Vísindamenn í Suður-Afríku áhyggjufullir Samúel Karl Ólason skrifar 27. nóvember 2021 10:26 Um 120 þúsund eru bólusettir á degi hverjum í Suður-Afríku. Yfirvöld þar hafa sett sér það markmið að bólusetja um 300 þúsund á dag. AP/Denis Farrell Vísindamenn í Suður-Afríku óttast hraða útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis Covid-19 meðal ungs fólks þar í landi. Í gær höfðu 2.828 greinst smitaðir af afbrigðinu en það hve ungt fólk virðist smitast hratt hefur valdið áhyggjum. Rudo Mathivha, yfirmaður gjörgæslu Soweto‘s Baragwanath sjúkrahússins í Suður-Afríku, sagði á blaðamannafundi að töluverð breyting hafi orðið á þeim sjúklingum sem hafi þurft að leggja inn á gjörgæslu. Ungt fólk væri að koma á sjúkrahús með aukin einkenni. Hún sagði flesta vera óbólusetta og hinir hefðu bara fengið einn skammt. „Ég óttast það að þegar smituðum fjölgar muni heilbrigðiskerfið ekki ráða við álagið,“ sagði Mathivha samkvæmt AP fréttaveitunni. Hún sagði nauðsynlegt að fjölga gjörgæslurýmum í Suður-Afríku. Fréttaveitan segir háskólanemendur í Pretoria, höfuðborg Suður-Afríku, hafa greinst smitaða af Ómíkron-afbrigðinu og að vísindamenn í Suður-Afríku áætli að um 90 prósent nýsmitaðra í landinu hafi smitast af því afbrigði. Þá gefa bráðabirgðarannsóknir til kynn að hver sem smitist af afbrigðinu sé líklegur til að smita tvo aðra. Mikið stökkbreytt afbrigði Ómíkron-afbrigðið var fyrst tilkynnt til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar þann 24. nóvember. Afbrigðið er mikið stökkbreytt og gefa rannsóknir til kynna að það smitist auðveldar manna á milli og hafa vísindamenn áhyggjur af því að það gæti komist í gegnum bólusetningar vegna stökkbreytinganna. Hingað til hefur afbrigðið einnig greinst í Botsvana, Belgíu, Hong Kong og Ísrael, samkvæmt frétt BBC. Þar að auki greindist einn smitaður af Ómíkron-afbrigðinu í Þýskalandi í morgun. „Við höfum gífurlegar áhyggjur af þessum vírus,“ sagði prófessorinn Willem Hanekom, sem stýrir Heilbrigðisrannsóknarstofnun Afríku, við AP. Hann sagði Ómíkron-afbrigðið að mestu hafa greinst í Gauteng-héraði Suður-Afríku en vísendingar væru uppi um að það væri búið að dreifast um allt landið. Hanekom sagði nauðsynlegt að afla mikilla upplýsinga sem fyrst. Enn sé til að mynda ekki vitað hve alvarlegum veikindum afbrigðið valdi. Suður-Afríka Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mun að óbreyttu mæla með bólusetningu fimm til ellefu ára Fyrstu skammtar bóluefnis Pfizer gegn kórónuveirunni, sem sérstaklega er gert fyrir ung börn, munu berast hingað til lands í lok desember. Sóttvarnalæknir telur líklegt að börnum á aldrinum fimm til ellefu ára verði boðin bólusetning, nema eitthvað sérstakt mæli gegn því. 26. nóvember 2021 16:21 „Fyllsta ástæða til að tapa sér ekki í umræðunni núna“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki tímabært að fara að skipuleggja hertar aðgerðir vegna fregna af nýju skæðu afbrigði kórónuveirunnar. Evrópusambandið hefur boðað flugbann frá svæðum þar sem afbrigðið hefur skotið upp kollinum. 26. nóvember 2021 11:36 149 greindust með Covid-19 í gær 149 greindust með Covid-19 innanlands í gær. Af þeim voru 92 fullbólusettir og 57 óbólusettir. 26. nóvember 2021 11:00 Kári hvetur fólk til að draga andann og bíða gagna um nýtt afbrigði Það er fræðilega mögulegt og líklega hafa menn einhverjar vísbendingar um að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 sé meira smitandi og líklegra til að komast hjá ónæmisvörnum líkamans en það hefur alls ekki verið sannað enn sem komið er. 26. nóvember 2021 07:58 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Rudo Mathivha, yfirmaður gjörgæslu Soweto‘s Baragwanath sjúkrahússins í Suður-Afríku, sagði á blaðamannafundi að töluverð breyting hafi orðið á þeim sjúklingum sem hafi þurft að leggja inn á gjörgæslu. Ungt fólk væri að koma á sjúkrahús með aukin einkenni. Hún sagði flesta vera óbólusetta og hinir hefðu bara fengið einn skammt. „Ég óttast það að þegar smituðum fjölgar muni heilbrigðiskerfið ekki ráða við álagið,“ sagði Mathivha samkvæmt AP fréttaveitunni. Hún sagði nauðsynlegt að fjölga gjörgæslurýmum í Suður-Afríku. Fréttaveitan segir háskólanemendur í Pretoria, höfuðborg Suður-Afríku, hafa greinst smitaða af Ómíkron-afbrigðinu og að vísindamenn í Suður-Afríku áætli að um 90 prósent nýsmitaðra í landinu hafi smitast af því afbrigði. Þá gefa bráðabirgðarannsóknir til kynn að hver sem smitist af afbrigðinu sé líklegur til að smita tvo aðra. Mikið stökkbreytt afbrigði Ómíkron-afbrigðið var fyrst tilkynnt til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar þann 24. nóvember. Afbrigðið er mikið stökkbreytt og gefa rannsóknir til kynna að það smitist auðveldar manna á milli og hafa vísindamenn áhyggjur af því að það gæti komist í gegnum bólusetningar vegna stökkbreytinganna. Hingað til hefur afbrigðið einnig greinst í Botsvana, Belgíu, Hong Kong og Ísrael, samkvæmt frétt BBC. Þar að auki greindist einn smitaður af Ómíkron-afbrigðinu í Þýskalandi í morgun. „Við höfum gífurlegar áhyggjur af þessum vírus,“ sagði prófessorinn Willem Hanekom, sem stýrir Heilbrigðisrannsóknarstofnun Afríku, við AP. Hann sagði Ómíkron-afbrigðið að mestu hafa greinst í Gauteng-héraði Suður-Afríku en vísendingar væru uppi um að það væri búið að dreifast um allt landið. Hanekom sagði nauðsynlegt að afla mikilla upplýsinga sem fyrst. Enn sé til að mynda ekki vitað hve alvarlegum veikindum afbrigðið valdi.
Suður-Afríka Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mun að óbreyttu mæla með bólusetningu fimm til ellefu ára Fyrstu skammtar bóluefnis Pfizer gegn kórónuveirunni, sem sérstaklega er gert fyrir ung börn, munu berast hingað til lands í lok desember. Sóttvarnalæknir telur líklegt að börnum á aldrinum fimm til ellefu ára verði boðin bólusetning, nema eitthvað sérstakt mæli gegn því. 26. nóvember 2021 16:21 „Fyllsta ástæða til að tapa sér ekki í umræðunni núna“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki tímabært að fara að skipuleggja hertar aðgerðir vegna fregna af nýju skæðu afbrigði kórónuveirunnar. Evrópusambandið hefur boðað flugbann frá svæðum þar sem afbrigðið hefur skotið upp kollinum. 26. nóvember 2021 11:36 149 greindust með Covid-19 í gær 149 greindust með Covid-19 innanlands í gær. Af þeim voru 92 fullbólusettir og 57 óbólusettir. 26. nóvember 2021 11:00 Kári hvetur fólk til að draga andann og bíða gagna um nýtt afbrigði Það er fræðilega mögulegt og líklega hafa menn einhverjar vísbendingar um að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 sé meira smitandi og líklegra til að komast hjá ónæmisvörnum líkamans en það hefur alls ekki verið sannað enn sem komið er. 26. nóvember 2021 07:58 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Mun að óbreyttu mæla með bólusetningu fimm til ellefu ára Fyrstu skammtar bóluefnis Pfizer gegn kórónuveirunni, sem sérstaklega er gert fyrir ung börn, munu berast hingað til lands í lok desember. Sóttvarnalæknir telur líklegt að börnum á aldrinum fimm til ellefu ára verði boðin bólusetning, nema eitthvað sérstakt mæli gegn því. 26. nóvember 2021 16:21
„Fyllsta ástæða til að tapa sér ekki í umræðunni núna“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki tímabært að fara að skipuleggja hertar aðgerðir vegna fregna af nýju skæðu afbrigði kórónuveirunnar. Evrópusambandið hefur boðað flugbann frá svæðum þar sem afbrigðið hefur skotið upp kollinum. 26. nóvember 2021 11:36
149 greindust með Covid-19 í gær 149 greindust með Covid-19 innanlands í gær. Af þeim voru 92 fullbólusettir og 57 óbólusettir. 26. nóvember 2021 11:00
Kári hvetur fólk til að draga andann og bíða gagna um nýtt afbrigði Það er fræðilega mögulegt og líklega hafa menn einhverjar vísbendingar um að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 sé meira smitandi og líklegra til að komast hjá ónæmisvörnum líkamans en það hefur alls ekki verið sannað enn sem komið er. 26. nóvember 2021 07:58
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent