Hyundai með flestar nýskráningar í október Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 5. nóvember 2021 07:00 Framendinn á nýjum Tucson N Line. Alls voru 122 Hyundai bifreiðar nýskráðar, það voru flestar nýskráningar allra framleiðenda. Toyota var í öðru sæti með 84 eintök nýskráð og Volvo í þriðja sæti með 71 eintak. Alls voru nýskráð 1020 ökutæki í október, þar af 788 fólksbifreiðar, samkvæmt opinberum tölum á vef Samgöngustofu. Undirtegundir Hyundai Tucson var mest nýskráða undirtegundin með 72 eintök. Þar af eru 68 tengiltvinn bílar. Mazda MX-30 sú næst mest nýskráða með 49 eintök. Mercedes-Benz GLE er í þriðja sæti með 34 nýskráð eintök. Athygli vekur að Toyota sem er í öðru sæti í heildina sést ekki á lista yfir undirtegundir fyrr en í fjórða sæti, þar sem finna má Rav4 með 31 eintak. Fjöldi nýskráninga eftir orkugjafa. Orkugjafar Minnsti mögulegi munur er á bensín raftengilbílum annars vegar, sem er algengasti orkugjafi nýskráðra bíla í október með 277 eintök nýskráð og rafbíla hins vegar sem var næst algengasti orkugjafinn í október, 276 eintök. Þróun Samtals voru nýskráð 1397 ný ökutæki í september á Íslandi. Það fækkar því um rúman fjórðung þar sem nýskráð ökutæki í október voru 1020. Það er þó smávægileg aukning á milli ára. Í október í fyrra voru 962 ökutæki nýskráð þannig að nýskráningum fjölgar um 6%. Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Undirtegundir Hyundai Tucson var mest nýskráða undirtegundin með 72 eintök. Þar af eru 68 tengiltvinn bílar. Mazda MX-30 sú næst mest nýskráða með 49 eintök. Mercedes-Benz GLE er í þriðja sæti með 34 nýskráð eintök. Athygli vekur að Toyota sem er í öðru sæti í heildina sést ekki á lista yfir undirtegundir fyrr en í fjórða sæti, þar sem finna má Rav4 með 31 eintak. Fjöldi nýskráninga eftir orkugjafa. Orkugjafar Minnsti mögulegi munur er á bensín raftengilbílum annars vegar, sem er algengasti orkugjafi nýskráðra bíla í október með 277 eintök nýskráð og rafbíla hins vegar sem var næst algengasti orkugjafinn í október, 276 eintök. Þróun Samtals voru nýskráð 1397 ný ökutæki í september á Íslandi. Það fækkar því um rúman fjórðung þar sem nýskráð ökutæki í október voru 1020. Það er þó smávægileg aukning á milli ára. Í október í fyrra voru 962 ökutæki nýskráð þannig að nýskráningum fjölgar um 6%.
Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira