Franska lögreglan handtók Diallo síðastliðinn miðvikudag, en henni var sleppt úr haldi í gær. Hún var handtekin eftir að grímuklæddir menn réðust á liðsfélaga hennar, Kheira Hamraoui, eftir liðsfund PSG.
Diallo og Hamroui eru í harðri samkeppni um stöðu innan PSG og franska landsliðsins, og Diallo á því að hafa ráðið grímuklædda menn til að meiða liðsfélaga sinn, og gefa þar með sjáfri sér meiri spiltíma.
Saksóknari í frönsku borginni Versölum hefur ekki tjáð sig frekar um rannsóknina, en 34 ára karlmaður, sem einnig var handtekinn í tengslum við árásina, hefur einnig verið látinn laus.
Hamraoui var flutt á sjúkrahús þar sem gert var að sárum hennar, en hún var dreginn út úr bíl sem Diallo keyrði og lamin með járnstöng og sparkað í fætur hennar.