Gasol spilar áfram en nú með gömlu Íslendingafélagi sem hann stofnaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2021 15:00 Marc Gasol kyssir konu sína Cristina Blesa þegar hann var kynntur sem nýr leikmaður Basquet Girona en hann heldur líka á dóttur þeirra Juliu Gasol Blesa. EPA-EFE/David Borrat Marc Gasol er kannski hættur í NBA-deildinni í körfubolta en körfuboltaskórnir fara ekki upp á hillu alveg strax. Hinn 36 ára gamli Gasol ætlar að spila fyrir Bàsquet Girona sem er liðið sem hann stofnaði árið 2014. Það hét í upphafi CEB Girona Marc Gasol. Marc Gasol, 36, will play for Girona, the Spanish team he founded. https://t.co/wrEVMPOvgf— USA TODAY Sports (@usatodaysports) November 26, 2021 Gasol mun spila með Girona í spænsku b-deildinni sem er kölluð gulldeild spænska körfuboltasambandsins. Íslendingar ættu að kannast við liðið enda spilaði íslenski landsliðsmaðurinn Kári Jónsson með félaginu á síðustu leiktíð. Kári var þá með 7,2 stig að meðaltali á 19,2 mínútum í leik. Kári er nú kominn aftur heim og spilar með Val. Girona liðið hefur ekki byrjað tímabilið alltaf vel en liðið hefur bara unnið tvo a fyrstu níu leikjum sínum. Það má búast við að koma Gasol muni breyta miklu fyrir liðið. GIRONINES, GIRONINS, JA EL TENIM AQUÍ! @MarcGasol, president del club, passa a formar part de la plantilla del primer equip #CreixemJunts #SomhiGirona #OrgullGironí pic.twitter.com/kWFYV1wUd5— Bàsquet Girona (@BasquetGirona) November 25, 2021 Liðið vann tvo fyrstu leikina en hefur síðan tapað sjö leikjum í röð. Það er því ljóst að Girona þarf á manni eins og Marc Gasol að halda. Gasol spilaði á síðasta tímabili með Los Angeles Lakers en lék stærsta hluta ferilsins síns með liði Memphis Grizzlies. Gasol er 211 sentimetrar á hæð, var valinn í úrvalslið NBA-deildarinnar 2015 og besti varnarmaður tímabilsins 2013. Gasol lék alls 891 deildarleik í NBA frá 2008 til 2021 en í þeim var hann með 14,0 stig, 7,4 fráköst og 3,4 stoðsendingar að meðaltali í leik. OFFICIAL: Marc Gasol joins Gironahttps://t.co/KGZztyJsxV— Eurohoops (@Eurohoopsnet) November 25, 2021 Gasol endaði landsliðsferilinn með Spáni á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Hann varð tvisvar heimsmeistari og tvisvar Evrópumeistari með spænska landsliðinu auk þess að vinna tvö Ólympíusilfur. Eldri bróðir hans, Pau Gasol, setti körfuboltaskóna sína upp á hillu í síðasta mánuði. Spænski körfuboltinn NBA Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Fleiri fréttir Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sjá meira
Hinn 36 ára gamli Gasol ætlar að spila fyrir Bàsquet Girona sem er liðið sem hann stofnaði árið 2014. Það hét í upphafi CEB Girona Marc Gasol. Marc Gasol, 36, will play for Girona, the Spanish team he founded. https://t.co/wrEVMPOvgf— USA TODAY Sports (@usatodaysports) November 26, 2021 Gasol mun spila með Girona í spænsku b-deildinni sem er kölluð gulldeild spænska körfuboltasambandsins. Íslendingar ættu að kannast við liðið enda spilaði íslenski landsliðsmaðurinn Kári Jónsson með félaginu á síðustu leiktíð. Kári var þá með 7,2 stig að meðaltali á 19,2 mínútum í leik. Kári er nú kominn aftur heim og spilar með Val. Girona liðið hefur ekki byrjað tímabilið alltaf vel en liðið hefur bara unnið tvo a fyrstu níu leikjum sínum. Það má búast við að koma Gasol muni breyta miklu fyrir liðið. GIRONINES, GIRONINS, JA EL TENIM AQUÍ! @MarcGasol, president del club, passa a formar part de la plantilla del primer equip #CreixemJunts #SomhiGirona #OrgullGironí pic.twitter.com/kWFYV1wUd5— Bàsquet Girona (@BasquetGirona) November 25, 2021 Liðið vann tvo fyrstu leikina en hefur síðan tapað sjö leikjum í röð. Það er því ljóst að Girona þarf á manni eins og Marc Gasol að halda. Gasol spilaði á síðasta tímabili með Los Angeles Lakers en lék stærsta hluta ferilsins síns með liði Memphis Grizzlies. Gasol er 211 sentimetrar á hæð, var valinn í úrvalslið NBA-deildarinnar 2015 og besti varnarmaður tímabilsins 2013. Gasol lék alls 891 deildarleik í NBA frá 2008 til 2021 en í þeim var hann með 14,0 stig, 7,4 fráköst og 3,4 stoðsendingar að meðaltali í leik. OFFICIAL: Marc Gasol joins Gironahttps://t.co/KGZztyJsxV— Eurohoops (@Eurohoopsnet) November 25, 2021 Gasol endaði landsliðsferilinn með Spáni á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Hann varð tvisvar heimsmeistari og tvisvar Evrópumeistari með spænska landsliðinu auk þess að vinna tvö Ólympíusilfur. Eldri bróðir hans, Pau Gasol, setti körfuboltaskóna sína upp á hillu í síðasta mánuði.
Spænski körfuboltinn NBA Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Fleiri fréttir Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sjá meira