Ancelotti: Markið hans Vinicius Junior sýnir að hann getur orðið sá besti í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2021 15:31 Vinicius Junior fagnar sigurmarki sínu fyrir Real Madrid á móti Sevilla í gær. AP/Manu Fernandez Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, var heldur betur sáttur með brasilíska framherjann Vinicius Junior eftir dramatískan 2-1 sigur Real Madrid í toppslag á móti Sevilla í gær. Vinicius skoraði sigurmarkið þremur mínútum fyrir leikslok með frábæru marki en Real Madrid liðið lenti undir í leiknum. So, Ancelotti had a lot to say about Vinícius in his post-match press conference tonight. All his quotes are right here. https://t.co/Bv8GVPLp0G— Managing Madrid (@managingmadrid) November 29, 2021 Þetta var níunda deildarmark Vinicius á leiktíðinni en Karim Benzema hafði áður jafnað metin. Saman hafa þeir tveir farið á kostum og eru komnir með samtals tuttugu mörk. Vinicius Junior er enn bara 21 árs gamall og hann sýndi afburðar hæfileika í sigurmarkinu. Hann fékk boltann út á vinstri kanti, tók boltann niður á kassann, keyrði inn á völlinn og lét síðan vaða með frábæru óverjandi hægri fótar skoti framhjá Bono í marki Sevilla. „Stórkostlegt mark,“ sagði Carlo Ancelotti á blaðamannafundi eftir leikinn. „Það sem hefur komið mér mest á óvart með Vinicius eru gæði hans í markaskorun. Það kemur ekki á óvart að hann hafi mikla einstaklingshæfileika. Ég vissi að hann væri góður í rekja boltann, í stöðunni einn á móti einum og með mikinn hraða en hann hefur komið öllum á óvart með því hvað hann getur nú skorað mikið af mörkum,“ sagði Ancelotti. Vinícius Júnior (21 anos) entre os brasileiros das TOP 5 ligas europeias na temporada 21/22:1° em gols (11)1° em participações em gols (16)1° em passes decisivos (37)1° em dribles (59)1° em pênaltis sofridos (2)1° em pontaria no chute (72%)1° em Nota SofaScore (7.47) pic.twitter.com/24hgyy7skK— SofaScore Brazil (@SofaScoreBR) November 28, 2021 „Vinicius sýndi í dag gæði sem hann hefur að ég held aldrei sýnt áður. Þetta var enn eitt skref hans í átt að því að verða sá besti í heimi. Markið hans sýnir að hann getur orðið sá besti í heimi. Það mikilvægasta er að hann sé einbeittur á það að vera skilvirkur. Þegar tækifærið kemur þá verður þú að nýta það,“ sagði Ancelotti. Vinicius Junior er fæddur í júlí 2000 en hann hefur verið hjá Real Madrid frá árinu 2018. Hann skoraði bara 3 mörk í 35 deildarleikjum í fyrra en er kominn með 9 mörk í 14 leikjum á þessu tímabili. Karim Benzema and Vinicius Junior have scored 20 league goals between them this season Real Madrid are now four points clear at the top of La Liga pic.twitter.com/BwEmxAjAZd— GOAL (@goal) November 28, 2021 Spænski boltinn Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Vinicius skoraði sigurmarkið þremur mínútum fyrir leikslok með frábæru marki en Real Madrid liðið lenti undir í leiknum. So, Ancelotti had a lot to say about Vinícius in his post-match press conference tonight. All his quotes are right here. https://t.co/Bv8GVPLp0G— Managing Madrid (@managingmadrid) November 29, 2021 Þetta var níunda deildarmark Vinicius á leiktíðinni en Karim Benzema hafði áður jafnað metin. Saman hafa þeir tveir farið á kostum og eru komnir með samtals tuttugu mörk. Vinicius Junior er enn bara 21 árs gamall og hann sýndi afburðar hæfileika í sigurmarkinu. Hann fékk boltann út á vinstri kanti, tók boltann niður á kassann, keyrði inn á völlinn og lét síðan vaða með frábæru óverjandi hægri fótar skoti framhjá Bono í marki Sevilla. „Stórkostlegt mark,“ sagði Carlo Ancelotti á blaðamannafundi eftir leikinn. „Það sem hefur komið mér mest á óvart með Vinicius eru gæði hans í markaskorun. Það kemur ekki á óvart að hann hafi mikla einstaklingshæfileika. Ég vissi að hann væri góður í rekja boltann, í stöðunni einn á móti einum og með mikinn hraða en hann hefur komið öllum á óvart með því hvað hann getur nú skorað mikið af mörkum,“ sagði Ancelotti. Vinícius Júnior (21 anos) entre os brasileiros das TOP 5 ligas europeias na temporada 21/22:1° em gols (11)1° em participações em gols (16)1° em passes decisivos (37)1° em dribles (59)1° em pênaltis sofridos (2)1° em pontaria no chute (72%)1° em Nota SofaScore (7.47) pic.twitter.com/24hgyy7skK— SofaScore Brazil (@SofaScoreBR) November 28, 2021 „Vinicius sýndi í dag gæði sem hann hefur að ég held aldrei sýnt áður. Þetta var enn eitt skref hans í átt að því að verða sá besti í heimi. Markið hans sýnir að hann getur orðið sá besti í heimi. Það mikilvægasta er að hann sé einbeittur á það að vera skilvirkur. Þegar tækifærið kemur þá verður þú að nýta það,“ sagði Ancelotti. Vinicius Junior er fæddur í júlí 2000 en hann hefur verið hjá Real Madrid frá árinu 2018. Hann skoraði bara 3 mörk í 35 deildarleikjum í fyrra en er kominn með 9 mörk í 14 leikjum á þessu tímabili. Karim Benzema and Vinicius Junior have scored 20 league goals between them this season Real Madrid are now four points clear at the top of La Liga pic.twitter.com/BwEmxAjAZd— GOAL (@goal) November 28, 2021
Spænski boltinn Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira