Ari Leifsson hóf leik í hjarta varnarinnar hjá Stromsgödset en var skipt af velli á 68.mínútu. Þá var staðan 4-0 fyrir heimamenn í Lilleström og hafði Ari fengið gult spjald áður en markasúpan hófst.
Stromsgodset náði að klóra í bakkann skömmu fyrir leikslok og lokatölur því 4-1.
Valdimar Þór Ingimundarson sat allan tímann á varamannabekk Stromsgödset sem er í 10.sæti deildarinnar.