NBA stjarnan sem neitar að mæta í vinnuna stefnir í gjaldþrot Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2021 11:31 Ben Simmons í leik með Philadelphia 76ers í NBA-deildinni á síðustu leiktíð. Getty/Kevin C. Cox NBA körfuboltamaðurinn Ben Simmons neitar enn að mæta í vinnuna hjá Philadelphia 76ers sem ætlaði að borga honum fjóra milljarða íslenskra króna fyrir þetta tímabil. Fyrir vikið fær hann ekki útborgað og það er að koma karlinum í vandræði. Simmons fór í fýlu eftir að hann var gerður að blóraböggli eftir klúður Sixers liðsins í úrslitakeppninni á síðasta tímabili. Hann átti gagnrýnina eflaust skilið enda skaut hann ekki á körfuna og hitti skelfilega á vítalínunni en hann vantaði vissulega meiri stuðning frá liðsfélögunum og félaginu sjálfu. Ben Simmons may be forced to make a return sooner than later. pic.twitter.com/1Uo6v7zpbL— theScore (@theScore) November 25, 2021 Það hefur ekki enn tekist að laga sambandið þar á milli og því spilar Philadelphia 76ers enn án eins síns besta leikmanns. Fýlan rann nefnilega ekki af Simmons yfir sumarið og hann neitaði að mæta á æfingar í haust. Þegar hann mætti loksins eftir að Sixers hætti skiljanlega að borga honum laun þá entist það ekki lengi. Doc Rivers, þjálfari Philadelphia 76ers, endaði á að reka hann af æfingu og hann hefur ekki mætt síðan þá. Nýjustu fréttirnar af Simmons er að hann stefnir í gjaldþrot vegna óhóflegrar neyslu nú þegar launin berast honum ekki lengur. Hinn 25 ára gamli Simmons kaupir víst nýjan bíl í hverjum mánuði og hefur keypt tvö hús í Philadelphia sem eru 17,5 milljónum dollara virði. Simmons skrifaði undir fimm ára samning á 2019-20 tímabilinu sem átti að skila honum 177 milljónum Bandaríkjadala. 76ers hefur þegar borgað honum 90 milljónir dollara af þessum samning. Fjarvera hans á þessu tímabili hefur kostað hann mikinn pening. Hann gæti endað á því að tapa tuttugu milljónum dala á þessu tímabili eða 2,6 milljörðum íslenskra króna. Miðað við fréttir af peningavandræðum Simmons þá er kannski von um að menn fái að sjá hann mæta aftur í vinnuna og kannski fara að spila á ný með Sixers liðinu. Ben Simmons er frábær leikmaður, öflugur leikstjórnandi og frábær varnarmaður. Hann er aftur á móti mjög lélegur skotmaður og þoldi greinilega ekki pressuna að spila á stóra sviðinu í úrslitakeppninni. NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Simmons fór í fýlu eftir að hann var gerður að blóraböggli eftir klúður Sixers liðsins í úrslitakeppninni á síðasta tímabili. Hann átti gagnrýnina eflaust skilið enda skaut hann ekki á körfuna og hitti skelfilega á vítalínunni en hann vantaði vissulega meiri stuðning frá liðsfélögunum og félaginu sjálfu. Ben Simmons may be forced to make a return sooner than later. pic.twitter.com/1Uo6v7zpbL— theScore (@theScore) November 25, 2021 Það hefur ekki enn tekist að laga sambandið þar á milli og því spilar Philadelphia 76ers enn án eins síns besta leikmanns. Fýlan rann nefnilega ekki af Simmons yfir sumarið og hann neitaði að mæta á æfingar í haust. Þegar hann mætti loksins eftir að Sixers hætti skiljanlega að borga honum laun þá entist það ekki lengi. Doc Rivers, þjálfari Philadelphia 76ers, endaði á að reka hann af æfingu og hann hefur ekki mætt síðan þá. Nýjustu fréttirnar af Simmons er að hann stefnir í gjaldþrot vegna óhóflegrar neyslu nú þegar launin berast honum ekki lengur. Hinn 25 ára gamli Simmons kaupir víst nýjan bíl í hverjum mánuði og hefur keypt tvö hús í Philadelphia sem eru 17,5 milljónum dollara virði. Simmons skrifaði undir fimm ára samning á 2019-20 tímabilinu sem átti að skila honum 177 milljónum Bandaríkjadala. 76ers hefur þegar borgað honum 90 milljónir dollara af þessum samning. Fjarvera hans á þessu tímabili hefur kostað hann mikinn pening. Hann gæti endað á því að tapa tuttugu milljónum dala á þessu tímabili eða 2,6 milljörðum íslenskra króna. Miðað við fréttir af peningavandræðum Simmons þá er kannski von um að menn fái að sjá hann mæta aftur í vinnuna og kannski fara að spila á ný með Sixers liðinu. Ben Simmons er frábær leikmaður, öflugur leikstjórnandi og frábær varnarmaður. Hann er aftur á móti mjög lélegur skotmaður og þoldi greinilega ekki pressuna að spila á stóra sviðinu í úrslitakeppninni.
NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira