Nautin ráku hornin í Lakers Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. nóvember 2021 07:31 Lonzo Ball og DeMar DeRozan léku báðir stórvel gegn Los Angeles Lakers. getty/Katelyn Mulcahy Chicago Bulls vann öruggan sigur á Los Angeles Lakers, 103-121, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þetta var annar sigur Chicago í Staples Center í röð en á sunnudaginn unnu Nautin Los Angeles Clippers á sama stað. Þetta var jafnframt fyrsti sigur Chicago á Lakers í fimm ár. DeMar DeRozan skoraði 38 stig fyrir Chicago sem er í 2. sæti Austurdeildarinnar. Lonzo Ball skoraði 27 stig gegn sínu gamla liði og Zach LaVine var með 26 stig. DeRozan reaches 36 POINTS on this incredible drive and finish.Watch the 4Q on League Pass https://t.co/5QqkBhf1W0 pic.twitter.com/4xgEUskRwk— NBA (@NBA) November 16, 2021 Talen Horton-Tucker skoraði 28 stig fyrir Lakers og Russell Westbrook 25. LeBron James er enn frá vegna meiðsla. Dallas Mavericks vann endurkomusigur á Denver Nuggets, 111-101, á heimavelli. Dallas stöðvaði þar með fimm leikja sigurgöngu Denver. Kristaps Porzingis minnti á sig með 29 stigum og ellefu fráköstum hjá Dallas. Luka Doncic var með 23 stig og ellefu stoðsendingar. Nikola Jokic skoraði 35 stig og tók sextán fráköst í liði Denver. @kporzee leads the @dallasmavs to victory!29 points11 boards5 threes pic.twitter.com/u7YerlYzRC— NBA (@NBA) November 16, 2021 Sigurganga Washington Wizards hélt áfram þegar liðið fékk New Orleans Pelicans í heimsókn. Lokatölur 105-100, Washington í vil. Töframennirnir hafa unnið fimm leiki í röð og eru á toppnum í Austurdeildinni. Spencer Dinwiddie var stigahæstur hjá Washington með 27 stig. KCP for 3 to cap a 14-0 @WashWizards run!From down 19...they lead late on NBA League Pass: https://t.co/5QqkBhf1W0 pic.twitter.com/BNG2qOBz6s— NBA (@NBA) November 16, 2021 Úrslitin í nótt LA Lakers 103-121 Chicago Washington 105-100 New Orleans Dallas 111-101 Denver Cleveland 92-98 Boston Detroit 107-129 Sacramento Atlanta 129-111 Orlando NY Knicks 92-84 Indiana Memphis 136-102 Houston Minnesota 96-99 Phoenix Oklahoma 90-103 Miami Portland 118-113 Toronto NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Hefði viljað þriðja markið“ Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Þetta var annar sigur Chicago í Staples Center í röð en á sunnudaginn unnu Nautin Los Angeles Clippers á sama stað. Þetta var jafnframt fyrsti sigur Chicago á Lakers í fimm ár. DeMar DeRozan skoraði 38 stig fyrir Chicago sem er í 2. sæti Austurdeildarinnar. Lonzo Ball skoraði 27 stig gegn sínu gamla liði og Zach LaVine var með 26 stig. DeRozan reaches 36 POINTS on this incredible drive and finish.Watch the 4Q on League Pass https://t.co/5QqkBhf1W0 pic.twitter.com/4xgEUskRwk— NBA (@NBA) November 16, 2021 Talen Horton-Tucker skoraði 28 stig fyrir Lakers og Russell Westbrook 25. LeBron James er enn frá vegna meiðsla. Dallas Mavericks vann endurkomusigur á Denver Nuggets, 111-101, á heimavelli. Dallas stöðvaði þar með fimm leikja sigurgöngu Denver. Kristaps Porzingis minnti á sig með 29 stigum og ellefu fráköstum hjá Dallas. Luka Doncic var með 23 stig og ellefu stoðsendingar. Nikola Jokic skoraði 35 stig og tók sextán fráköst í liði Denver. @kporzee leads the @dallasmavs to victory!29 points11 boards5 threes pic.twitter.com/u7YerlYzRC— NBA (@NBA) November 16, 2021 Sigurganga Washington Wizards hélt áfram þegar liðið fékk New Orleans Pelicans í heimsókn. Lokatölur 105-100, Washington í vil. Töframennirnir hafa unnið fimm leiki í röð og eru á toppnum í Austurdeildinni. Spencer Dinwiddie var stigahæstur hjá Washington með 27 stig. KCP for 3 to cap a 14-0 @WashWizards run!From down 19...they lead late on NBA League Pass: https://t.co/5QqkBhf1W0 pic.twitter.com/BNG2qOBz6s— NBA (@NBA) November 16, 2021 Úrslitin í nótt LA Lakers 103-121 Chicago Washington 105-100 New Orleans Dallas 111-101 Denver Cleveland 92-98 Boston Detroit 107-129 Sacramento Atlanta 129-111 Orlando NY Knicks 92-84 Indiana Memphis 136-102 Houston Minnesota 96-99 Phoenix Oklahoma 90-103 Miami Portland 118-113 Toronto NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
LA Lakers 103-121 Chicago Washington 105-100 New Orleans Dallas 111-101 Denver Cleveland 92-98 Boston Detroit 107-129 Sacramento Atlanta 129-111 Orlando NY Knicks 92-84 Indiana Memphis 136-102 Houston Minnesota 96-99 Phoenix Oklahoma 90-103 Miami Portland 118-113 Toronto
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Hefði viljað þriðja markið“ Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira