Lakers byrjaði leikinn ágætlega en Spurs var aldrei langt undan. Munurinn var aðeins fimm stig í hálfleik, staðan þá 60-55. Lakers var svo 11 stigum yfir fyrir loka fjórðung leiksins en leikmenn Spurs neituðu að gefast upp og virtist um tíma sem Lakers myndi henda frá sér enn einum sigrinum.
Melo came up with the late dagger for LA pic.twitter.com/W7BhVi81uL
— NBA TV (@NBATV) November 14, 2021
Allt kom þó fyrir ekki og Lakers fór með sigur af hólmi, lokatölur 114-106. Anthony Davis fór fyrir Lakers í fjarveru LeBron James. Hann skoraði 34 stig ásamt því að taka 15 fráköst og gefa sex stoðsendingar.
LOL AD just told @LakersReporter that he had to hurry up and get this game over with so he can watch the Packers. Didn t want another OT game.
— Lakers Nation (@LakersNation) November 14, 2021
Að leik loknum sagði Davis að hann væri að flýta sér til að ná síðari hálfleik í leik Green Bay Packers og Seattle Seahawks í NFL-deildinni. Hann hefði því einfaldlega ekki haft tíma fyrir enn eina framlenginguna.
Næst stigahæstur í liði Lakers var Talen Horton-Tucker með 17 stig en hann var að snúa aftur eftir meiðsli. Þá skoraði Malik Monk 16 stig á meðan Carmelo Anthony og Wayne Ellington skoruðu 15 stig.
Victory Sunday #LakersWin pic.twitter.com/Omp9p8vGvm
— Los Angeles Lakers (@Lakers) November 14, 2021
Hjá Spurs var Dejounte Murray með þrefalda tvennu. Hann skoraði 22 stig, tók 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Keldon Johnson var hins vegar stigahæstur með 24 stig.
Lakers hefur nú unnið 8 leiki og tapað 6 á meðan Spurs hafa unnið 4 og tapað 9.