Segja Måneskin herma eftir sér: „Verið frumlegri“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. nóvember 2021 17:38 Hljómsveitarmeðlimir I Cugini di Campagna eru síður en svo sáttir með búningaval Måneskin á tónleikum Rolling Stones í Las Vegas á laugardag. Instagram/I Cuginni di Campagna Ítölsk glampopp hljómsveit, sem var stofnuð á áttunda áratugi síðustu aldar, hefur sakað hljómsveitina Måneskin um að herma eftir búningum hennar. Sveitin gagnrýnir að nýliðarnir hafi klæðst glimmerbúningum sem sýndu Bandaríska fánann þegar þeir opnuðu fyrir Rolling Stones á tónleikum í Las Vegas. Ivano Michetti, gítarleikari ítölsku sveitarinnar I Cugini di Campagna, sagði Måneskin nýta sér áttunda áratugs tískuna til að fá athygli og hvatti hljómsveitina til að vera frumlegri. Måneskin, eins og margir muna líklegast eftir, sigraði Eurovision söngvakeppnina í Rotterdam í maí fyrir hönd Ítalíu og hefur síðan þá notið mikilla vinsælda. Sveitin er nú á ferðalagi um Bandaríkin og hitaði upp fyrir Rolling Stones á tónleikum þeirra í Las Vegas á laugardag. Greinilegt er að rokkgoðsögnin Mick Jagger var hæstánægður með frammistöðu Måneskin en hann tísti að loknum tónleikum: Frábært kvöld í Vegas með Måneskin. Great night in Vegas with @thisismaneskin pic.twitter.com/CJCyk7RXka— Mick Jagger (@MickJagger) November 8, 2021 Michetti var hins vegar síður en svo sáttur með hljómsveitina og sagðist ekki hafa getað slakað á eftir að honum var bent á búninga meðlima Måneskin. „Ég fór og skoðaði hvað væri eiginlega í gangi og komst að því að meðlimir Måneskin voru klæddir eins og við á áttunda áratugnum,“ sagði Michetti í samtali við La Stampa. View this post on Instagram A post shared by (@i_cugini_di_campagna_official) Hljómsveitin I Cugini di Campagna, sem er enn starfandi, deildi mynd á Instagram þar sem Nick Luciani, söngvari sveitarinnar, er klæddur í glimmerbúning með stjörnum og röndum badnaríska fánans og svo mynd til hliðar af Damiano David, söngvara Måneskin, í svipuðum búningi. „Måneskin hitaði upp í Bandaríkjunum fyrir Rolling Stones og HERMDU eftir fötum I Cugini di Campagna,“ skrifaði sveitin við myndina sem hún deildi á Instagram. „HÆTTIÐ AÐ HERMA EFTIR FÖTUNUM OKKAR.“ Tónlist Ítalía Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira
Ivano Michetti, gítarleikari ítölsku sveitarinnar I Cugini di Campagna, sagði Måneskin nýta sér áttunda áratugs tískuna til að fá athygli og hvatti hljómsveitina til að vera frumlegri. Måneskin, eins og margir muna líklegast eftir, sigraði Eurovision söngvakeppnina í Rotterdam í maí fyrir hönd Ítalíu og hefur síðan þá notið mikilla vinsælda. Sveitin er nú á ferðalagi um Bandaríkin og hitaði upp fyrir Rolling Stones á tónleikum þeirra í Las Vegas á laugardag. Greinilegt er að rokkgoðsögnin Mick Jagger var hæstánægður með frammistöðu Måneskin en hann tísti að loknum tónleikum: Frábært kvöld í Vegas með Måneskin. Great night in Vegas with @thisismaneskin pic.twitter.com/CJCyk7RXka— Mick Jagger (@MickJagger) November 8, 2021 Michetti var hins vegar síður en svo sáttur með hljómsveitina og sagðist ekki hafa getað slakað á eftir að honum var bent á búninga meðlima Måneskin. „Ég fór og skoðaði hvað væri eiginlega í gangi og komst að því að meðlimir Måneskin voru klæddir eins og við á áttunda áratugnum,“ sagði Michetti í samtali við La Stampa. View this post on Instagram A post shared by (@i_cugini_di_campagna_official) Hljómsveitin I Cugini di Campagna, sem er enn starfandi, deildi mynd á Instagram þar sem Nick Luciani, söngvari sveitarinnar, er klæddur í glimmerbúning með stjörnum og röndum badnaríska fánans og svo mynd til hliðar af Damiano David, söngvara Måneskin, í svipuðum búningi. „Måneskin hitaði upp í Bandaríkjunum fyrir Rolling Stones og HERMDU eftir fötum I Cugini di Campagna,“ skrifaði sveitin við myndina sem hún deildi á Instagram. „HÆTTIÐ AÐ HERMA EFTIR FÖTUNUM OKKAR.“
Tónlist Ítalía Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira