Eigendur Liverpool vilja kaupa annað íþróttafélag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2021 10:00 John Henry og eignkona hans Linda Pizzuti Henry eftir Meistaradeildarsigur Liverpool liðsins árið 2019. Getty/John Powell Eigendur Liverpool hafa ekki verið tilbúnir að eyða mikið í nýja leikmenn síðustu árin en þeir vilja aftur á móti eignast annað íþróttafélag. Fenway Sports Group eignarhaldsfélagið er nú sagt komið langt með það að kaupa bandaríska íshokkífélagið Pittsburgh Penguins og kaupverðið er sagt vera meira 112 milljarðar íslenskra króna. NEW: Fenway Sports Group is in advanced talks to purchase the Pittsburgh Penguins. The group, principally owned by John Henry, owns the Boston Red Sox and Liverpool FC and is part owner of the Roush Fenway Keselowski Racing NASCAR team. #awlive [wall street journal] pic.twitter.com/gluvBk52KU— Anfield Watch (@AnfieldWatch) November 16, 2021 John W. Henry stofnaði eignarhaldsfélagið fyrir tveimur áratugum og þeir keyptu fyrst bandaríska hafnarboltafélagið Boston Red Sox árið 2002. Það er nú orðið eitt verðmætasta hafnarboltafélag heims. Seinna keypti Fenway Sports Group enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool og helminginn í NASCAR félaginu Roush Fenway Racing. Félögin þrjú eru nú átta milljarða Bandaríkjadala virði. Nýjasta félagið í hópnum gæti verið lið sem er líklegt til afreka. Pittsburgh Penguins er eitt af stóru félögunum í bandaríska íshokkíinu og hefur unnið Stanley bikarinn tvisvar á síðustu fimm árum. Ron Burkle og fyrrum leikmaðurinn Mario Lemieux eignuðust Penguins félagið árið 1999 þegar það var við það að vera gjaldþrota. Lemieux var þá leikmaður þess sem félagið skuldaði meira en fjörutíu milljónir dollara í laun. Hann samþykkti að eignast hlut í félaginu í stað skuldarinnar. Why Liverpool owners FSG are making £600m move for new team.@_DavePowell with the latest #LFC https://t.co/0PbRt0kpxV— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) November 17, 2021 Nú lítur út fyrir að John W Henry og félagar ætti að borga 855 milljónir Bandaríkjadala fyrir bandaríska NHL-félagið samkvæmt frétt Wall Street Journal. Eigendurnir ætluðu sér ekki að selja félagið en tilboðið frá eigendum Liverpool virðist vera það gott að þeir séu til. Það hjálpar líka örugglega að allir yfirmenn munu halda sínum störfum og nú verðandi fyrrum eigandi, Lemieux, fær að vera áfram stjórnarformaður. Enski boltinn Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Sjá meira
Fenway Sports Group eignarhaldsfélagið er nú sagt komið langt með það að kaupa bandaríska íshokkífélagið Pittsburgh Penguins og kaupverðið er sagt vera meira 112 milljarðar íslenskra króna. NEW: Fenway Sports Group is in advanced talks to purchase the Pittsburgh Penguins. The group, principally owned by John Henry, owns the Boston Red Sox and Liverpool FC and is part owner of the Roush Fenway Keselowski Racing NASCAR team. #awlive [wall street journal] pic.twitter.com/gluvBk52KU— Anfield Watch (@AnfieldWatch) November 16, 2021 John W. Henry stofnaði eignarhaldsfélagið fyrir tveimur áratugum og þeir keyptu fyrst bandaríska hafnarboltafélagið Boston Red Sox árið 2002. Það er nú orðið eitt verðmætasta hafnarboltafélag heims. Seinna keypti Fenway Sports Group enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool og helminginn í NASCAR félaginu Roush Fenway Racing. Félögin þrjú eru nú átta milljarða Bandaríkjadala virði. Nýjasta félagið í hópnum gæti verið lið sem er líklegt til afreka. Pittsburgh Penguins er eitt af stóru félögunum í bandaríska íshokkíinu og hefur unnið Stanley bikarinn tvisvar á síðustu fimm árum. Ron Burkle og fyrrum leikmaðurinn Mario Lemieux eignuðust Penguins félagið árið 1999 þegar það var við það að vera gjaldþrota. Lemieux var þá leikmaður þess sem félagið skuldaði meira en fjörutíu milljónir dollara í laun. Hann samþykkti að eignast hlut í félaginu í stað skuldarinnar. Why Liverpool owners FSG are making £600m move for new team.@_DavePowell with the latest #LFC https://t.co/0PbRt0kpxV— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) November 17, 2021 Nú lítur út fyrir að John W Henry og félagar ætti að borga 855 milljónir Bandaríkjadala fyrir bandaríska NHL-félagið samkvæmt frétt Wall Street Journal. Eigendurnir ætluðu sér ekki að selja félagið en tilboðið frá eigendum Liverpool virðist vera það gott að þeir séu til. Það hjálpar líka örugglega að allir yfirmenn munu halda sínum störfum og nú verðandi fyrrum eigandi, Lemieux, fær að vera áfram stjórnarformaður.
Enski boltinn Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Sjá meira