Pippen segir að Jordan hafi eyðilagt körfuboltann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. nóvember 2021 10:02 Eitthvað hefur slest upp á vinskapinn hjá Scottie Pippen og Michael Jordan. getty/Barry Brecheisen Scottie Pippen virðist eiga einhverjar óuppgerðar sakir við sinn gamla samherja, Michael Jordan, og sendir honum tóninn í nýútkominni ævisögu sinni, Unguarded. Í bókinni gengur Pippen meira að segja svo langt að segja að maðurinn sem flestir telja besta körfuboltamann allra tíma hafi eyðilagt íþróttina. „Ég geng svo langt að segja að Mike eyðilagði körfubolta. Á 9. áratugnum vildu allir hreyfa boltanum og gefa hann til að hjálpa liðinu. Það hætti á 10. áratugnum. Krakkar vildu vera eins og Jordan,“ segir Pippen í bókinni. „Mike vildi ekki gefa boltann, vildi ekki frákasta eða dekka besta leikmann andstæðinganna. Hann vildi að allt yrði gert fyrir hann.“ Pippen telur að LeBron James sé betri leikmaður en Jordan var. „Þess vegna hef ég alltaf haldið því fram að LeBron sé besti leikmaður í sögu íþróttarinnar. Hann gerir allt og kjarnar það sem leikurinn snýst um.“ Pippen er meðal annars ósáttur við þá mynd sem dregin var upp af honum og öðrum leikmönnum Chicago Bulls í heimildaþáttunum The Last Dance. Hann sagðist hafa verið lítið annað en leikmunur í þeim og Jordan hefði ekki getað sýnt honu meira yfirlæti. Þá var Pippen ósáttur við að hafa ekki fengið krónu fyrir sína aðkomu að The Last Dance á meðan Jordan fékk fúlgur fjár. Þeir Jordan léku saman með Chicago á árunum 1987-98 fyrir utan eitt og hálft tímabil þegar Jordan spilaði hafnabolta. Á þessum tíma varð Chicago sex sinnum NBA-meistari auk þess sem Jordan og Pippen voru í sigurliði Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum 1992, draumaliðinu svokallaða. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Í bókinni gengur Pippen meira að segja svo langt að segja að maðurinn sem flestir telja besta körfuboltamann allra tíma hafi eyðilagt íþróttina. „Ég geng svo langt að segja að Mike eyðilagði körfubolta. Á 9. áratugnum vildu allir hreyfa boltanum og gefa hann til að hjálpa liðinu. Það hætti á 10. áratugnum. Krakkar vildu vera eins og Jordan,“ segir Pippen í bókinni. „Mike vildi ekki gefa boltann, vildi ekki frákasta eða dekka besta leikmann andstæðinganna. Hann vildi að allt yrði gert fyrir hann.“ Pippen telur að LeBron James sé betri leikmaður en Jordan var. „Þess vegna hef ég alltaf haldið því fram að LeBron sé besti leikmaður í sögu íþróttarinnar. Hann gerir allt og kjarnar það sem leikurinn snýst um.“ Pippen er meðal annars ósáttur við þá mynd sem dregin var upp af honum og öðrum leikmönnum Chicago Bulls í heimildaþáttunum The Last Dance. Hann sagðist hafa verið lítið annað en leikmunur í þeim og Jordan hefði ekki getað sýnt honu meira yfirlæti. Þá var Pippen ósáttur við að hafa ekki fengið krónu fyrir sína aðkomu að The Last Dance á meðan Jordan fékk fúlgur fjár. Þeir Jordan léku saman með Chicago á árunum 1987-98 fyrir utan eitt og hálft tímabil þegar Jordan spilaði hafnabolta. Á þessum tíma varð Chicago sex sinnum NBA-meistari auk þess sem Jordan og Pippen voru í sigurliði Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum 1992, draumaliðinu svokallaða. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira