Tal stefnir á að verða heimili íslenskra hlaðvarpa Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. nóvember 2021 16:00 Auðun Bragi Kjartansson segir að hver sem er geti haft samband, hvort sem hlaðvarpið er nú þegar komið í loftið eða enn á byrjunarstigi eða jafnvel bara hugmynd. Vísir/Vilhelm „Stefnan hjá Tal er að vera heimili íslenskra hlaðvarpa,“ segir Auðun Bragi Kjartansson vörustjóri Tal sem fór í loftið á Vísi í dag. Tal er nýr hlaðvarpsheimur og fyrsta útgáfan hefur nú fengið að líta dagsins ljós. „Það er frábær tilfinning að fá þetta í loftið. Þetta er í raun bara fyrsta útgáfan og vinnan við uppfærslu hefur verið hafin og ég er ennþá meira spenntur að koma henni í loftið og sýna fólki hvað við höfum verið að gera,“ segir Auðun. Íslenskt efni „Þetta verður staður fyrir hlustendur til þess að uppgötva íslenskt efni, kynnast efnisframleiðendum á nýjan hátt og koma sjónarmiðum hlustenda og gagnrýni á framfæri.“ Verkefnið Tal hefur staðið yfir í nokkra mánuði en hefur verið á teikniborðinu hjá Auðuni síðan á síðasta ári. Fyrsta hlaðvarpið sem þeir framleiddu og settu í loftið var áskriftarhlaðvarpið Blökastið. „Viðbrögðin hafa verið frábær. Gaman að fylgjast með því þróast, við erum að prófa allskonar þætti í mynd, green screen og meira að segja þáttur í mynd frá Tene. Blökastið er ótrúlega skemmtilegt og verður bara skemmtilegra.“ Nú þegar eru þúsundir áskrifenda að Blökastinu og þeim fjölgar stöðugt. Nú hafa fleiri hlaðvörp byrjað í framleiðslu hjá Tal eins og Þungavigtin og Átján plús. Hópurinn mun svo halda áfram að stækka. Skjáskot af tal.is, síðunni sem fór í loftið í dag. Stuðningur við þá sem búa til hlaðvörp „Við erum að búa til umhverfi fyrir hlaðsvarpsstjórnendur þar sem þau geta einbeitt sér að búa til frábært efni og við hjálpum þeim að vaxa. Það sem er líka spennandi við Tal, er að það er stuðningur til að selja áskriftir. Þar fá skapandi einstaklingar læst svæði sem aðeins áskrifendur hafa aðgang að og geta þar byggt upp sitt eigið samfélag og skapað tekjur.“ Svæðið býður upp á möguleikann að setja inn mynd-, hljóð- og textaefni ásamt eiginleikum eins og athugasemdakerfi, póstkerfi og geta einnig farið í beina útsendingu fyrir áskrifendur. „Hver sem er getur komið til okkar með hugmynd eða fyrirspurnir. Það er hnappur uppi í hægra horninu á Tal.is sem heitir Ég vil vinna með Tal, þar sem við hvetjum alla til þess að hafa samband. Sama hvort hugmyndin er ný eða hvort þau eru nú þegar komin í loftið. Við erum spennt að hitta nýja “Tal”-enta og bendum fólki sem hefur áhuga á að hafa samband með því að smella á hnappinn,“ segir Auðun að lokum. Fjölmiðlar Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira
„Það er frábær tilfinning að fá þetta í loftið. Þetta er í raun bara fyrsta útgáfan og vinnan við uppfærslu hefur verið hafin og ég er ennþá meira spenntur að koma henni í loftið og sýna fólki hvað við höfum verið að gera,“ segir Auðun. Íslenskt efni „Þetta verður staður fyrir hlustendur til þess að uppgötva íslenskt efni, kynnast efnisframleiðendum á nýjan hátt og koma sjónarmiðum hlustenda og gagnrýni á framfæri.“ Verkefnið Tal hefur staðið yfir í nokkra mánuði en hefur verið á teikniborðinu hjá Auðuni síðan á síðasta ári. Fyrsta hlaðvarpið sem þeir framleiddu og settu í loftið var áskriftarhlaðvarpið Blökastið. „Viðbrögðin hafa verið frábær. Gaman að fylgjast með því þróast, við erum að prófa allskonar þætti í mynd, green screen og meira að segja þáttur í mynd frá Tene. Blökastið er ótrúlega skemmtilegt og verður bara skemmtilegra.“ Nú þegar eru þúsundir áskrifenda að Blökastinu og þeim fjölgar stöðugt. Nú hafa fleiri hlaðvörp byrjað í framleiðslu hjá Tal eins og Þungavigtin og Átján plús. Hópurinn mun svo halda áfram að stækka. Skjáskot af tal.is, síðunni sem fór í loftið í dag. Stuðningur við þá sem búa til hlaðvörp „Við erum að búa til umhverfi fyrir hlaðsvarpsstjórnendur þar sem þau geta einbeitt sér að búa til frábært efni og við hjálpum þeim að vaxa. Það sem er líka spennandi við Tal, er að það er stuðningur til að selja áskriftir. Þar fá skapandi einstaklingar læst svæði sem aðeins áskrifendur hafa aðgang að og geta þar byggt upp sitt eigið samfélag og skapað tekjur.“ Svæðið býður upp á möguleikann að setja inn mynd-, hljóð- og textaefni ásamt eiginleikum eins og athugasemdakerfi, póstkerfi og geta einnig farið í beina útsendingu fyrir áskrifendur. „Hver sem er getur komið til okkar með hugmynd eða fyrirspurnir. Það er hnappur uppi í hægra horninu á Tal.is sem heitir Ég vil vinna með Tal, þar sem við hvetjum alla til þess að hafa samband. Sama hvort hugmyndin er ný eða hvort þau eru nú þegar komin í loftið. Við erum spennt að hitta nýja “Tal”-enta og bendum fólki sem hefur áhuga á að hafa samband með því að smella á hnappinn,“ segir Auðun að lokum.
Fjölmiðlar Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira