Covid bjargaði mér út úr ofbeldissambandi Stefán Árni Pálsson skrifar 26. nóvember 2021 11:31 Helgi komst út úr margra ára ofbeldissambandi. vísir/helgi ómars Helgi Ómarsson er ljósmyndari, fyrirsæta, stýrir hlaðvarpi, skrifar pistla á Trendnet og margt fleira. Helgi er gestur vikunnar í Einkalífinu. Fyrir nokkrum vikum opnaði hann sig um andlegt ofbeldissamband sem hann var í í nokkur ár með sínum fyrrverandi manni í Danmörku. Hann segir að það hafi tekið á að vinna sig út úr þeim aðstæðum og leið honum oft eins og fanga í sambandinu. „Hann vildi að ég yrði reiður og hann vildi að ég myndi æsa mig. Ég er mjög rólegur gaur og það leiðinlegasta sem ég geri er að rífast. Þetta varð hægt og rólega rosalega mikið áreiti en öll þessi ár var ég rosalega blindur,“ segir Helgi sem komst út úr sambandinu og má í raun þakka Covid fyrir það. „Ég fann að ég var lokaður inni í landi og tilhugsunin að eitthvað kæmi fyrir var hræðileg og mér leið náttúrulega alls ekki vel í Köben. Ég fattaði þarna að þetta væri leiðin mín út. Ég hafði reynt oft áður en um leið og hann fann lyktina af því að ég væri að efast eitthvað komu gjafir, ást, kynlíf og ég bara vá hann er kominn aftur. En þarna var þetta orðið mjög alvarlegt og þarna mátti ég ekki vinna þar sem ég var í vinnu þar sem við vorum send heim. Í þessum aðstæðum er allt nýtt gegn þér sem ástæða til að beita ofbeldi.“ Klippa: Einkalífið - Helgi Ómarsson Helgi segist þarna hafa verið kominn með mikla andlega og líkamlega kvilla. „Ég er þarna bara orðinn veikur. Ég var alltaf lasinn, ég var búinn að fitna og orðinn lélegur í líkamanum og algjörlega búinn á því. Þetta er afleiðing ofbeldis og ég kominn með mikla félagsfælni þarna. Skömmin var orðin mikil en skömmin getur ekki lifað af ef maður talar um þetta og þess vegna sit ég hérna á móti þér og tala um þetta. Ég segist þarna ætla fara til mömmu og pabba og reyna vinna eitthvað heima og segist ætla koma aftur heim eftir mánuð. Ég bóka einn miða og þegar ég kem heim leið mér eins og ég væri að koma úr fangelsi. Það var annaðhvort að fara til baka og deyja einhvern veginn, ekki í alvörunni en það mun eitthvað deyja. Þetta tókst,“ segir Helgi sem varð að skilja allt eftir í Danmörku og meðal annars hundinn sinn sem honum þykir gríðarlega vænt um. Í þættinum talar Helgi einnig um þættina Falleg íslensk heimili, ljósmyndun, Trendnet og upphafi af þeirri síðu, hlaðvarpið hans og margt fleira. Einkalífið Heimilisofbeldi Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
Fyrir nokkrum vikum opnaði hann sig um andlegt ofbeldissamband sem hann var í í nokkur ár með sínum fyrrverandi manni í Danmörku. Hann segir að það hafi tekið á að vinna sig út úr þeim aðstæðum og leið honum oft eins og fanga í sambandinu. „Hann vildi að ég yrði reiður og hann vildi að ég myndi æsa mig. Ég er mjög rólegur gaur og það leiðinlegasta sem ég geri er að rífast. Þetta varð hægt og rólega rosalega mikið áreiti en öll þessi ár var ég rosalega blindur,“ segir Helgi sem komst út úr sambandinu og má í raun þakka Covid fyrir það. „Ég fann að ég var lokaður inni í landi og tilhugsunin að eitthvað kæmi fyrir var hræðileg og mér leið náttúrulega alls ekki vel í Köben. Ég fattaði þarna að þetta væri leiðin mín út. Ég hafði reynt oft áður en um leið og hann fann lyktina af því að ég væri að efast eitthvað komu gjafir, ást, kynlíf og ég bara vá hann er kominn aftur. En þarna var þetta orðið mjög alvarlegt og þarna mátti ég ekki vinna þar sem ég var í vinnu þar sem við vorum send heim. Í þessum aðstæðum er allt nýtt gegn þér sem ástæða til að beita ofbeldi.“ Klippa: Einkalífið - Helgi Ómarsson Helgi segist þarna hafa verið kominn með mikla andlega og líkamlega kvilla. „Ég er þarna bara orðinn veikur. Ég var alltaf lasinn, ég var búinn að fitna og orðinn lélegur í líkamanum og algjörlega búinn á því. Þetta er afleiðing ofbeldis og ég kominn með mikla félagsfælni þarna. Skömmin var orðin mikil en skömmin getur ekki lifað af ef maður talar um þetta og þess vegna sit ég hérna á móti þér og tala um þetta. Ég segist þarna ætla fara til mömmu og pabba og reyna vinna eitthvað heima og segist ætla koma aftur heim eftir mánuð. Ég bóka einn miða og þegar ég kem heim leið mér eins og ég væri að koma úr fangelsi. Það var annaðhvort að fara til baka og deyja einhvern veginn, ekki í alvörunni en það mun eitthvað deyja. Þetta tókst,“ segir Helgi sem varð að skilja allt eftir í Danmörku og meðal annars hundinn sinn sem honum þykir gríðarlega vænt um. Í þættinum talar Helgi einnig um þættina Falleg íslensk heimili, ljósmyndun, Trendnet og upphafi af þeirri síðu, hlaðvarpið hans og margt fleira.
Einkalífið Heimilisofbeldi Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira