Ertu íslensk? Ósýnilegu konurnar stíga fram Heiðar Sumarliðason skrifar 7. nóvember 2021 13:17 Fjórar erlendar konur sem búa á Íslandi Magnea Björk Valdimarsdóttir sendi nýverið frá sér heimildamyndina Hvunndagshetjur (Are You Icelandic?). Myndin hefur m.a. unnið til verðlauna á kvikmyndahátíðum í Barcelona og París. Magnea útskrifaðist sem leikkona frá Listaháskóla Íslands árið 2006 en skipti um kúrs árið 2011 og fór að gera heimildamyndir. Hún hóf svo nám í kvikmyndagerð við háskóla í Marseille árið 2014. Eftir að hún sneri aftur heim upplifði hún sig sem hálfgerðan útlending í eigin landi, í faglegum skilningi. Hún ákvað því að skoða hlutskipti hinna raunverulegu erlendu kvenna sem eru hinir bókstaflegu ósýnilegu útlendingar hér á landi. En Magnea segir: „Konur af erlendum uppruna í þjónustustörfum ættu skilið að fá meira pláss og virðingu. Þetta eru manneskjurnar sem verða því miður oftast fyrir misrétti og ofbeldi í samfélaginu.“ Hún fylgdi eftir þeim Karolina Von Mrozik Gliszczynska, Ayse Ebru Gurdemir, Maria Victoria Ann Campbell og Zineta Pidzo Čogić, en þær eru fæddar í Póllandi, Tyrklandi, Jamaíka og Bosníu. Meðframleiðendur eru Júlíus Kemp og María Lea Ævarsdóttir, en myndin er framleidd með styrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Afraksturinn er nú til sýnis í Bíó Paradís og hér má sjá stiklu úr myndinni. Teaser Hvunndagshetjur / Are you Icelandic? from Magnea Björk Valdimarsdóttir on Vimeo. Stjörnubíó Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Magnea útskrifaðist sem leikkona frá Listaháskóla Íslands árið 2006 en skipti um kúrs árið 2011 og fór að gera heimildamyndir. Hún hóf svo nám í kvikmyndagerð við háskóla í Marseille árið 2014. Eftir að hún sneri aftur heim upplifði hún sig sem hálfgerðan útlending í eigin landi, í faglegum skilningi. Hún ákvað því að skoða hlutskipti hinna raunverulegu erlendu kvenna sem eru hinir bókstaflegu ósýnilegu útlendingar hér á landi. En Magnea segir: „Konur af erlendum uppruna í þjónustustörfum ættu skilið að fá meira pláss og virðingu. Þetta eru manneskjurnar sem verða því miður oftast fyrir misrétti og ofbeldi í samfélaginu.“ Hún fylgdi eftir þeim Karolina Von Mrozik Gliszczynska, Ayse Ebru Gurdemir, Maria Victoria Ann Campbell og Zineta Pidzo Čogić, en þær eru fæddar í Póllandi, Tyrklandi, Jamaíka og Bosníu. Meðframleiðendur eru Júlíus Kemp og María Lea Ævarsdóttir, en myndin er framleidd með styrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Afraksturinn er nú til sýnis í Bíó Paradís og hér má sjá stiklu úr myndinni. Teaser Hvunndagshetjur / Are you Icelandic? from Magnea Björk Valdimarsdóttir on Vimeo.
Stjörnubíó Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira