með honum,“ sagði Dagný. „En ég hafði sett mér markmið þegar ég var ófrísk og ég vildi náð þeim. Þetta var erfitt því líkaminn þinn byrjar á núllinu. Það skiptir engu máli hvað þú hefur lagt mikið á þig á meðgöngunni,“ sagði Dagný. View this post on Instagram A post shared by Dagny Brynjarsdo ttir (@dagnybrynjars) „Hugarfarslega var ég sami leikmaður en líkaminn minn var ekki samvinnuþýður. Það var erfitt fyrir mig að vera þolinmóð, leggja mikið á mig, gera allt rétt og trúa því að ég yrði einhvern daginn sami leikmaður og ég var,“ sagði Dagný. „Þegar sonur minn var lítill þá æfði ég bara þegar hann svaf. Ég vildi aldrei fara frá honum. Ég fór til Portland þegar hann var átta mánaða. Þá fór ég að vera frá honum í lengri tíma. Mér finnst það enn erfitt þegar ég er í burtu með landsliðinu og reyni því að taka hann með mér ef ég get,“ sagði Dagný. Dagný rifjaði líka upp það sem þjálfari á Íslandi sagði við hana þegar hún var að vinna sig til baka. „Ég man eftir því hvað einn íslenskur þjálfari sagði við mig: Ég leyfi þér ekki að spila bara af því að nafnið þitt er Dagný, rifjaði Dagný upp og hélt áfram: „Eins og ég væri verri leikmaður af því að ég hafði eignast barn. Ég brosti bara til hans og sagði: Bíddu bara og sjáðu,“ sagði Dagný. View this post on Instagram A post shared by Dagny Brynjarsdo ttir (@dagnybrynjars) „Þetta var ekki auðvelt. Þú veist að þú ert ekki sami leikmaður og áður - ennþá. Þú heyrir líka allar þessar raddir í kringum þig að þú getir þetta ekki. Stundum efaðist ég um sjálfa mig og hugsaði: Kannski hafa þau rétt fyrir sér, sagði Dagný. „Á sama tíma var ég staðráðin í að sýna þeim. Ég get samið við eitt af stóru liðunum þótt að ég sé orðin mamma. Það er líka gott að geta sýnt öðrum konum að þetta sé hægt. Ef þú hefur góðan stuðning í kringum þig og félagið stendur á bak við þig, þá er þetta möguleiki. Það er líka mikilvægt að það séu til félög sem eru tilbúin að hafa hjá sér mömmur og fjölskyldur,“ sagði Dagný. Dagný verður væntanlega í eldlínunni annað kvöld þegar Ísland mætir Kýpur í síðasta leik sínum á þessu ári en hann er í undankeppni HM 2023. Það má finna allt viðtalið hér.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Sjá meira