Býflugurnar stungu Curry og félaga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. nóvember 2021 07:30 Charlotte Hornets vann góðan sigur á Golden State Warriors í nótt. getty/Jacob Kupferman Charlotte Hornets varð í nótt aðeins annað liðið til að vinna Golden State Warriors í NBA-deildinni á tímabilinu. Lokatölur í leik liðanna í Charlotte, 106-102. Fyrir leikinn í nótt hafði Golden State unnið sjö leiki í röð og ellefu af fyrstu tólf leikjum sínum á tímabilinu. Liðsheildin var öflug hjá Charlotte og sex leikmenn skoruðu tíu stig eða meira. Miles Bridges skoraði 22 stig, LaMelo Ball 21 og Terry Rozier tuttugu. Þetta var þriðji sigur Charlotte í röð. Miles Bridges puts Charlotte in front!@warriors 102@hornets 10425.7 seconds left on League Pass: https://t.co/5QqkBhf1W0 pic.twitter.com/hwrTu7gknd— NBA (@NBA) November 15, 2021 Andrew Wiggins skoraði 28 stig fyrir Golden State og Stephen Curry 24 stig. Sá síðarnefndi var hins vegar óvenju kaldur og klikkaði meðal annars á tíu af þrettán þriggja stiga skotum sínum. Trae Young skoraði 42 stig þegar Atlanta Hawks vann meistara Milwaukee Bucks, 120-100. Þetta var fyrsti sigur Haukanna í sjö leikjum. 42 points.8 threes.10 assists.@TheTraeYoung's career-night from deep powers the @ATLHawks! pic.twitter.com/ydywn7FK3E— NBA (@NBA) November 15, 2021 Auk þess að skora 42 stig tók Young átta fráköst og gaf tíu stoðsendingar. John Collins skoraði nítján stig. Giannis Antetokounmpo skoraði 26 stig fyrir Milwaukee sem hefur farið rólega af stað og tapað átta af fyrstu fjórtán leikjum sínum á tímabilinu. Kevin Durant sneri aftur á sinn gamla heimavöll og skoraði 33 stig þegar Brooklyn Nets vann Oklahoma City Thunder, 96-120. Stuðningsmenn Oklahoma púuðu stanslaust á Durant en hann lét það ekki á sig fá og skoraði 33 stig í þriðja sigri Brooklyn í röð. Patty Mills skoraði 29 stig og setti niður níu þriggja stiga skot og James Harden var með sextán stig og þrettán stoðsendingar. "He is unconscious!"Patty Mills drains his career-high 9th three of the night pic.twitter.com/1bt8ILUXxd— NBA (@NBA) November 15, 2021 Úrslitin í nótt Charlotte 106-102 Golden State Atlanta 120-100 Milwaukee Oklahoma 96-120 Brooklyn Houston 89-115 Phoenix Denver 124-95 Portland LA Clippers 90-100 Chicago NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Fleiri fréttir LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Sjá meira
Fyrir leikinn í nótt hafði Golden State unnið sjö leiki í röð og ellefu af fyrstu tólf leikjum sínum á tímabilinu. Liðsheildin var öflug hjá Charlotte og sex leikmenn skoruðu tíu stig eða meira. Miles Bridges skoraði 22 stig, LaMelo Ball 21 og Terry Rozier tuttugu. Þetta var þriðji sigur Charlotte í röð. Miles Bridges puts Charlotte in front!@warriors 102@hornets 10425.7 seconds left on League Pass: https://t.co/5QqkBhf1W0 pic.twitter.com/hwrTu7gknd— NBA (@NBA) November 15, 2021 Andrew Wiggins skoraði 28 stig fyrir Golden State og Stephen Curry 24 stig. Sá síðarnefndi var hins vegar óvenju kaldur og klikkaði meðal annars á tíu af þrettán þriggja stiga skotum sínum. Trae Young skoraði 42 stig þegar Atlanta Hawks vann meistara Milwaukee Bucks, 120-100. Þetta var fyrsti sigur Haukanna í sjö leikjum. 42 points.8 threes.10 assists.@TheTraeYoung's career-night from deep powers the @ATLHawks! pic.twitter.com/ydywn7FK3E— NBA (@NBA) November 15, 2021 Auk þess að skora 42 stig tók Young átta fráköst og gaf tíu stoðsendingar. John Collins skoraði nítján stig. Giannis Antetokounmpo skoraði 26 stig fyrir Milwaukee sem hefur farið rólega af stað og tapað átta af fyrstu fjórtán leikjum sínum á tímabilinu. Kevin Durant sneri aftur á sinn gamla heimavöll og skoraði 33 stig þegar Brooklyn Nets vann Oklahoma City Thunder, 96-120. Stuðningsmenn Oklahoma púuðu stanslaust á Durant en hann lét það ekki á sig fá og skoraði 33 stig í þriðja sigri Brooklyn í röð. Patty Mills skoraði 29 stig og setti niður níu þriggja stiga skot og James Harden var með sextán stig og þrettán stoðsendingar. "He is unconscious!"Patty Mills drains his career-high 9th three of the night pic.twitter.com/1bt8ILUXxd— NBA (@NBA) November 15, 2021 Úrslitin í nótt Charlotte 106-102 Golden State Atlanta 120-100 Milwaukee Oklahoma 96-120 Brooklyn Houston 89-115 Phoenix Denver 124-95 Portland LA Clippers 90-100 Chicago NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Charlotte 106-102 Golden State Atlanta 120-100 Milwaukee Oklahoma 96-120 Brooklyn Houston 89-115 Phoenix Denver 124-95 Portland LA Clippers 90-100 Chicago
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Fleiri fréttir LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Sjá meira