Covid bjargaði mér út úr ofbeldissambandi Stefán Árni Pálsson skrifar 26. nóvember 2021 11:31 Helgi komst út úr margra ára ofbeldissambandi. vísir/helgi ómars Helgi Ómarsson er ljósmyndari, fyrirsæta, stýrir hlaðvarpi, skrifar pistla á Trendnet og margt fleira. Helgi er gestur vikunnar í Einkalífinu. Fyrir nokkrum vikum opnaði hann sig um andlegt ofbeldissamband sem hann var í í nokkur ár með sínum fyrrverandi manni í Danmörku. Hann segir að það hafi tekið á að vinna sig út úr þeim aðstæðum og leið honum oft eins og fanga í sambandinu. „Hann vildi að ég yrði reiður og hann vildi að ég myndi æsa mig. Ég er mjög rólegur gaur og það leiðinlegasta sem ég geri er að rífast. Þetta varð hægt og rólega rosalega mikið áreiti en öll þessi ár var ég rosalega blindur,“ segir Helgi sem komst út úr sambandinu og má í raun þakka Covid fyrir það. „Ég fann að ég var lokaður inni í landi og tilhugsunin að eitthvað kæmi fyrir var hræðileg og mér leið náttúrulega alls ekki vel í Köben. Ég fattaði þarna að þetta væri leiðin mín út. Ég hafði reynt oft áður en um leið og hann fann lyktina af því að ég væri að efast eitthvað komu gjafir, ást, kynlíf og ég bara vá hann er kominn aftur. En þarna var þetta orðið mjög alvarlegt og þarna mátti ég ekki vinna þar sem ég var í vinnu þar sem við vorum send heim. Í þessum aðstæðum er allt nýtt gegn þér sem ástæða til að beita ofbeldi.“ Klippa: Einkalífið - Helgi Ómarsson Helgi segist þarna hafa verið kominn með mikla andlega og líkamlega kvilla. „Ég er þarna bara orðinn veikur. Ég var alltaf lasinn, ég var búinn að fitna og orðinn lélegur í líkamanum og algjörlega búinn á því. Þetta er afleiðing ofbeldis og ég kominn með mikla félagsfælni þarna. Skömmin var orðin mikil en skömmin getur ekki lifað af ef maður talar um þetta og þess vegna sit ég hérna á móti þér og tala um þetta. Ég segist þarna ætla fara til mömmu og pabba og reyna vinna eitthvað heima og segist ætla koma aftur heim eftir mánuð. Ég bóka einn miða og þegar ég kem heim leið mér eins og ég væri að koma úr fangelsi. Það var annaðhvort að fara til baka og deyja einhvern veginn, ekki í alvörunni en það mun eitthvað deyja. Þetta tókst,“ segir Helgi sem varð að skilja allt eftir í Danmörku og meðal annars hundinn sinn sem honum þykir gríðarlega vænt um. Í þættinum talar Helgi einnig um þættina Falleg íslensk heimili, ljósmyndun, Trendnet og upphafi af þeirri síðu, hlaðvarpið hans og margt fleira. Einkalífið Heimilisofbeldi Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Sjá meira
Fyrir nokkrum vikum opnaði hann sig um andlegt ofbeldissamband sem hann var í í nokkur ár með sínum fyrrverandi manni í Danmörku. Hann segir að það hafi tekið á að vinna sig út úr þeim aðstæðum og leið honum oft eins og fanga í sambandinu. „Hann vildi að ég yrði reiður og hann vildi að ég myndi æsa mig. Ég er mjög rólegur gaur og það leiðinlegasta sem ég geri er að rífast. Þetta varð hægt og rólega rosalega mikið áreiti en öll þessi ár var ég rosalega blindur,“ segir Helgi sem komst út úr sambandinu og má í raun þakka Covid fyrir það. „Ég fann að ég var lokaður inni í landi og tilhugsunin að eitthvað kæmi fyrir var hræðileg og mér leið náttúrulega alls ekki vel í Köben. Ég fattaði þarna að þetta væri leiðin mín út. Ég hafði reynt oft áður en um leið og hann fann lyktina af því að ég væri að efast eitthvað komu gjafir, ást, kynlíf og ég bara vá hann er kominn aftur. En þarna var þetta orðið mjög alvarlegt og þarna mátti ég ekki vinna þar sem ég var í vinnu þar sem við vorum send heim. Í þessum aðstæðum er allt nýtt gegn þér sem ástæða til að beita ofbeldi.“ Klippa: Einkalífið - Helgi Ómarsson Helgi segist þarna hafa verið kominn með mikla andlega og líkamlega kvilla. „Ég er þarna bara orðinn veikur. Ég var alltaf lasinn, ég var búinn að fitna og orðinn lélegur í líkamanum og algjörlega búinn á því. Þetta er afleiðing ofbeldis og ég kominn með mikla félagsfælni þarna. Skömmin var orðin mikil en skömmin getur ekki lifað af ef maður talar um þetta og þess vegna sit ég hérna á móti þér og tala um þetta. Ég segist þarna ætla fara til mömmu og pabba og reyna vinna eitthvað heima og segist ætla koma aftur heim eftir mánuð. Ég bóka einn miða og þegar ég kem heim leið mér eins og ég væri að koma úr fangelsi. Það var annaðhvort að fara til baka og deyja einhvern veginn, ekki í alvörunni en það mun eitthvað deyja. Þetta tókst,“ segir Helgi sem varð að skilja allt eftir í Danmörku og meðal annars hundinn sinn sem honum þykir gríðarlega vænt um. Í þættinum talar Helgi einnig um þættina Falleg íslensk heimili, ljósmyndun, Trendnet og upphafi af þeirri síðu, hlaðvarpið hans og margt fleira.
Einkalífið Heimilisofbeldi Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Sjá meira