Óvænt orðinn stjarna í Svíþjóð Snorri Másson skrifar 20. nóvember 2021 12:13 Birkir Blær Óðinsson, tvítugur Akureyringur, á sviði með Peter Jöback, einum ástsælasta söngvara Svía. Skjáskot/Idol Sigurganga Akureyringsins Birkis Blæs í sænska Idol-inu heldur áfram. Hann er kominn í fimm manna úrslit og segist allt í einu vera farinn að eygja raunverulegan möguleika á að sigra keppnina. Sænska Idolið er ekkert grín. Áhorfendur eru oft hátt í tvær milljónir og þjóðin fylgist með. Nú ber svo við að ein helsta stjarnan er Íslendingur, Birkir Blær Óðinsson. „Fyrst var ég meira svona að þetta væri bara skemmtilegt tækifæri en nú er komið meira keppnisskap í mann,“ segir Birkir Blær í samtali við fréttastofu. Það eru þrjár vikur eftir af keppninni og spennan magnast. Finnurðu fyrir athyglinni? „Já, reyndar. Það er eiginlega pínu skrýtið, maður er stundum bara stoppaður út á götu og beðinn um myndir, sem er voða spes. En maður er náttúrulega á meðan maður er í keppninni í sjónvarpinu einu sinni í viku,“ segir Birkir. View this post on Instagram A post shared by Birkir Blær (@birkir.blaer) Birkir flutti fyrst til Svíþjóðar fyrir tæpu ári, var að leita að vinnu og var hvattur til að skella sér í prufur. Síðan hefur þetta undið upp á sig - og Birkir kveðst sannarlega ekki hafa gert ráð fyrir þessu fyrir tveimur árum. „Þetta er eiginlega það fyrsta sem ég geri í landinu og ég er ekki einu sinni búinn að finna vinnu á þessum tíma,“ segir Birkir, sem keppir í næstu umferð eftir tæpa viku. Hann er búinn að velja lag - en neitar að ljóstra upp um hernaðarleyndarmálin í bili. Svíþjóð Íslendingar erlendis Hælisleitendur Birkir Blær í sænska Idol Tengdar fréttir Birkir Blær kominn í fimm manna úrslit í Svíþjóð Hinn 21 árs gamli Birkir Blær er nú kominn í fimm manna úrslit í söngvakeppninni Idol í Svíþjóð. Í kvöld duttu tveir keppendur úr leik en Birkir söng dúett með frægum sænskum söngvara. 19. nóvember 2021 23:19 Idol-ævintýri Birkis heldur áfram Hinn 21 árs gamli Birkir Blær er nú kominn í átta manna úrslit í söngvakeppninni Idol í Svíþjóð. Eftir að úrslitin voru kynnt í síðasta þætti flutti hann ABBA-lagið Lay All Your Love On Me sem hann verður dæmdur út frá í næsta þætti. 9. nóvember 2021 15:32 Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Fleiri fréttir Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Sjá meira
Sænska Idolið er ekkert grín. Áhorfendur eru oft hátt í tvær milljónir og þjóðin fylgist með. Nú ber svo við að ein helsta stjarnan er Íslendingur, Birkir Blær Óðinsson. „Fyrst var ég meira svona að þetta væri bara skemmtilegt tækifæri en nú er komið meira keppnisskap í mann,“ segir Birkir Blær í samtali við fréttastofu. Það eru þrjár vikur eftir af keppninni og spennan magnast. Finnurðu fyrir athyglinni? „Já, reyndar. Það er eiginlega pínu skrýtið, maður er stundum bara stoppaður út á götu og beðinn um myndir, sem er voða spes. En maður er náttúrulega á meðan maður er í keppninni í sjónvarpinu einu sinni í viku,“ segir Birkir. View this post on Instagram A post shared by Birkir Blær (@birkir.blaer) Birkir flutti fyrst til Svíþjóðar fyrir tæpu ári, var að leita að vinnu og var hvattur til að skella sér í prufur. Síðan hefur þetta undið upp á sig - og Birkir kveðst sannarlega ekki hafa gert ráð fyrir þessu fyrir tveimur árum. „Þetta er eiginlega það fyrsta sem ég geri í landinu og ég er ekki einu sinni búinn að finna vinnu á þessum tíma,“ segir Birkir, sem keppir í næstu umferð eftir tæpa viku. Hann er búinn að velja lag - en neitar að ljóstra upp um hernaðarleyndarmálin í bili.
Svíþjóð Íslendingar erlendis Hælisleitendur Birkir Blær í sænska Idol Tengdar fréttir Birkir Blær kominn í fimm manna úrslit í Svíþjóð Hinn 21 árs gamli Birkir Blær er nú kominn í fimm manna úrslit í söngvakeppninni Idol í Svíþjóð. Í kvöld duttu tveir keppendur úr leik en Birkir söng dúett með frægum sænskum söngvara. 19. nóvember 2021 23:19 Idol-ævintýri Birkis heldur áfram Hinn 21 árs gamli Birkir Blær er nú kominn í átta manna úrslit í söngvakeppninni Idol í Svíþjóð. Eftir að úrslitin voru kynnt í síðasta þætti flutti hann ABBA-lagið Lay All Your Love On Me sem hann verður dæmdur út frá í næsta þætti. 9. nóvember 2021 15:32 Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Fleiri fréttir Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Sjá meira
Birkir Blær kominn í fimm manna úrslit í Svíþjóð Hinn 21 árs gamli Birkir Blær er nú kominn í fimm manna úrslit í söngvakeppninni Idol í Svíþjóð. Í kvöld duttu tveir keppendur úr leik en Birkir söng dúett með frægum sænskum söngvara. 19. nóvember 2021 23:19
Idol-ævintýri Birkis heldur áfram Hinn 21 árs gamli Birkir Blær er nú kominn í átta manna úrslit í söngvakeppninni Idol í Svíþjóð. Eftir að úrslitin voru kynnt í síðasta þætti flutti hann ABBA-lagið Lay All Your Love On Me sem hann verður dæmdur út frá í næsta þætti. 9. nóvember 2021 15:32