Meistararnir inn á sigurbrautina eftir heimsókn í Hvíta húsið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2021 07:31 Giannis Antetokounmpo var mjög öflugur í sigri Bucks liðsins í nótt. AP/Matt Slocum NBA meistararnir heimsóttu aldrei Donald Trump í Hvíta húsið á meðan hann var forseti en það breyttist um leið og Joe Biden tók við. Milwaukee Bucks höfðu líka gott af heimsókninni ef marka má fyrsta leik liðsins eftir hana sem fór fram í nótt. Giannis Antetokounmpo skoraði 31 stig og tók 16 fráköst þegar Milwaukee Bucks vann 118-109 útisigur á Philadelphia 76ers. Grayson Allen var með 25 stig og setti niður mikilvægan þrist í fjórða leikhlutanum. A huge double-double from Giannis lifts the @Bucks on the road! @Giannis_An34: 32p/16r/4a/2b pic.twitter.com/Opo5tdvUDp— NBA (@NBA) November 10, 2021 Meistararnir Bucks héldu upp á fyrsta titil félagsins í fimmtíu ár í höfuðborginni daginn áður því allt liðið heimsótti þá Hvíta húsið í Washington DC. Sú heimsókn hafði greinilega góð áhrif á liðið sem vann aðeins í annað skiptið í síðustu sjö leikjum en síðustu tveir leikir fyrir heimsóknina til Joe Biden forseta höfðu tapast. Take an All-Access look at the 2021 NBA Champion @Bucks visit to The White House. pic.twitter.com/4e3Q3tAmFR— NBA (@NBA) November 9, 2021 Lið Philadelphia 76ers var vængbrotið í leiknum því stórstjarnan Joel Embiid auk þeirra Tobias Harris, Matisse Thybulle og Isaiah Joe voru ekki með vegna kórónusmits innan liðsins. Tyrese Maxey var atkvæðamestur í liðinu með 31 stig. Þá var Seth Curry ekki með vegna meiðsla og Ben Simmons hefur ekki spilað leik í vetur. PG's And-1 puts the on the @LAClippers 5th win in a row! pic.twitter.com/vpkUr69aie— NBA (@NBA) November 10, 2021 Paul George og félagar í Los Angeles Clippers fögnuðu sínum fimmta sigri í röð í nótt þegar þeir unnu 117-109 sigur á Portland Trail Blazers. George var með 24 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar í leiknum. Reggie Jackson skoraði 23 stig og gaf 6 stoðsendingar fyrir Clippers og þá var Nicolas Batum með 22 stig þar af setti hann niður tvo þrista á lokamínútum leiksins. Damian Lillard var með 27 stig hjá Portland og Norman Powell skoraði 23 stig. Donovan Mitchell var með 27 stig þegar Utah Jazz vann 119-98 heimasigur á Atlanta Hawks. Bojan Bogdanovic og Jordan Clarkson voru báðir með 16 stig og Rudy Gobert tók 14 fráköst. Kevin Huerter skoraði 28 stig fyrir Atlanta og Trae Young var með 27 stig. Cam Reddish bætti við 16 stigum og Clint Capela var með 13 stig og 12 fráköst. Það nægði liðinu ekki að hitta 51 prósent úr þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Utah liðið endaði með þessu tveggja leikja taphrinu eftir að hafa byrjað leiktíðina á sjö sigrum í átta fyrstu leikjunum. Þetta var annar sigur liðsins á Atlanta á aðeins fimm dögum. Úrslitin i NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Portland Trail Blazers 117-109 Philadelphia 76ers - Milwaukee Bucks 109-118 Utah Jazz- Atlanta Hawks 110-98 NBA Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Leik lokið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Sjá meira
Giannis Antetokounmpo skoraði 31 stig og tók 16 fráköst þegar Milwaukee Bucks vann 118-109 útisigur á Philadelphia 76ers. Grayson Allen var með 25 stig og setti niður mikilvægan þrist í fjórða leikhlutanum. A huge double-double from Giannis lifts the @Bucks on the road! @Giannis_An34: 32p/16r/4a/2b pic.twitter.com/Opo5tdvUDp— NBA (@NBA) November 10, 2021 Meistararnir Bucks héldu upp á fyrsta titil félagsins í fimmtíu ár í höfuðborginni daginn áður því allt liðið heimsótti þá Hvíta húsið í Washington DC. Sú heimsókn hafði greinilega góð áhrif á liðið sem vann aðeins í annað skiptið í síðustu sjö leikjum en síðustu tveir leikir fyrir heimsóknina til Joe Biden forseta höfðu tapast. Take an All-Access look at the 2021 NBA Champion @Bucks visit to The White House. pic.twitter.com/4e3Q3tAmFR— NBA (@NBA) November 9, 2021 Lið Philadelphia 76ers var vængbrotið í leiknum því stórstjarnan Joel Embiid auk þeirra Tobias Harris, Matisse Thybulle og Isaiah Joe voru ekki með vegna kórónusmits innan liðsins. Tyrese Maxey var atkvæðamestur í liðinu með 31 stig. Þá var Seth Curry ekki með vegna meiðsla og Ben Simmons hefur ekki spilað leik í vetur. PG's And-1 puts the on the @LAClippers 5th win in a row! pic.twitter.com/vpkUr69aie— NBA (@NBA) November 10, 2021 Paul George og félagar í Los Angeles Clippers fögnuðu sínum fimmta sigri í röð í nótt þegar þeir unnu 117-109 sigur á Portland Trail Blazers. George var með 24 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar í leiknum. Reggie Jackson skoraði 23 stig og gaf 6 stoðsendingar fyrir Clippers og þá var Nicolas Batum með 22 stig þar af setti hann niður tvo þrista á lokamínútum leiksins. Damian Lillard var með 27 stig hjá Portland og Norman Powell skoraði 23 stig. Donovan Mitchell var með 27 stig þegar Utah Jazz vann 119-98 heimasigur á Atlanta Hawks. Bojan Bogdanovic og Jordan Clarkson voru báðir með 16 stig og Rudy Gobert tók 14 fráköst. Kevin Huerter skoraði 28 stig fyrir Atlanta og Trae Young var með 27 stig. Cam Reddish bætti við 16 stigum og Clint Capela var með 13 stig og 12 fráköst. Það nægði liðinu ekki að hitta 51 prósent úr þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Utah liðið endaði með þessu tveggja leikja taphrinu eftir að hafa byrjað leiktíðina á sjö sigrum í átta fyrstu leikjunum. Þetta var annar sigur liðsins á Atlanta á aðeins fimm dögum. Úrslitin i NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Portland Trail Blazers 117-109 Philadelphia 76ers - Milwaukee Bucks 109-118 Utah Jazz- Atlanta Hawks 110-98
Úrslitin i NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Portland Trail Blazers 117-109 Philadelphia 76ers - Milwaukee Bucks 109-118 Utah Jazz- Atlanta Hawks 110-98
NBA Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Leik lokið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik