Stuðningsmaður kærður fyrir líkamsárás en leikmaðurinn fékk rautt spjald Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2021 09:30 Funso Ojo var hissa á rauða spjaldinu og hann var ekki sá eini. Getty/Scott Baxter Þau geta stundum verið frekar ósanngjörn rauðu spjöldin sem knattspyrnuleikmenn fá og gott dæmi um það var í leik Aberdeen og Dundee United í skosku deildinni um helgina. Maður hefur verið ákærður fyrir árás á Aberdeen leikmanninn Funso Ojo en það breytir því að Ojo fékk ekki að klára leikinn eftir atvikið. Ojo hljóp á eftir boltanum sem hafði farið út af vellinum og endaði hann fyrir framan stúkuna þar sem stuðningsmenn mótherjanna í Dundee United voru. Hann hafði stokkið yfir auglýsingaskilti en náði að stoppa sig áður en hann kom að stúkunni. Stuðningsmaður Dundee United tók sig þá til og hrinti Ojo. Það fauk skiljanlega í Aberdeen leikmanninn en hann lét sér nægja að öskra á stuðningsmanninn. Áður en honum var hrint var ekki að sjá að belgíski knattspyrnumaðurinn hefði gert neitt til að réttlæta þessar móttökur frá þessum stuðningsmanni andstæðinganna. Funso Ojo með stuðningsmanni Aberdeen en hann var ekki eins vinsæll hjá stuðningsmanni Dundee United um helgina.Getty/Paul Devlin Dómari leiksns sýndi Ojo aftur á móti enga miskunn og gaf honum sitt annað gula spjald og þar með rautt spjald. Ojo og félagar í Aberdeen höfðu verið manni fleiri eftir að Ryan Hedges hjá Dundee United fékk beint rautt spjald á 42. mínútu. Aðeins þremur mínútum síðar kom upp atvikið með Ojo. Þar með var orðið jafnt í liðum og Dundee United skoraði síðan eina mark leiksins tíu mínútum fyrir leikslok þegar Ian Harkess skoraði. 35 ára gamall maður hefur nú verið ákærður fyrir líkamsárás. Honum var sleppt en þarf að mæta seinna fyrir dómara. Það má sjá þetta sérstaka atvik hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Skoski boltinn Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Sjá meira
Maður hefur verið ákærður fyrir árás á Aberdeen leikmanninn Funso Ojo en það breytir því að Ojo fékk ekki að klára leikinn eftir atvikið. Ojo hljóp á eftir boltanum sem hafði farið út af vellinum og endaði hann fyrir framan stúkuna þar sem stuðningsmenn mótherjanna í Dundee United voru. Hann hafði stokkið yfir auglýsingaskilti en náði að stoppa sig áður en hann kom að stúkunni. Stuðningsmaður Dundee United tók sig þá til og hrinti Ojo. Það fauk skiljanlega í Aberdeen leikmanninn en hann lét sér nægja að öskra á stuðningsmanninn. Áður en honum var hrint var ekki að sjá að belgíski knattspyrnumaðurinn hefði gert neitt til að réttlæta þessar móttökur frá þessum stuðningsmanni andstæðinganna. Funso Ojo með stuðningsmanni Aberdeen en hann var ekki eins vinsæll hjá stuðningsmanni Dundee United um helgina.Getty/Paul Devlin Dómari leiksns sýndi Ojo aftur á móti enga miskunn og gaf honum sitt annað gula spjald og þar með rautt spjald. Ojo og félagar í Aberdeen höfðu verið manni fleiri eftir að Ryan Hedges hjá Dundee United fékk beint rautt spjald á 42. mínútu. Aðeins þremur mínútum síðar kom upp atvikið með Ojo. Þar með var orðið jafnt í liðum og Dundee United skoraði síðan eina mark leiksins tíu mínútum fyrir leikslok þegar Ian Harkess skoraði. 35 ára gamall maður hefur nú verið ákærður fyrir líkamsárás. Honum var sleppt en þarf að mæta seinna fyrir dómara. Það má sjá þetta sérstaka atvik hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Skoski boltinn Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Sjá meira