Einu sigrarnir komið gegn Lakers sem eru aftur án LeBron James Sindri Sverrisson skrifar 5. nóvember 2021 07:31 LeBron James var í borgaralegum klæðum á bekknum hjá LA Lakers í gærkvöld en ekki er alveg ljóst hve lengi hann verður frá keppni. Meiðslin munu þó vera minni háttar. AP/Marcio Jose Sanchez Meiðsli halda áfram að angra LeBron James sem missti af tveimur leikjum í október. Hann lék ekki með LA Lakers í nótt eftir að hafa tognað í kvið og verður frá keppni í að minnsta kosti viku. Lakers hafa tapað fjórum af níu fyrstu leikjum sínum á leiktíðinni í NBA-deildinni í körfubolta. Tvö tapanna hafa komið gegn Oklahoma City Thunder sem vann dísætan 107-104 sigur í leik liðanna í nótt. Þetta eru jafnframt einu tveir sigrar Oklahoma til þessa, í átta leikjum. Í nótt vann Oklahoma upp 19 stiga forskot sem Lakers náðu um miðjan 2. leikhluta og komst í fyrsta sinn yfir þegar um fimm mínútur voru eftir af leiknum. Shai's tough finish gives the @okcthunder their first lead of the night!Thunder lead with 3:24 to play on NBA League Pass... Watch the action in LA here: https://t.co/V0kkYEEIkG pic.twitter.com/qBWLgzG64F— NBA (@NBA) November 5, 2021 „Við hefðum ekki átt að tapa þessum leik,“ sagði Anthony Davis sem skoraði 29 stig og tók 19 fráköst fyrir Lakers. „Þetta snerist ekki um það að LeBron væri ekki hérna… Það er í lagi með okkur en það er sárt að tapa fyrir sama liði tvisvar á einni viku með sams konar hætti. Við verðum að horfast í augu við það og takast á við það,“ sagði Davis. Shai Gilgeous-Alexander skoraði 11 af 28 stigum sínum fyrir Oklahoma í lokaleikhlutanum. Þar á meðal þriggja stiga körfu frá miðju þegar 1 mínúta og 18 sekúndur voru eftir. .@JCrossover and @QRich can't get enough of the Shai triple pic.twitter.com/3oCPF8PCwv— NBA (@NBA) November 5, 2021 Nóg var eftir af skotklukkunni og Oklahoma aðeins þremur stigum yfir en Gilgeous-Alexander var fyrirgefið þar sem boltinn fór ofan í. „Ef þetta hefði verið einhver annar þá hefði ég sagt eitthvað. En fyrst þetta er Shai þá er það í lagi. Hann er einstakur leikmaður,“ sagði Kenrich Williams sem skoraði níu af 13 stigum sínum í lokaleikhlutanum. Úrslitin í gær: Detroit 98-109 Philadelphia Atlanta 98-116 Utah Miami 78-95 Boston Phoenix 123-111 Houston LA Lakers 104-107 Oklahoma NBA Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Lakers hafa tapað fjórum af níu fyrstu leikjum sínum á leiktíðinni í NBA-deildinni í körfubolta. Tvö tapanna hafa komið gegn Oklahoma City Thunder sem vann dísætan 107-104 sigur í leik liðanna í nótt. Þetta eru jafnframt einu tveir sigrar Oklahoma til þessa, í átta leikjum. Í nótt vann Oklahoma upp 19 stiga forskot sem Lakers náðu um miðjan 2. leikhluta og komst í fyrsta sinn yfir þegar um fimm mínútur voru eftir af leiknum. Shai's tough finish gives the @okcthunder their first lead of the night!Thunder lead with 3:24 to play on NBA League Pass... Watch the action in LA here: https://t.co/V0kkYEEIkG pic.twitter.com/qBWLgzG64F— NBA (@NBA) November 5, 2021 „Við hefðum ekki átt að tapa þessum leik,“ sagði Anthony Davis sem skoraði 29 stig og tók 19 fráköst fyrir Lakers. „Þetta snerist ekki um það að LeBron væri ekki hérna… Það er í lagi með okkur en það er sárt að tapa fyrir sama liði tvisvar á einni viku með sams konar hætti. Við verðum að horfast í augu við það og takast á við það,“ sagði Davis. Shai Gilgeous-Alexander skoraði 11 af 28 stigum sínum fyrir Oklahoma í lokaleikhlutanum. Þar á meðal þriggja stiga körfu frá miðju þegar 1 mínúta og 18 sekúndur voru eftir. .@JCrossover and @QRich can't get enough of the Shai triple pic.twitter.com/3oCPF8PCwv— NBA (@NBA) November 5, 2021 Nóg var eftir af skotklukkunni og Oklahoma aðeins þremur stigum yfir en Gilgeous-Alexander var fyrirgefið þar sem boltinn fór ofan í. „Ef þetta hefði verið einhver annar þá hefði ég sagt eitthvað. En fyrst þetta er Shai þá er það í lagi. Hann er einstakur leikmaður,“ sagði Kenrich Williams sem skoraði níu af 13 stigum sínum í lokaleikhlutanum. Úrslitin í gær: Detroit 98-109 Philadelphia Atlanta 98-116 Utah Miami 78-95 Boston Phoenix 123-111 Houston LA Lakers 104-107 Oklahoma
Úrslitin í gær: Detroit 98-109 Philadelphia Atlanta 98-116 Utah Miami 78-95 Boston Phoenix 123-111 Houston LA Lakers 104-107 Oklahoma
NBA Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira