Valtteri Bottas á ráspól í Mexíkó Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 7. nóvember 2021 07:01 Valtteri Bottas verður á ráspól í dag EPA-EFE/David Guzman Finninn Valtteri Bottas sem ekur fyrir lið Mercedes var með besta tímann í tímatökunni fyrir mexíkóska kappaksturinn sem fer fram í Mexíkóborg síðar í dag. Bottas, sem er í þriðja sætinu í stigakeppni ökuþóra ók brautina í gær á tímanum 1:15.875 og skaut þar með liðsfélaga sínum, Lewis Hamilton, ref fyrir rass. Hamilton, sem er sigursælasti ökumaður sögunnar varð annar á tímanum 1:16.020 og þar með er Mercedes með fyrstu tvo bílana í ræsingunni. Max Verstappen, sem leiðir stigakeppni ökumanna og er þar með tólf stiga forskot á Hamilton náði þriðja sæti á tímanum 1:16.225. Liðsfélagi Verstappen hjá Red Bull, Sergio Perez, varð í fjórða sæti. Tímatakan sjálf var æsispennandi þar sem Verstappen leiddi lengst af. En í kjölfar áreksturs hjá Lance Stroll hjá Aston Martin þurfti að gera rúmlega hálftíma hlé. Eftir hléið tókst bæði Hamilton og Bottas að ná betri tíma. Mercedes eru í efsta sæti í liðakeppninni og Red Bull eru í öðru sæti. Formúla Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bottas, sem er í þriðja sætinu í stigakeppni ökuþóra ók brautina í gær á tímanum 1:15.875 og skaut þar með liðsfélaga sínum, Lewis Hamilton, ref fyrir rass. Hamilton, sem er sigursælasti ökumaður sögunnar varð annar á tímanum 1:16.020 og þar með er Mercedes með fyrstu tvo bílana í ræsingunni. Max Verstappen, sem leiðir stigakeppni ökumanna og er þar með tólf stiga forskot á Hamilton náði þriðja sæti á tímanum 1:16.225. Liðsfélagi Verstappen hjá Red Bull, Sergio Perez, varð í fjórða sæti. Tímatakan sjálf var æsispennandi þar sem Verstappen leiddi lengst af. En í kjölfar áreksturs hjá Lance Stroll hjá Aston Martin þurfti að gera rúmlega hálftíma hlé. Eftir hléið tókst bæði Hamilton og Bottas að ná betri tíma. Mercedes eru í efsta sæti í liðakeppninni og Red Bull eru í öðru sæti.
Formúla Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira