Lífið

Þjóðþekktir einstaklingar flykktust með börnin í bíó

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Aðalleikkonur barna- og fjölskyldumyndarinnar Birta.
Aðalleikkonur barna- og fjölskyldumyndarinnar Birta. Mummi Lú

Það var mikill stjörnufans i Smárabíói þegar íslenska barna- og fjölskyldumyndin Birta var frumsýnd. Salka Sól mætti ólétt og geislandi en hún leikur eitt aðalhlutverkið ásamt Kristínu Erlu Pétursdóttir og Margréti Júlíu Reynisdóttir.

Þær Kristín Erla og Margrét Júlía hafa báðar nýlega hlotið verðlaun á virtum kvikmyndahátíðum erlendis fyrir leik í myndinni eins og fjallað hefur verið um hér á Vísi. Helga Arnardóttir fjölmiðlakona skrifaði handritið að Birtu og Bragi Þór Hinriksson leikstýrði, en hann leikstýrði einnig Sveppa og Villa myndunum ásamt Víti í Vestmannaeyjum.

Birta kemur í bíó í dag og mun síðar í mánuðinum einnig vera aðgengileg í Sjónvarpi Símans Premium. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir sem Mummi Lú tók á sýningunni.

Mummi Lú
Mummi Lú
Mummi Lú
Mummi Lú
Mummi Lú
Mummi Lú
Mummi Lú
Mummi Lú
Mummi Lú
Mummi Lú
Mummi Lú
Mummi Lú
Mummi Lú
Mummi Lú
Mummi Lú
Mummi Lú
Helga Arnardóttir fjölmiðlakona skrifaði handritið að Birtu og Bragi Þór Hinriksson leikstýrði.Mummi Lú

Tengdar fréttir

Tólf ára Kristín Erla valin besta aðalleikkonan

Kristín Erla Pétursdóttir, 12 ára aðalleikkona í kvikmyndinni Birtu eftir Braga Þór Hinriksson, var valin besta leikkonan í hópi ungmenna þvert á aldursflokka frá 7-18 ára á Schlingel í Chemnitz í Þýskalandi, einni af stærstu barnakvikmyndahátíð í Evrópu.

Sýnishorn úr barna- og fjölskyldumyndinni Birta

Kvikmyndin Birta eftir Braga Þór Hinriksson er fyrsta leikna barna-og fjölskyldumyndin sem verður frumsýnd hér á landi frá því Víti í Vestmannaeyjum var sýnd árið 2018 við miklar vinsældir, einnig í leikstjórn Braga Þórs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.