Öllum Austurríkismönnum gert að halda sig heima í tíu daga og krafa gerð um bólusetningu Atli Ísleifsson skrifar 19. nóvember 2021 07:41 Útgöngubann fyrir þá sem ekki hafa fengið bólusetningu gegn kórónuveirunni tók gildi í Austurríki aðfaranótt mánudagsins síðasta. AP Stjórnvöld í Austurríki hafa ákveðið að loka samfélaginu í tíu daga vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Öllum landsmönnum, bæði bólusettum og óbólusettum, hefur þannig verið gert að halda sig heima í tíu daga, frá og með næsta mánudegi. Þá verði gerð krafa um bólusetningu frá 1. febrúar næstkomandi. Austurríska blaðið Krone segir frá því að kanslarinn Alexander Schallenberg muni tilkynna um þetta á blaðamannafundi innan skamms, en samkvæmt ákvörðun stjórnvalda verði hægt að framlengja aðgerðirnar um að hámarki tíu daga til viðbótar. Blaðið segir ennfremur að Schallenberg muni tilkynna að óbólusettir skulu áfram halda sig heima eftir að tuttugu dagarnir eru liðnir. Þá muni hann biðla til bólusettra í landinu að sýna samstöðu. Fyrr í mánuðinum var útgöngubanni komið á fyrir óbólusetta í Austurríki í tilraun til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar þar í landi. Útgöngubannið hafði áhrif á um tvær milljónir manna en tæplega níu milljónir búa í Austurríki. Aðeins 65 prósent þjóðarinnar er fullbólusett en hlutfallið er með því lægsta í Evrópu. Uppfært 10:30: Alexander Schallenberg kanslari sagði á fréttamannafundi fyrir hádegi að frá 1. febrúar á næsta ári verði þess krafist að fólk verði búið að bólusetja sig. Erlendir fjölmiðlar segja að ekki sé ljóst hvernig framkvæmdinni verði háttað, en að vinna á þinginu hefist í næstu viku. Austurrískir fjölmiðlar segja hins vegar að fólk sem bólusetji sig ekki gæti átt yfir höfði sér sektir eða fangelsisvist. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Austurríki Tengdar fréttir Óbólusettir í útgöngubann í Austurríki Stjórnvöld í Austurríki hafa tekið ákvörðun um setja útgöngubann á óbólusetta. Breytingarnar taka gildi á miðnætti í kvöld og gilda í tíu daga. Brot á útgöngubanninu varðar rúmlega tvö hundruð þúsund króna sekt. 14. nóvember 2021 14:44 Austurríkismenn horfa fram á útgöngubann fyrir óbólusetta Yfirvöld í Austurríki eru sögð örfáum dögum frá því að koma á útgöngubanni fyrir óbólusetta. Metfjöldi greindist með Covid-19 í landinu á síðustu 24 klukkustundum, eða 11.975. 12. nóvember 2021 07:59 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Sjá meira
Austurríska blaðið Krone segir frá því að kanslarinn Alexander Schallenberg muni tilkynna um þetta á blaðamannafundi innan skamms, en samkvæmt ákvörðun stjórnvalda verði hægt að framlengja aðgerðirnar um að hámarki tíu daga til viðbótar. Blaðið segir ennfremur að Schallenberg muni tilkynna að óbólusettir skulu áfram halda sig heima eftir að tuttugu dagarnir eru liðnir. Þá muni hann biðla til bólusettra í landinu að sýna samstöðu. Fyrr í mánuðinum var útgöngubanni komið á fyrir óbólusetta í Austurríki í tilraun til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar þar í landi. Útgöngubannið hafði áhrif á um tvær milljónir manna en tæplega níu milljónir búa í Austurríki. Aðeins 65 prósent þjóðarinnar er fullbólusett en hlutfallið er með því lægsta í Evrópu. Uppfært 10:30: Alexander Schallenberg kanslari sagði á fréttamannafundi fyrir hádegi að frá 1. febrúar á næsta ári verði þess krafist að fólk verði búið að bólusetja sig. Erlendir fjölmiðlar segja að ekki sé ljóst hvernig framkvæmdinni verði háttað, en að vinna á þinginu hefist í næstu viku. Austurrískir fjölmiðlar segja hins vegar að fólk sem bólusetji sig ekki gæti átt yfir höfði sér sektir eða fangelsisvist. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Austurríki Tengdar fréttir Óbólusettir í útgöngubann í Austurríki Stjórnvöld í Austurríki hafa tekið ákvörðun um setja útgöngubann á óbólusetta. Breytingarnar taka gildi á miðnætti í kvöld og gilda í tíu daga. Brot á útgöngubanninu varðar rúmlega tvö hundruð þúsund króna sekt. 14. nóvember 2021 14:44 Austurríkismenn horfa fram á útgöngubann fyrir óbólusetta Yfirvöld í Austurríki eru sögð örfáum dögum frá því að koma á útgöngubanni fyrir óbólusetta. Metfjöldi greindist með Covid-19 í landinu á síðustu 24 klukkustundum, eða 11.975. 12. nóvember 2021 07:59 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Sjá meira
Óbólusettir í útgöngubann í Austurríki Stjórnvöld í Austurríki hafa tekið ákvörðun um setja útgöngubann á óbólusetta. Breytingarnar taka gildi á miðnætti í kvöld og gilda í tíu daga. Brot á útgöngubanninu varðar rúmlega tvö hundruð þúsund króna sekt. 14. nóvember 2021 14:44
Austurríkismenn horfa fram á útgöngubann fyrir óbólusetta Yfirvöld í Austurríki eru sögð örfáum dögum frá því að koma á útgöngubanni fyrir óbólusetta. Metfjöldi greindist með Covid-19 í landinu á síðustu 24 klukkustundum, eða 11.975. 12. nóvember 2021 07:59