Reif niður frákast númer tvö þúsund í sigri Tindastóls á Vestra Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. nóvember 2021 11:01 Sigurður Gunnar í leik með Tindastól gegn sínum fyrrum félögum í ÍR. vísir/vilhelm Miðherjinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson tók átta fráköst í sigri Tindastóls á Vestra í Subway-deild karla í körfubolta á dögunum. Þar með hefur hann tekið 2004 fráköst í efstu deild hér á landi. „Hann hefur heldur betur alltaf hjálpað liðunum sínum að ná fínum árangri þó hann hafi fallið með Hetti í fyrra,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi Körfuboltakvöld ræddi afrek Sigurðar Gunnars. Kjartani Atal til halds og traust að þessu sinni voru þeir Sævar Sævarsson og Jón Halldór Eðvaldsson eða Jonni eins og hann er nær alltaf kallaður. „Mér finnst hann bara vera að bæta í. Ég er svo ógeðslega ánægður með þennan strák Sjáið varnarleikinn hjá honum ekki bara í þessum leik heldur í vetur. Hann er búinn að vera frábær, hann er í gólfinu og út um allt. Ef ég væri jafn stór og jafn þungur og hann og ég myndi skutla mér í gólfið þyrfti einhver að hjálpa mér upp og ég mögulega myndi ekki spila seinni hálfleikinn,“ sagði Jonni. „Það gæti hafa orðið hugarfarsbreyting hjá Sigga sjálfum. Hvernig hann ber sig í viðtölum og fleira, hann er orðinn auðmjúkur. Það var orðið smá vandræðalegt hversu kokhraustur hann var. Hann var að spila eitthvað annað hlutverk, hann kemur úr Keflavík og fer í Grindavík. Það eru minni stælar og látalæti í honum.“ Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um Sigga Þorsteins „Það er eitt sem hann hefur alltaf getað og það er að taka fráköst. Hann er kominn á þennan lista. Hann er sjö fráköstum frá Alexander Ermolinskij og þá er hann kominn í 10. sæti yfir frákastahæstu leikmenn sögunnar,“ sagði Kjartan Atli að endingu. Þó Sigurður Gunnar sé kominn með 2004 fráköst í efstu deild á hann töluvert í land með að ná efstu mönnum. Á toppnum trónir Hlynur Elías Bæringsson með 3670 fráköst. Þar á eftir kemur Guðmundur Bragason með 3260 og svo Friðrik Stefánsson með 3212. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tindastóll Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Vestri 92-81 | Góð byrjun gestanna dugði ekki til Tindastóll fékk Vestra í heimsókn í Síkið í kvöld. Vestri byrjaði leikinn mun betur en Tindastóll komu sér aftur inn í leikinn og sigruðu að lokum. Lokatölur 92 – 81. 11. nóvember 2021 23:17 Baldur Þór: Það þarf að vera með breidd í þessari deild Tindastóll vann góðan sigur á spræku liði Vestra á heimavelli sínum í kvöld, lokatölur 92-81. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, var ánægður með sigur sinna manna strax eftir leik. 11. nóvember 2021 22:06 Mest lesið Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Fótbolti Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Tiger Woods sleit hásin Golf Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Sjá meira
„Hann hefur heldur betur alltaf hjálpað liðunum sínum að ná fínum árangri þó hann hafi fallið með Hetti í fyrra,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi Körfuboltakvöld ræddi afrek Sigurðar Gunnars. Kjartani Atal til halds og traust að þessu sinni voru þeir Sævar Sævarsson og Jón Halldór Eðvaldsson eða Jonni eins og hann er nær alltaf kallaður. „Mér finnst hann bara vera að bæta í. Ég er svo ógeðslega ánægður með þennan strák Sjáið varnarleikinn hjá honum ekki bara í þessum leik heldur í vetur. Hann er búinn að vera frábær, hann er í gólfinu og út um allt. Ef ég væri jafn stór og jafn þungur og hann og ég myndi skutla mér í gólfið þyrfti einhver að hjálpa mér upp og ég mögulega myndi ekki spila seinni hálfleikinn,“ sagði Jonni. „Það gæti hafa orðið hugarfarsbreyting hjá Sigga sjálfum. Hvernig hann ber sig í viðtölum og fleira, hann er orðinn auðmjúkur. Það var orðið smá vandræðalegt hversu kokhraustur hann var. Hann var að spila eitthvað annað hlutverk, hann kemur úr Keflavík og fer í Grindavík. Það eru minni stælar og látalæti í honum.“ Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um Sigga Þorsteins „Það er eitt sem hann hefur alltaf getað og það er að taka fráköst. Hann er kominn á þennan lista. Hann er sjö fráköstum frá Alexander Ermolinskij og þá er hann kominn í 10. sæti yfir frákastahæstu leikmenn sögunnar,“ sagði Kjartan Atli að endingu. Þó Sigurður Gunnar sé kominn með 2004 fráköst í efstu deild á hann töluvert í land með að ná efstu mönnum. Á toppnum trónir Hlynur Elías Bæringsson með 3670 fráköst. Þar á eftir kemur Guðmundur Bragason með 3260 og svo Friðrik Stefánsson með 3212.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tindastóll Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Vestri 92-81 | Góð byrjun gestanna dugði ekki til Tindastóll fékk Vestra í heimsókn í Síkið í kvöld. Vestri byrjaði leikinn mun betur en Tindastóll komu sér aftur inn í leikinn og sigruðu að lokum. Lokatölur 92 – 81. 11. nóvember 2021 23:17 Baldur Þór: Það þarf að vera með breidd í þessari deild Tindastóll vann góðan sigur á spræku liði Vestra á heimavelli sínum í kvöld, lokatölur 92-81. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, var ánægður með sigur sinna manna strax eftir leik. 11. nóvember 2021 22:06 Mest lesið Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Fótbolti Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Tiger Woods sleit hásin Golf Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Vestri 92-81 | Góð byrjun gestanna dugði ekki til Tindastóll fékk Vestra í heimsókn í Síkið í kvöld. Vestri byrjaði leikinn mun betur en Tindastóll komu sér aftur inn í leikinn og sigruðu að lokum. Lokatölur 92 – 81. 11. nóvember 2021 23:17
Baldur Þór: Það þarf að vera með breidd í þessari deild Tindastóll vann góðan sigur á spræku liði Vestra á heimavelli sínum í kvöld, lokatölur 92-81. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, var ánægður með sigur sinna manna strax eftir leik. 11. nóvember 2021 22:06