Fyrirliði Svía tekur undir gagnrýni Þorsteins Sindri Sverrisson skrifar 8. nóvember 2021 13:01 Caroline Seger reynir að verjast Söru Björk Gunnarsdóttur í baráttu landsliðsfyrirliðanna í leik Íslands og Svíþjóðar í undankeppni EM. Bæði liðin unnu sér sæti á EM sem fram fer í Englandi næsta sumar. vísir/vilhelm Ísland og Svíþjóð spila á tveimur minnstu leikvöngunum á EM kvenna í fótbolta næsta sumar. Ekki eru allir á eitt sáttir við það að spilað sé á leikvöngum sem aðeins rúma nokkur þúsund manns. Karl-Erik Nilsson, varaforseti UEFA, segir hægt að skoða það að skipta um velli. Eftir að dregið var í riðla í lok október varð ljóst að Ísland myndi leika við Belgíu og Ítalíu á akademíuleikvangi Manchester City, 10. og 14. júlí. Völlurinn rúmar aðeins 4.700 manns í sæti. „Sem City aðdáanda finnst mér það allt í lagi, en persónulega finnst mér þetta allt of lítill völlur. Ég hef áhyggjur af því að í einhverjum tilfellum verði vandamál fyrir Íslendinga að fá miða á völlinn,“ sagði Þorsteinn eftir dráttinn. Ísland mætir svo Frakklandi 18. júlí á New York Stadium í Rotherham sem er flottur völlur og rúmar 12.000 manns. Svíar spila tvo leiki á Bramall Lane í Sheffield og þar er pláss fyrir 30.000 áhorfendur. Síðasti leikur þeirra í C-riðli, gegn Rússlandi, er á öllu minna þekktari stað eða á fjölnota íþróttavelli í bænum Leigh. Samkvæmt Aftonbladet rúmar völlurinn í Leigh 8.000 manns á fótboltaleikjum. Caroline Seger, fyrirliði sænska landsliðsins, furðar sig á því að í mekka fótboltans, á miklum uppgangstímum í fótbolta kvenna, séu svo litlir vellir notaðir. Erfitt að skilja af hverju þessir vellir urðu fyrir valinu „Nú veit maður ekki hvernig þetta kom til en ef það á að gefa fótbolta kvenna rými til að vaxa og dafna, fá fleiri áhorfendur og búa til pressu þar að lútandi fyrir leiki, þá á ég erfitt með að skilja af hverju spilað er á völlum sem rúma svona fáar manneskjur,“ sagði Seger við Aftonbladet. „Það verður athyglisvert að sjá hvort að það verði uppselt snemma núna – hvort það mæti ekki fleira fólk og hvernig útkoma mótsins verður. Ég á erfitt með að skilja af hverju þessir vellir urðu fyrir valinu því miðað við fullyrðingar UEFA þá á þetta að verða stærsta Evrópumótið í sögu kvennafótboltans. Gefið kvennafótbolta vellina sem hann á skilið og velli sem rúma fólk svo að við getum sýnt fótboltann sem við spilum við bestu aðstæður og boðið fólk velkomið,“ sagði Seger. Tvöfalt fleiri miðar í boði Karl-Erik Nilsson er varaforseti UEFA og jafnframt formaður sænska knattspyrnusambandsins. Hann segir það koma til greina að skipta um leikvanga ef þrýst verði á það. Á mótinu verður upphafsleikurinn á Old Trafford og úrslitaleikurinn á Wembley, og einnig spilað á stórum völlum á borð við St Mary's og Bramall Lane. Fyrsti miðasöluglugginn lokast 16. nóvember og þá ætti að vera skýrara hve mikil eftirspurnin eftir miðum er en um 180.000 miðar eru seldir að sögn Svíans. „Ef við miðum við EM 2017 í Hollandi þá geta tvöfalt fleiri áhorfendur mætt á mótið því það verða alls um 700.000 miðar í boði. Síðan er það alltaf þannig á stórmótum að sumir leikir trekkja meira að en aðrir,“ sagði Nilsson. „Þegar England sótti um að halda mótið var það markmiðið að fullsetið yrði á öllum leikjum. Reynslan sýnir að sumir leikir eru minna spennandi en aðrir svo þess vegna var óskað eftir því að hafa suma vellina minni til að stærðin hentaði,“ sagði Nilsson. Upplýsingar KSÍ um miðasölu á EM. EM 2021 í Englandi Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Eftir að dregið var í riðla í lok október varð ljóst að Ísland myndi leika við Belgíu og Ítalíu á akademíuleikvangi Manchester City, 10. og 14. júlí. Völlurinn rúmar aðeins 4.700 manns í sæti. „Sem City aðdáanda finnst mér það allt í lagi, en persónulega finnst mér þetta allt of lítill völlur. Ég hef áhyggjur af því að í einhverjum tilfellum verði vandamál fyrir Íslendinga að fá miða á völlinn,“ sagði Þorsteinn eftir dráttinn. Ísland mætir svo Frakklandi 18. júlí á New York Stadium í Rotherham sem er flottur völlur og rúmar 12.000 manns. Svíar spila tvo leiki á Bramall Lane í Sheffield og þar er pláss fyrir 30.000 áhorfendur. Síðasti leikur þeirra í C-riðli, gegn Rússlandi, er á öllu minna þekktari stað eða á fjölnota íþróttavelli í bænum Leigh. Samkvæmt Aftonbladet rúmar völlurinn í Leigh 8.000 manns á fótboltaleikjum. Caroline Seger, fyrirliði sænska landsliðsins, furðar sig á því að í mekka fótboltans, á miklum uppgangstímum í fótbolta kvenna, séu svo litlir vellir notaðir. Erfitt að skilja af hverju þessir vellir urðu fyrir valinu „Nú veit maður ekki hvernig þetta kom til en ef það á að gefa fótbolta kvenna rými til að vaxa og dafna, fá fleiri áhorfendur og búa til pressu þar að lútandi fyrir leiki, þá á ég erfitt með að skilja af hverju spilað er á völlum sem rúma svona fáar manneskjur,“ sagði Seger við Aftonbladet. „Það verður athyglisvert að sjá hvort að það verði uppselt snemma núna – hvort það mæti ekki fleira fólk og hvernig útkoma mótsins verður. Ég á erfitt með að skilja af hverju þessir vellir urðu fyrir valinu því miðað við fullyrðingar UEFA þá á þetta að verða stærsta Evrópumótið í sögu kvennafótboltans. Gefið kvennafótbolta vellina sem hann á skilið og velli sem rúma fólk svo að við getum sýnt fótboltann sem við spilum við bestu aðstæður og boðið fólk velkomið,“ sagði Seger. Tvöfalt fleiri miðar í boði Karl-Erik Nilsson er varaforseti UEFA og jafnframt formaður sænska knattspyrnusambandsins. Hann segir það koma til greina að skipta um leikvanga ef þrýst verði á það. Á mótinu verður upphafsleikurinn á Old Trafford og úrslitaleikurinn á Wembley, og einnig spilað á stórum völlum á borð við St Mary's og Bramall Lane. Fyrsti miðasöluglugginn lokast 16. nóvember og þá ætti að vera skýrara hve mikil eftirspurnin eftir miðum er en um 180.000 miðar eru seldir að sögn Svíans. „Ef við miðum við EM 2017 í Hollandi þá geta tvöfalt fleiri áhorfendur mætt á mótið því það verða alls um 700.000 miðar í boði. Síðan er það alltaf þannig á stórmótum að sumir leikir trekkja meira að en aðrir,“ sagði Nilsson. „Þegar England sótti um að halda mótið var það markmiðið að fullsetið yrði á öllum leikjum. Reynslan sýnir að sumir leikir eru minna spennandi en aðrir svo þess vegna var óskað eftir því að hafa suma vellina minni til að stærðin hentaði,“ sagði Nilsson. Upplýsingar KSÍ um miðasölu á EM.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira