Meistararnir inn á sigurbrautina eftir heimsókn í Hvíta húsið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2021 07:31 Giannis Antetokounmpo var mjög öflugur í sigri Bucks liðsins í nótt. AP/Matt Slocum NBA meistararnir heimsóttu aldrei Donald Trump í Hvíta húsið á meðan hann var forseti en það breyttist um leið og Joe Biden tók við. Milwaukee Bucks höfðu líka gott af heimsókninni ef marka má fyrsta leik liðsins eftir hana sem fór fram í nótt. Giannis Antetokounmpo skoraði 31 stig og tók 16 fráköst þegar Milwaukee Bucks vann 118-109 útisigur á Philadelphia 76ers. Grayson Allen var með 25 stig og setti niður mikilvægan þrist í fjórða leikhlutanum. A huge double-double from Giannis lifts the @Bucks on the road! @Giannis_An34: 32p/16r/4a/2b pic.twitter.com/Opo5tdvUDp— NBA (@NBA) November 10, 2021 Meistararnir Bucks héldu upp á fyrsta titil félagsins í fimmtíu ár í höfuðborginni daginn áður því allt liðið heimsótti þá Hvíta húsið í Washington DC. Sú heimsókn hafði greinilega góð áhrif á liðið sem vann aðeins í annað skiptið í síðustu sjö leikjum en síðustu tveir leikir fyrir heimsóknina til Joe Biden forseta höfðu tapast. Take an All-Access look at the 2021 NBA Champion @Bucks visit to The White House. pic.twitter.com/4e3Q3tAmFR— NBA (@NBA) November 9, 2021 Lið Philadelphia 76ers var vængbrotið í leiknum því stórstjarnan Joel Embiid auk þeirra Tobias Harris, Matisse Thybulle og Isaiah Joe voru ekki með vegna kórónusmits innan liðsins. Tyrese Maxey var atkvæðamestur í liðinu með 31 stig. Þá var Seth Curry ekki með vegna meiðsla og Ben Simmons hefur ekki spilað leik í vetur. PG's And-1 puts the on the @LAClippers 5th win in a row! pic.twitter.com/vpkUr69aie— NBA (@NBA) November 10, 2021 Paul George og félagar í Los Angeles Clippers fögnuðu sínum fimmta sigri í röð í nótt þegar þeir unnu 117-109 sigur á Portland Trail Blazers. George var með 24 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar í leiknum. Reggie Jackson skoraði 23 stig og gaf 6 stoðsendingar fyrir Clippers og þá var Nicolas Batum með 22 stig þar af setti hann niður tvo þrista á lokamínútum leiksins. Damian Lillard var með 27 stig hjá Portland og Norman Powell skoraði 23 stig. Donovan Mitchell var með 27 stig þegar Utah Jazz vann 119-98 heimasigur á Atlanta Hawks. Bojan Bogdanovic og Jordan Clarkson voru báðir með 16 stig og Rudy Gobert tók 14 fráköst. Kevin Huerter skoraði 28 stig fyrir Atlanta og Trae Young var með 27 stig. Cam Reddish bætti við 16 stigum og Clint Capela var með 13 stig og 12 fráköst. Það nægði liðinu ekki að hitta 51 prósent úr þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Utah liðið endaði með þessu tveggja leikja taphrinu eftir að hafa byrjað leiktíðina á sjö sigrum í átta fyrstu leikjunum. Þetta var annar sigur liðsins á Atlanta á aðeins fimm dögum. Úrslitin i NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Portland Trail Blazers 117-109 Philadelphia 76ers - Milwaukee Bucks 109-118 Utah Jazz- Atlanta Hawks 110-98 NBA Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira
Giannis Antetokounmpo skoraði 31 stig og tók 16 fráköst þegar Milwaukee Bucks vann 118-109 útisigur á Philadelphia 76ers. Grayson Allen var með 25 stig og setti niður mikilvægan þrist í fjórða leikhlutanum. A huge double-double from Giannis lifts the @Bucks on the road! @Giannis_An34: 32p/16r/4a/2b pic.twitter.com/Opo5tdvUDp— NBA (@NBA) November 10, 2021 Meistararnir Bucks héldu upp á fyrsta titil félagsins í fimmtíu ár í höfuðborginni daginn áður því allt liðið heimsótti þá Hvíta húsið í Washington DC. Sú heimsókn hafði greinilega góð áhrif á liðið sem vann aðeins í annað skiptið í síðustu sjö leikjum en síðustu tveir leikir fyrir heimsóknina til Joe Biden forseta höfðu tapast. Take an All-Access look at the 2021 NBA Champion @Bucks visit to The White House. pic.twitter.com/4e3Q3tAmFR— NBA (@NBA) November 9, 2021 Lið Philadelphia 76ers var vængbrotið í leiknum því stórstjarnan Joel Embiid auk þeirra Tobias Harris, Matisse Thybulle og Isaiah Joe voru ekki með vegna kórónusmits innan liðsins. Tyrese Maxey var atkvæðamestur í liðinu með 31 stig. Þá var Seth Curry ekki með vegna meiðsla og Ben Simmons hefur ekki spilað leik í vetur. PG's And-1 puts the on the @LAClippers 5th win in a row! pic.twitter.com/vpkUr69aie— NBA (@NBA) November 10, 2021 Paul George og félagar í Los Angeles Clippers fögnuðu sínum fimmta sigri í röð í nótt þegar þeir unnu 117-109 sigur á Portland Trail Blazers. George var með 24 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar í leiknum. Reggie Jackson skoraði 23 stig og gaf 6 stoðsendingar fyrir Clippers og þá var Nicolas Batum með 22 stig þar af setti hann niður tvo þrista á lokamínútum leiksins. Damian Lillard var með 27 stig hjá Portland og Norman Powell skoraði 23 stig. Donovan Mitchell var með 27 stig þegar Utah Jazz vann 119-98 heimasigur á Atlanta Hawks. Bojan Bogdanovic og Jordan Clarkson voru báðir með 16 stig og Rudy Gobert tók 14 fráköst. Kevin Huerter skoraði 28 stig fyrir Atlanta og Trae Young var með 27 stig. Cam Reddish bætti við 16 stigum og Clint Capela var með 13 stig og 12 fráköst. Það nægði liðinu ekki að hitta 51 prósent úr þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Utah liðið endaði með þessu tveggja leikja taphrinu eftir að hafa byrjað leiktíðina á sjö sigrum í átta fyrstu leikjunum. Þetta var annar sigur liðsins á Atlanta á aðeins fimm dögum. Úrslitin i NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Portland Trail Blazers 117-109 Philadelphia 76ers - Milwaukee Bucks 109-118 Utah Jazz- Atlanta Hawks 110-98
Úrslitin i NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Portland Trail Blazers 117-109 Philadelphia 76ers - Milwaukee Bucks 109-118 Utah Jazz- Atlanta Hawks 110-98
NBA Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira