Býflugurnar stungu Curry og félaga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. nóvember 2021 07:30 Charlotte Hornets vann góðan sigur á Golden State Warriors í nótt. getty/Jacob Kupferman Charlotte Hornets varð í nótt aðeins annað liðið til að vinna Golden State Warriors í NBA-deildinni á tímabilinu. Lokatölur í leik liðanna í Charlotte, 106-102. Fyrir leikinn í nótt hafði Golden State unnið sjö leiki í röð og ellefu af fyrstu tólf leikjum sínum á tímabilinu. Liðsheildin var öflug hjá Charlotte og sex leikmenn skoruðu tíu stig eða meira. Miles Bridges skoraði 22 stig, LaMelo Ball 21 og Terry Rozier tuttugu. Þetta var þriðji sigur Charlotte í röð. Miles Bridges puts Charlotte in front!@warriors 102@hornets 10425.7 seconds left on League Pass: https://t.co/5QqkBhf1W0 pic.twitter.com/hwrTu7gknd— NBA (@NBA) November 15, 2021 Andrew Wiggins skoraði 28 stig fyrir Golden State og Stephen Curry 24 stig. Sá síðarnefndi var hins vegar óvenju kaldur og klikkaði meðal annars á tíu af þrettán þriggja stiga skotum sínum. Trae Young skoraði 42 stig þegar Atlanta Hawks vann meistara Milwaukee Bucks, 120-100. Þetta var fyrsti sigur Haukanna í sjö leikjum. 42 points.8 threes.10 assists.@TheTraeYoung's career-night from deep powers the @ATLHawks! pic.twitter.com/ydywn7FK3E— NBA (@NBA) November 15, 2021 Auk þess að skora 42 stig tók Young átta fráköst og gaf tíu stoðsendingar. John Collins skoraði nítján stig. Giannis Antetokounmpo skoraði 26 stig fyrir Milwaukee sem hefur farið rólega af stað og tapað átta af fyrstu fjórtán leikjum sínum á tímabilinu. Kevin Durant sneri aftur á sinn gamla heimavöll og skoraði 33 stig þegar Brooklyn Nets vann Oklahoma City Thunder, 96-120. Stuðningsmenn Oklahoma púuðu stanslaust á Durant en hann lét það ekki á sig fá og skoraði 33 stig í þriðja sigri Brooklyn í röð. Patty Mills skoraði 29 stig og setti niður níu þriggja stiga skot og James Harden var með sextán stig og þrettán stoðsendingar. "He is unconscious!"Patty Mills drains his career-high 9th three of the night pic.twitter.com/1bt8ILUXxd— NBA (@NBA) November 15, 2021 Úrslitin í nótt Charlotte 106-102 Golden State Atlanta 120-100 Milwaukee Oklahoma 96-120 Brooklyn Houston 89-115 Phoenix Denver 124-95 Portland LA Clippers 90-100 Chicago NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Fleiri fréttir Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjá meira
Fyrir leikinn í nótt hafði Golden State unnið sjö leiki í röð og ellefu af fyrstu tólf leikjum sínum á tímabilinu. Liðsheildin var öflug hjá Charlotte og sex leikmenn skoruðu tíu stig eða meira. Miles Bridges skoraði 22 stig, LaMelo Ball 21 og Terry Rozier tuttugu. Þetta var þriðji sigur Charlotte í röð. Miles Bridges puts Charlotte in front!@warriors 102@hornets 10425.7 seconds left on League Pass: https://t.co/5QqkBhf1W0 pic.twitter.com/hwrTu7gknd— NBA (@NBA) November 15, 2021 Andrew Wiggins skoraði 28 stig fyrir Golden State og Stephen Curry 24 stig. Sá síðarnefndi var hins vegar óvenju kaldur og klikkaði meðal annars á tíu af þrettán þriggja stiga skotum sínum. Trae Young skoraði 42 stig þegar Atlanta Hawks vann meistara Milwaukee Bucks, 120-100. Þetta var fyrsti sigur Haukanna í sjö leikjum. 42 points.8 threes.10 assists.@TheTraeYoung's career-night from deep powers the @ATLHawks! pic.twitter.com/ydywn7FK3E— NBA (@NBA) November 15, 2021 Auk þess að skora 42 stig tók Young átta fráköst og gaf tíu stoðsendingar. John Collins skoraði nítján stig. Giannis Antetokounmpo skoraði 26 stig fyrir Milwaukee sem hefur farið rólega af stað og tapað átta af fyrstu fjórtán leikjum sínum á tímabilinu. Kevin Durant sneri aftur á sinn gamla heimavöll og skoraði 33 stig þegar Brooklyn Nets vann Oklahoma City Thunder, 96-120. Stuðningsmenn Oklahoma púuðu stanslaust á Durant en hann lét það ekki á sig fá og skoraði 33 stig í þriðja sigri Brooklyn í röð. Patty Mills skoraði 29 stig og setti niður níu þriggja stiga skot og James Harden var með sextán stig og þrettán stoðsendingar. "He is unconscious!"Patty Mills drains his career-high 9th three of the night pic.twitter.com/1bt8ILUXxd— NBA (@NBA) November 15, 2021 Úrslitin í nótt Charlotte 106-102 Golden State Atlanta 120-100 Milwaukee Oklahoma 96-120 Brooklyn Houston 89-115 Phoenix Denver 124-95 Portland LA Clippers 90-100 Chicago NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Charlotte 106-102 Golden State Atlanta 120-100 Milwaukee Oklahoma 96-120 Brooklyn Houston 89-115 Phoenix Denver 124-95 Portland LA Clippers 90-100 Chicago
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Fleiri fréttir Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjá meira