Hef bara þurft að læra að lifa með þessu Stefán Árni Pálsson skrifar 18. nóvember 2021 11:31 Friðrik Ómar verður reglulega fyrir fordómum vegna kynhneigðar sinnar. vísir/vilhelm Friðrik Ómar Hjörleifsson er einn vinsælasti söngvari landsins og hefur verið það heillengi. Friðrik er með skemmtilegri mönnum landsins og nánast alltaf í góðu skapi. Hann er gestur vikunnar í Einkalífinu. Í þættinum fer Friðrik um víðan völl og talar meðal annars um þá fordóma sem enn eru í íslensku samfélagið gagnvart samkynhneigðum. „Það hefur aldrei böggað mig á nokkurn hátt að vera gay. Mér finnst líf mitt yndislegt. Eina sem fylgir þessu í dag er að á vissum tímapunkti í lífinu fattar þú að það eru ekkert allir á því að þetta sé lífstíll sem þú eigir að lifa. Þú verður að sleppa tökunum og þú munt aldrei sannfæra þetta fólk,“ segir Friðrik og bætir við að hann fái reglulega send misgáfuleg skilaboð. „Ég dirfist ekki að segja frá því hvaða pósta ég fæ frá fólki því ég ætla ekki að gefa því platformið, aldrei. Það er fullt af fávitum þarna úti. Ég er að fá orð sem eru algjör viðbjóður. Þetta verður alltaf til og á tímabili fékk þetta rosalega mikið á mig en svo bara lærir maður. Ég til dæmis hafði samband við Pál Óskar á sínum tíma og í rauninni kenndi mér hvernig maður ætti að læra lifa með þessu. Við þurfum bara að tala saman við sem erum í hinsegin hópnum,“ segir Friðrik. Klippa: Einkalífið - Friðrik Ómar „Það venst að lifa með þessu. Auðvitað er þetta skrýtið, þetta er svo persónulegt. Af því að fólk veit hver ég er þá notfærir það sér að senda mér á Facebook eða Instagram og finnst það eiga eitthvað tilkall til að segja allan fjandann. Þetta er kannski fólk sem er með profile mynd og heldur á börnunum sínum og ég hugsa þá, vá það væri geggjað ef annað þeirra væri bara hinsegin.“ Í þættinum hér að ofan fer Friðrik einnig yfir tónlistarferilinn, æskuna og áfallið þegar foreldrar hans skildu, um húmorinn svarta, um Eurovision ævintýrin, einelti sem hann varð fyrir sem barn, skilnaðinn eftir ellefu ára samband, framtíðina og margt fleira. Friðrik mun standa fyrir fjölmörgum jólatónleikum í desember bæði í Salnum í Kópavogi og Hofi á Akureyri. Einkalífið Tónlist Hinsegin Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira
Hann er gestur vikunnar í Einkalífinu. Í þættinum fer Friðrik um víðan völl og talar meðal annars um þá fordóma sem enn eru í íslensku samfélagið gagnvart samkynhneigðum. „Það hefur aldrei böggað mig á nokkurn hátt að vera gay. Mér finnst líf mitt yndislegt. Eina sem fylgir þessu í dag er að á vissum tímapunkti í lífinu fattar þú að það eru ekkert allir á því að þetta sé lífstíll sem þú eigir að lifa. Þú verður að sleppa tökunum og þú munt aldrei sannfæra þetta fólk,“ segir Friðrik og bætir við að hann fái reglulega send misgáfuleg skilaboð. „Ég dirfist ekki að segja frá því hvaða pósta ég fæ frá fólki því ég ætla ekki að gefa því platformið, aldrei. Það er fullt af fávitum þarna úti. Ég er að fá orð sem eru algjör viðbjóður. Þetta verður alltaf til og á tímabili fékk þetta rosalega mikið á mig en svo bara lærir maður. Ég til dæmis hafði samband við Pál Óskar á sínum tíma og í rauninni kenndi mér hvernig maður ætti að læra lifa með þessu. Við þurfum bara að tala saman við sem erum í hinsegin hópnum,“ segir Friðrik. Klippa: Einkalífið - Friðrik Ómar „Það venst að lifa með þessu. Auðvitað er þetta skrýtið, þetta er svo persónulegt. Af því að fólk veit hver ég er þá notfærir það sér að senda mér á Facebook eða Instagram og finnst það eiga eitthvað tilkall til að segja allan fjandann. Þetta er kannski fólk sem er með profile mynd og heldur á börnunum sínum og ég hugsa þá, vá það væri geggjað ef annað þeirra væri bara hinsegin.“ Í þættinum hér að ofan fer Friðrik einnig yfir tónlistarferilinn, æskuna og áfallið þegar foreldrar hans skildu, um húmorinn svarta, um Eurovision ævintýrin, einelti sem hann varð fyrir sem barn, skilnaðinn eftir ellefu ára samband, framtíðina og margt fleira. Friðrik mun standa fyrir fjölmörgum jólatónleikum í desember bæði í Salnum í Kópavogi og Hofi á Akureyri.
Einkalífið Tónlist Hinsegin Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira