Hamur rann á Curry í 4. leikhluta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. nóvember 2021 08:01 Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors hafa verið óstöðvandi í upphafi tímabils. getty/Jason Miller Stephen Curry skoraði fjörutíu stig, þar af tuttugu í 4. leikhluta, þegar Golden State Warriors sigraði Cleveland Cavaliers, 89-104, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Golden State var þrettán stigum undir, 81-68, eftir fyrstu þrjá leikhlutana. Í 4. leikhluta rann hins vegar hamur á Stríðsmennina og þá sérstaklega Curry. Hann skoraði tuttugu stig í 4. leikhlutanum sem Golden State vann, 36-8, og leikinn með fimmtán stigum, 89-104. Curry hitti úr fimmtán af 27 skotum sínum, þar af níu af sextán þriggja stiga skotum. Hann er stigahæstur í deildinni með 29,5 stig að meðaltali í leik. Golden State er á toppi Vesturdeildarinnar með þrettán sigra og tvö töp. Steph CATCHES FIRE in the 4th quarter. 20 points (40 in the game) 4 threes (9 in the game) 36-8 @warriors closing run pic.twitter.com/wA6roNXwQr— NBA (@NBA) November 19, 2021 Miami Heat vann fjórða leikinn í röð þegar liðið bar sigurorð af Washington Wizards, 112-97. Jimmy Butler skoraði 32 stig fyrir Miami og Bam Adebayo tuttugu. Miami er á toppi Austurdeildarinnar. @JimmyButler leads the @MiamiHEAT to 4 in a row and to 1st place in the Eastern Conference!32 points11-19 shooting4 steals pic.twitter.com/1pfAp1tkej— NBA (@NBA) November 19, 2021 Bradley Beal skoraði þrjátíu stig fyrir Washington sem hefur tapað tveimur leikjum í röð. Sjö leikmenn Utah Jazz skoruðu tíu stig eða meira þegar liðið vann Toronto Raptors, 119-103, á heimavelli. Rudy Gay og Donovan Mitchell voru stigahæstir í jöfnu liði Utah með tuttugu stig hvor. Sá fyrrnefndi lék sinn fyrsta leik fyrir Utah í nótt. What a @utahjazz debut from @RudyGay!20 points7-8 shooting5-6 from deepHome W pic.twitter.com/5uDy8YhCMt— NBA (@NBA) November 19, 2021 Gary Trent skoraði 31 stig og Fred VanVleet 24 fyrir Toronto sem hefur tapað þremur leikjum í röð. Úrslitin í nótt Cleveland 89-104 Golden State Miami 112-97 Washington Utah 119-103 Toronto Memphis 120-108 LA Clippers Minnesota 115-90 San Antonio Denver 89-103 Philadelphia NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Golden State var þrettán stigum undir, 81-68, eftir fyrstu þrjá leikhlutana. Í 4. leikhluta rann hins vegar hamur á Stríðsmennina og þá sérstaklega Curry. Hann skoraði tuttugu stig í 4. leikhlutanum sem Golden State vann, 36-8, og leikinn með fimmtán stigum, 89-104. Curry hitti úr fimmtán af 27 skotum sínum, þar af níu af sextán þriggja stiga skotum. Hann er stigahæstur í deildinni með 29,5 stig að meðaltali í leik. Golden State er á toppi Vesturdeildarinnar með þrettán sigra og tvö töp. Steph CATCHES FIRE in the 4th quarter. 20 points (40 in the game) 4 threes (9 in the game) 36-8 @warriors closing run pic.twitter.com/wA6roNXwQr— NBA (@NBA) November 19, 2021 Miami Heat vann fjórða leikinn í röð þegar liðið bar sigurorð af Washington Wizards, 112-97. Jimmy Butler skoraði 32 stig fyrir Miami og Bam Adebayo tuttugu. Miami er á toppi Austurdeildarinnar. @JimmyButler leads the @MiamiHEAT to 4 in a row and to 1st place in the Eastern Conference!32 points11-19 shooting4 steals pic.twitter.com/1pfAp1tkej— NBA (@NBA) November 19, 2021 Bradley Beal skoraði þrjátíu stig fyrir Washington sem hefur tapað tveimur leikjum í röð. Sjö leikmenn Utah Jazz skoruðu tíu stig eða meira þegar liðið vann Toronto Raptors, 119-103, á heimavelli. Rudy Gay og Donovan Mitchell voru stigahæstir í jöfnu liði Utah með tuttugu stig hvor. Sá fyrrnefndi lék sinn fyrsta leik fyrir Utah í nótt. What a @utahjazz debut from @RudyGay!20 points7-8 shooting5-6 from deepHome W pic.twitter.com/5uDy8YhCMt— NBA (@NBA) November 19, 2021 Gary Trent skoraði 31 stig og Fred VanVleet 24 fyrir Toronto sem hefur tapað þremur leikjum í röð. Úrslitin í nótt Cleveland 89-104 Golden State Miami 112-97 Washington Utah 119-103 Toronto Memphis 120-108 LA Clippers Minnesota 115-90 San Antonio Denver 89-103 Philadelphia NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Cleveland 89-104 Golden State Miami 112-97 Washington Utah 119-103 Toronto Memphis 120-108 LA Clippers Minnesota 115-90 San Antonio Denver 89-103 Philadelphia
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira