Geir Inge Heggestad, fjölmiðlafulltrúi Sogndal, staðfesti þetta í samtali við norska miðilinn NRK.
Emil hneig niður á vellinum eftir um tólf mínútna leik gegn Stjørdals/Blink á mánudaginn fyrir rúmlega viku. Hann hafði því legið inni í átta daga, en Emil var endurlífgaður á vellinum og síðan flogið með hann á sjúkrahús í Bergen.
Sogndal hefur boðað til blaðamannafundar á morgun og þar mun Emil svara spurningum fréttamanna. Leikur Sogndal og Stjørdals/Blink verður síðan kláraður annað kvöld, en Emil og félagar voru 1-0 yfir þegar leikurinn var stöðvaður.