Abidal grátbiður eiginkonuna um fyrirgefningu eftir framhjáhaldið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. nóvember 2021 13:01 Eric Abidal og Hayet Abidal hafa verið gift síðan 2003. getty/Jean Catuffe Eric Abidal, fyrrverandi leikmaður Barcelona og franska landsliðsins, hefur grátbeðið eiginkonu sína, Hayet, um að fyrirgefa sér framhjáhald með fótboltakonunni Kheiru Hamraoui. Abidal er talinn hafa átt í ástarsambandi við Hamraoui. Hann var yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona þegar hún lék með liðinu. Sem kunnugt er réðust tveir grímuklæddir menn á Hamraoui fyrir utan heimili hennar fyrr í þessum mánuði og börðu hana í fæturna með járnrörum. Samherji Hamraouis hjá Paris Saint-Germain, Aminata Diallo, var handtekin grunuð um að hafa skipulagt árásina en sleppt eftir yfirheyrslu. Grunurinn beindist svo að Abidal-hjónunum eftir að í ljós kom að SIM-kort Hamraouis var skráð á Eric Abidal. Þá áttu árásarmennirnir að hafa öskrað á hana að hætta að sænga hjá giftum mönnum. Talið er að Abidal og Hamraoui hafi átt í ástarsambandi og eiginkona hans til átján ára, Hayet, hefur beðið um skilnað. Í yfirlýsingu frá lögmönnum hennar í síðustu viku kom fram að Abidal hafi viðurkennt að hafa haldið framhjá henni með Hamraoui. Abidal er greinilega nokkuð örvæntingarfullur því í gær birti hann færslu á Instagram þar sem hann grátbað Hayet um að fyrirgefa sér. „Hvaða ákvörðun sem þú tekur verður þú alltaf konan í mínu lífi og sérstaklega móðir stórkostlegu barnanna okkar. Ég á þessa auðmýkingu skilið þótt hún drepi mig. Vonandi mun guð fyrirgefa mér einn daginn,“ skrifaði Abidal á Instagram. Þau Hayet hafa verið gift síðan 2003 og eiga fimm börn saman. Abidal lék með Barcelona á árunum 2007-13 og var svo yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu 2018-20. Árásin á Kheiru Hamraoui Franski boltinn Frakkland Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira
Abidal er talinn hafa átt í ástarsambandi við Hamraoui. Hann var yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona þegar hún lék með liðinu. Sem kunnugt er réðust tveir grímuklæddir menn á Hamraoui fyrir utan heimili hennar fyrr í þessum mánuði og börðu hana í fæturna með járnrörum. Samherji Hamraouis hjá Paris Saint-Germain, Aminata Diallo, var handtekin grunuð um að hafa skipulagt árásina en sleppt eftir yfirheyrslu. Grunurinn beindist svo að Abidal-hjónunum eftir að í ljós kom að SIM-kort Hamraouis var skráð á Eric Abidal. Þá áttu árásarmennirnir að hafa öskrað á hana að hætta að sænga hjá giftum mönnum. Talið er að Abidal og Hamraoui hafi átt í ástarsambandi og eiginkona hans til átján ára, Hayet, hefur beðið um skilnað. Í yfirlýsingu frá lögmönnum hennar í síðustu viku kom fram að Abidal hafi viðurkennt að hafa haldið framhjá henni með Hamraoui. Abidal er greinilega nokkuð örvæntingarfullur því í gær birti hann færslu á Instagram þar sem hann grátbað Hayet um að fyrirgefa sér. „Hvaða ákvörðun sem þú tekur verður þú alltaf konan í mínu lífi og sérstaklega móðir stórkostlegu barnanna okkar. Ég á þessa auðmýkingu skilið þótt hún drepi mig. Vonandi mun guð fyrirgefa mér einn daginn,“ skrifaði Abidal á Instagram. Þau Hayet hafa verið gift síðan 2003 og eiga fimm börn saman. Abidal lék með Barcelona á árunum 2007-13 og var svo yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu 2018-20.
Árásin á Kheiru Hamraoui Franski boltinn Frakkland Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti