Sigurganga West Ham hélt áfram þegar Liverpool kom í heimsókn Arnar Geir Halldórsson skrifar 7. nóvember 2021 18:34 Moyes var glaður í dag. vísir/Getty Lærisveinar David Moyes hafa unnið fjóra leiki í röð í ensku úrvalsdeildinni og eru komnir upp í 3.sæti deildarinnar. Í dag fengu þeir Liverpool í heimsókn til Lundúna. Heimamenn byrjuðu leikinn betur því strax á fjórðu mínútu varð Alisson, markvörður Liverpool, fyrir því óláni að slá boltann í eigið net eftir hornspyrnu Pablo Fornals. Sjaldséð mistök hjá Brasilíumanninum öfluga. Trent Alexander-Arnold sá til þess að liðin færu með jafna stöðu í leikhléið því hann skoraði flott aukaspyrnumark á 41.mínútu. Staðan í leikhléi því jöfn. West Ham verið á mikilli siglingu að undanförnu og þeir tóku forystuna aftur í leiknum þegar Fornals skoraði á 67.mínútu eftir undirbúning Jarrod Bowen. Nokkrum mínútum síðar tvöfaldaði Kurt Zouma forystuna þegar hann stangaði hornspyrnu Bowen í netið af fjærstönginni. Divock Origi kom inn af bekknum hjá Liverpool og náði að klóra í bakkann fyrir gestina með marki á 83.mínútu en nær komust gestirnir ekki og 3-2 sigur West Ham staðreynd. Úrslitin þýða að West Ham fer upp fyrir Liverpool í 3.sæti deildarinnar. Enski boltinn
Lærisveinar David Moyes hafa unnið fjóra leiki í röð í ensku úrvalsdeildinni og eru komnir upp í 3.sæti deildarinnar. Í dag fengu þeir Liverpool í heimsókn til Lundúna. Heimamenn byrjuðu leikinn betur því strax á fjórðu mínútu varð Alisson, markvörður Liverpool, fyrir því óláni að slá boltann í eigið net eftir hornspyrnu Pablo Fornals. Sjaldséð mistök hjá Brasilíumanninum öfluga. Trent Alexander-Arnold sá til þess að liðin færu með jafna stöðu í leikhléið því hann skoraði flott aukaspyrnumark á 41.mínútu. Staðan í leikhléi því jöfn. West Ham verið á mikilli siglingu að undanförnu og þeir tóku forystuna aftur í leiknum þegar Fornals skoraði á 67.mínútu eftir undirbúning Jarrod Bowen. Nokkrum mínútum síðar tvöfaldaði Kurt Zouma forystuna þegar hann stangaði hornspyrnu Bowen í netið af fjærstönginni. Divock Origi kom inn af bekknum hjá Liverpool og náði að klóra í bakkann fyrir gestina með marki á 83.mínútu en nær komust gestirnir ekki og 3-2 sigur West Ham staðreynd. Úrslitin þýða að West Ham fer upp fyrir Liverpool í 3.sæti deildarinnar.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti