Flösku aftur grýtt í Payet og óöldin lengist í frönskum fótbolta Sindri Sverrisson skrifar 22. nóvember 2021 11:00 Dimitri Payet fékk flösku í hausinn í Lyon í gærkvöld. Skjáskot Ólæti áhorfenda halda áfram að varpa skugga á leiktíðina í frönsku 1. deildinni í fótbolta. Í gær varð að blása af leik Lyon og Marseille eftir að flösku var kastað í höfuð Dimitri Payet á fimmtu mínútu leiksins. Þetta er í annað sinn á leiktíðinni þar sem að Payet, sem er landsliðsmaður Frakklands og fyrrverandi leikmaður West Ham, fær flösku í hausinn í leik með Marseille. Payet var að taka hornspyrnu þegar stuðningsmaður heimamanna í Lyon kastaði flösku í höfuð hans. Payet féll til jarðar en gat svo stigið upp eftir að búið var að huga að honum. Dómari leiksins sendi bæði lið til búningsklefa. Supporting our captain, @dimpayet17 #OLOM | pic.twitter.com/9rcwy6RoGr— Olympique de Marseille (@OM_English) November 21, 2021 Eftir um 75 mínútna bið tilkynnti vallarþulur að leikurinn myndi hefjast að nýju og leikmenn Lyon skokkuðu út á völl. Það gerðu Payet og félagar í Marseille hins vegar ekki enda mun Payet hafa verið í áfalli yfir því sem gerðist. „Hann er andlega særður“ Á endanum tók dómarinn þá ákvörðun að leikurinn hæfist ekki að nýju og óvíst er hvenær hann verður kláraður. Strax í upphitun varð Payet fyrir aðkasti þegar stuðningsmenn Lyon létu niðrandi athugasemdum rigna yfir hann. „Hann er andlega særður,“ sagði Pablo Longoria, forseti Marseille. „Það sem er í gangi hérna er ekki eðlilegt. Við höfum alltaf fordæmt allt ofbeldi,“ sagði Longoria. Áhorfandinn sem henti flöskunni fannst og var honum vikið af leikvanginum, eftir að hafa fengið kinnhest frá öðrum stuðningsmanni Lyon. The Lyon fan who threw the bottle at Dimitri Payet was slapped by his own fans after the game with Marseille was suspended.pic.twitter.com/TLsNGoXFkw— Sam Street (@samstreetwrites) November 21, 2021 Jean-Michel Aulas, forseti Lyon, sagði að í ljósi þess að hinn brotlegi hefði verið handtekinn hefði „engin hætta verið á að aftur skapaðist hættuástand“, og kenndi hann Marseille um að leikurinn hefði ekki hafist að nýju. Síðast kastaði Payet flöskunni til baka Payet fékk einnig flösku í hausinn í leik gegn Nice í ágúst, og svaraði þá fyrir sig með því að kasta flöskunni til baka. Þá sauð allt upp úr, áhorfendur brutu sér leið inn á völlinn og flauta þurfti leikinn af. Nokkur fleiri dæmi eru um mikil ólæti stuðningsmanna á leikjum í frönsku deildinni í haust. Unglingur meiddist þegar sæti var kastað á leik PSG og Lyon í september. Stuðningsmenn réðust inn á völlinn í leik Lens og Lille í sama mánuði eftir að áflog brutust út í stúkunni. Í október tafðist leikur Saint-Etienne og Angers um klukkutíma eftir að stuðningsmenn brutust inn á völlinn og blysum var kastað. Fleiri dæmi mætti nefna. „Eftir svona kvöld og miðað við þá stöðu sem við erum í þá held ég að franskur fótbolti þurfi að íhuga vandlega hvernig við komum í veg fyrir þessi atvik,“ sagði Longoria. Franski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Sjá meira
Þetta er í annað sinn á leiktíðinni þar sem að Payet, sem er landsliðsmaður Frakklands og fyrrverandi leikmaður West Ham, fær flösku í hausinn í leik með Marseille. Payet var að taka hornspyrnu þegar stuðningsmaður heimamanna í Lyon kastaði flösku í höfuð hans. Payet féll til jarðar en gat svo stigið upp eftir að búið var að huga að honum. Dómari leiksins sendi bæði lið til búningsklefa. Supporting our captain, @dimpayet17 #OLOM | pic.twitter.com/9rcwy6RoGr— Olympique de Marseille (@OM_English) November 21, 2021 Eftir um 75 mínútna bið tilkynnti vallarþulur að leikurinn myndi hefjast að nýju og leikmenn Lyon skokkuðu út á völl. Það gerðu Payet og félagar í Marseille hins vegar ekki enda mun Payet hafa verið í áfalli yfir því sem gerðist. „Hann er andlega særður“ Á endanum tók dómarinn þá ákvörðun að leikurinn hæfist ekki að nýju og óvíst er hvenær hann verður kláraður. Strax í upphitun varð Payet fyrir aðkasti þegar stuðningsmenn Lyon létu niðrandi athugasemdum rigna yfir hann. „Hann er andlega særður,“ sagði Pablo Longoria, forseti Marseille. „Það sem er í gangi hérna er ekki eðlilegt. Við höfum alltaf fordæmt allt ofbeldi,“ sagði Longoria. Áhorfandinn sem henti flöskunni fannst og var honum vikið af leikvanginum, eftir að hafa fengið kinnhest frá öðrum stuðningsmanni Lyon. The Lyon fan who threw the bottle at Dimitri Payet was slapped by his own fans after the game with Marseille was suspended.pic.twitter.com/TLsNGoXFkw— Sam Street (@samstreetwrites) November 21, 2021 Jean-Michel Aulas, forseti Lyon, sagði að í ljósi þess að hinn brotlegi hefði verið handtekinn hefði „engin hætta verið á að aftur skapaðist hættuástand“, og kenndi hann Marseille um að leikurinn hefði ekki hafist að nýju. Síðast kastaði Payet flöskunni til baka Payet fékk einnig flösku í hausinn í leik gegn Nice í ágúst, og svaraði þá fyrir sig með því að kasta flöskunni til baka. Þá sauð allt upp úr, áhorfendur brutu sér leið inn á völlinn og flauta þurfti leikinn af. Nokkur fleiri dæmi eru um mikil ólæti stuðningsmanna á leikjum í frönsku deildinni í haust. Unglingur meiddist þegar sæti var kastað á leik PSG og Lyon í september. Stuðningsmenn réðust inn á völlinn í leik Lens og Lille í sama mánuði eftir að áflog brutust út í stúkunni. Í október tafðist leikur Saint-Etienne og Angers um klukkutíma eftir að stuðningsmenn brutust inn á völlinn og blysum var kastað. Fleiri dæmi mætti nefna. „Eftir svona kvöld og miðað við þá stöðu sem við erum í þá held ég að franskur fótbolti þurfi að íhuga vandlega hvernig við komum í veg fyrir þessi atvik,“ sagði Longoria.
Franski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Sjá meira