Fótbolti

Dani Alves snýr líklega aftur til Barcelona

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dani Alves og Xavi sameinast líklega aftur hjá Barcelona.
Dani Alves og Xavi sameinast líklega aftur hjá Barcelona. getty/AOP.Press

Hinn 38 ára Dani Alves gæti snúið aftur til Barcelona í janúar.

ESPN greinir frá þessu og segir að viðræður Alves og Barcelona séu komnar vel á veg.

Alves hefur verið án félags síðan hann hætti hjá Sao Paulo í Brasilíu í september. Hann lék með liðinu í tvö ár.

Xavi, nýr knattspyrnustjóri Barcelona, hefur gefið grænt ljós á að fá Alves aftur til félagsins sem hann lék með á árunum 2008-16 og vann 23 titla með.

Alves er ætlað að styðja við bakið á hinum ungu Sergino Dest og Oscar Mingueza hjá Barcelona. Liðið mætir Espanyol í fyrsta leiknum undir stjórn Xavis laugardaginn 20. nóvember. Börsungar eru í 9. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar.

Þrátt fyrir að vera farinn að nálgast fertugt ætlar Alves að endurheimta sæti sitt í brasilíska landsliðinu og spila með því á HM í Katar á næsta ári. Alves varð Ólympíumeistari með Brasilíu í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×