Lokaleikur íslenska landsliðsins í undankeppni HM á árinu er á Kýpur 30. nóvember næstkomandi. Þetta átti að vera eini leikur liðsins í glugganum en það hefur nú breyst.
Íslensku stelpurnar unnu báða leiki sína í síðasta glugga eftir tap á móti Evrópumeisturum Hollands í fyrsta leik sínum í undankeppni HM.
Knattspyrnusamband Íslands segir frá því að íslenska liðið muni spila æfingarleik við Japan í Almere í Hollandi fimm dögum fyrr eða 25. nóvember.
Japanska landsliðið er í þrettánda sæti heimslistans eða þremur sætum á undan því íslenska.
A landslið kvenna mætir Japan í vináttulandsleik í Almere, Hollandi 25. nóvember, og mætir síðan Kýpur í undankeppni HM 30. nóvember. #alltundir #dottir pic.twitter.com/PagW7mBpz7
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 9, 2021