Fengu blauta tusku í andlitið en vöknuðu aftur í framlengingu Sindri Sverrisson skrifar 24. nóvember 2021 07:30 Luka Doncic mætti aftur til leiks í gærkvöld og um það munaði svo sannarlega. AP/John McCoy Luka Doncic sneri aftur eftir meiðsli í framlengdum leik Dallas Mavericks gegn LA Clippers. Dallas missti niður tíu stiga forskot seint í fjórða leikhluta en vann í framlengingu, 112-104. Heimamenn í Clippers náðu með ótrúlegum hætti að tryggja sér framlengingu en þeir skoruðu ellefu af síðustu tólf stigunum í venjulegum leiktíma. Þar á meðal var þriggja stiga flautukarfa Paul George úr erfiðri stöðu í horninu. Another look at Paul George's WILD shot to force OT Watch on League Pass: https://t.co/5QqkBhf1W0 pic.twitter.com/Q01PfE91cf— NBA (@NBA) November 24, 2021 Þessi blauta tuska í andlitið frá George vakti gestina sem skoruðu fyrstu sjö stigin í framlengingunni og héldu Clippers í aðeins einu stigi í allri framlengingunni. Doncic hafði misst af síðustu þremur leikjum, sem allir töpuðust. Slóveninn skoraði 26 stig, tók níu fráköst og gaf níu stoðsendingar. Kristaps Porzingis var hins vegar stigahæstur hjá Dallas með 30 stig. Hjá Clippers var Reggie Jackson með 31 stig og 10 fráköst en George skoraði 26 stig. Lakers án James og Davis spilaði veikur Los Angeles Lakers urðu að sætta sig við 106-100 tap gegn New York Knicks í Madison Square Garden, í leiknum sem LeBron James missti af vegna síns fyrsta leikbanns á ferlinum. Ekki bætti úr skák fyrir Lakers að Anthony Davis hafði verið veikur yfir daginn og mætti í hús aðeins 45 mínútum fyrir leik og hitti illa úr skotunum sínum þó að hann hafi endað með 20 stig. Knicks komust 25 stigum yfir í leiknum en glutruðu niður forskotinu, áður en þeim tókst að lokum að tryggja sér sigur í lokin. Evan Fournier skoraði 26 stig fyrir heimamenn og Julius Randle 20 auk þess að taka 16 fráköst. Úrslitin í nótt: Detroit 92-100 Miami New York 106-100 LA Lakers Portland 119-100 Denver LA Clippers 104-112 (e. framl.) Dallas NBA Körfubolti Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Fleiri fréttir Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjá meira
Heimamenn í Clippers náðu með ótrúlegum hætti að tryggja sér framlengingu en þeir skoruðu ellefu af síðustu tólf stigunum í venjulegum leiktíma. Þar á meðal var þriggja stiga flautukarfa Paul George úr erfiðri stöðu í horninu. Another look at Paul George's WILD shot to force OT Watch on League Pass: https://t.co/5QqkBhf1W0 pic.twitter.com/Q01PfE91cf— NBA (@NBA) November 24, 2021 Þessi blauta tuska í andlitið frá George vakti gestina sem skoruðu fyrstu sjö stigin í framlengingunni og héldu Clippers í aðeins einu stigi í allri framlengingunni. Doncic hafði misst af síðustu þremur leikjum, sem allir töpuðust. Slóveninn skoraði 26 stig, tók níu fráköst og gaf níu stoðsendingar. Kristaps Porzingis var hins vegar stigahæstur hjá Dallas með 30 stig. Hjá Clippers var Reggie Jackson með 31 stig og 10 fráköst en George skoraði 26 stig. Lakers án James og Davis spilaði veikur Los Angeles Lakers urðu að sætta sig við 106-100 tap gegn New York Knicks í Madison Square Garden, í leiknum sem LeBron James missti af vegna síns fyrsta leikbanns á ferlinum. Ekki bætti úr skák fyrir Lakers að Anthony Davis hafði verið veikur yfir daginn og mætti í hús aðeins 45 mínútum fyrir leik og hitti illa úr skotunum sínum þó að hann hafi endað með 20 stig. Knicks komust 25 stigum yfir í leiknum en glutruðu niður forskotinu, áður en þeim tókst að lokum að tryggja sér sigur í lokin. Evan Fournier skoraði 26 stig fyrir heimamenn og Julius Randle 20 auk þess að taka 16 fráköst. Úrslitin í nótt: Detroit 92-100 Miami New York 106-100 LA Lakers Portland 119-100 Denver LA Clippers 104-112 (e. framl.) Dallas
Úrslitin í nótt: Detroit 92-100 Miami New York 106-100 LA Lakers Portland 119-100 Denver LA Clippers 104-112 (e. framl.) Dallas
NBA Körfubolti Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Fleiri fréttir Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjá meira