„Sé mig fyrir mér fá barnið í fangið eftir leik á EM“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. nóvember 2021 09:01 Sara Björk Gunnarsdóttir í einum af 136 landsleikjum sínum. vísir/vilhelm Sara Björk Gunnarsdóttir stefnir ótrauð á að spila með íslenska landsliðinu á EM á Englandi næsta sumar. Hún á von á sínu fyrsta barni síðar í þessum mánuði. Í viðtali við Forbes ræðir Sara um óléttuna og hvað tekur við eftir að barn hennar kemur í heiminn. Hana dreymir um að spila á EM næsta sumar sem yrði hennar fjórða Evrópumót á ferlinum. "I picture myself playing in England & after the game getting my baby in my arms with all the Icelandic fans in the stands" my exclusive interview with @sarabjork18 on dealing with pregnancy and coming back to play in the @UEFAWomensEURO for @ForbesSports https://t.co/sKtSsPBmFU pic.twitter.com/Ws9UK6hLsp— Asif Burhan (@AsifBurhan) November 4, 2021 „Ég sé mig fyrir mér spila á Englandi og fá barnið í fangið eftir leik með alla íslensku stuðningsmennina í stúkunni. Hugurinn er þar en sjáum hvort líkaminn fylgi með,“ sagði Sara. Hún vinnur núna að heimildamynd með íþróttavöruframleiðandanum PUMA og fjölmiðlafyrirtækinu Copa 90 um óléttuna og endurkomuna á völlinn. Sara segir óléttuna ólíka öllu öðru sem hún hefur áður upplifað. „Líkamlega hefur þetta augljóslega verið áskorun. Ég hef alltaf verið í formi, með stjórn á líkama mínum, hvernig ég æfi, hvíli og nærist. Núna snýst þetta ekki bara um mig. Ég þarf að sinna barninu sem er að vaxa inni í mér. Það hefur verið áskorun að halda aftur af sér á æfingum. Það hafa orðið breytingar á líkama mínum sem ég ræð ekkert við. Það er kannski það erfiðasta því ég hef alltaf haft góða stjórn á líkamanum en núna geri ég það ekki.“ Saknar fótboltans Sara segist hafa verið svolítið einangruð síðustu mánuði þar sem hún er vön að vera hluti af liði og nánast í daglegum samskiptum við samherja sína. Hún líkir þessu við að vera frá vegna meiðsla í nokkuð langan tíma. „Andlega er þetta upp og niður og allir dagar eru ólíkir. Auðvitað sakna ég fótboltans alltaf og þess að vera í kringum liðið og æfa. Hlakka til þess að hitta stelpurnar í búningsklefanum og hlæja með þeim. Hvað andlega þáttinn varðar hefur þetta verið mikil breyting,“ sagði Sara. Sara Björk hitar upp fyrir leik í Meistaradeild Evrópu.getty/Alex Caparros Hún segir að markmiðið með gerð heimildarmyndarinnar sé að sýna að það sé hægt að vera móðir og afrekskona í íþróttum á hæsta getustigi. Að sögn Söru eru barneignir hálfgert feimnismál meðal íþróttakvenna og lítið hafi verið gert til að tryggja réttindi þeirra sem eignast börn á meðan ferilinn stendur yfir. Hræddar að stofna fjölskyldu „Margar íþróttakonur eru hræddar við að eignast barn á meðan ferlinum stendur. Það er óhugnanlegt, þú veist ekki hvort þú ert að fórna ferlinum. Það eru ekki margar fyrirmyndir sem sýna að þetta sé hægt. Ég held að íþróttakonur séu enn hræddar að stofna fjölskyldu,“ sagði Sara. „Þetta er augljóslega eitthvað sem þú talar um. Þú talar um fjölskyldu og barneignir við liðsfélagana. En það hefur ekki mikið verið rætt um þetta og þetta er hálfgert feimnismál innan íþróttaheims kvenna því við einbeitum okkur bara að ferlinum. Við höfum ekki haft neinn rétt og ekki verið leyft að íhuga að eignast börn á meðan ferlinum stendur. Oftast hugsum við um að stofna fjölskyldu eftir ferilinn. Árið er 2021 og það er mjög skrítið að þetta sé ekki jafn opið og það ætti að vera. Þetta ætti að vera venjulegasti hlutur í heimi og við erum að reyna að gera það með þessari heimildamynd. Að sýna fram á að þetta sé möguleiki og tækifæri sem við getum nýtt. Þetta er áskorun en möguleg.“ Sara Björk ætlar að spila á fjórða Evrópumóti sínu næsta sumar.vísir/bára Þegar Sara greindi frá óléttunni sagði lið hennar, Lyon í Frakklandi, að það ætlaði að styðja við bakið á henni og hjálpa henni að koma til baka. Sara gekk í raðir Lyon í fyrra og varð þá Evrópumeistari með liðinu. Hún skoraði þriðja og síðasta mark liðsins í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Lyon vann þá gamla liðið hennar Söru, Wolfsburg, með þremur mörkum gegn einu. Sem fyrr sagði ætlar Sara sér að spila með íslenska landsliðinu á EM næsta sumar. Ísland er í riðli með Frakklandi, Ítalíu og Belgíu. „Auðvitað langar mig að koma til baka og spila á EM. Hugurinn fer með mig á staði þar sem ég get leyft mér að dreyma. Og oft tekst það. Þú veist aldrei alveg hvernig líkaminn bregst við og hvernig þér á eftir að líða. Ég vona að líkaminn fari með mig þangað. Þú veist aldrei en ég held að það sé raunhæft. Ef allt gengur vel get ég spilað á EM. Ef ekki veit ég að ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að láta það ganga. Ég verð bara að sjá hvort líkaminn vinni með mér,“ sagði Sara sem er leikjahæst í sögu íslenska landsliðsins með 136 landsleiki. Viðtalið við Forbes má lesa með því að smella hér. Franski boltinn EM 2021 í Englandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira
Í viðtali við Forbes ræðir Sara um óléttuna og hvað tekur við eftir að barn hennar kemur í heiminn. Hana dreymir um að spila á EM næsta sumar sem yrði hennar fjórða Evrópumót á ferlinum. "I picture myself playing in England & after the game getting my baby in my arms with all the Icelandic fans in the stands" my exclusive interview with @sarabjork18 on dealing with pregnancy and coming back to play in the @UEFAWomensEURO for @ForbesSports https://t.co/sKtSsPBmFU pic.twitter.com/Ws9UK6hLsp— Asif Burhan (@AsifBurhan) November 4, 2021 „Ég sé mig fyrir mér spila á Englandi og fá barnið í fangið eftir leik með alla íslensku stuðningsmennina í stúkunni. Hugurinn er þar en sjáum hvort líkaminn fylgi með,“ sagði Sara. Hún vinnur núna að heimildamynd með íþróttavöruframleiðandanum PUMA og fjölmiðlafyrirtækinu Copa 90 um óléttuna og endurkomuna á völlinn. Sara segir óléttuna ólíka öllu öðru sem hún hefur áður upplifað. „Líkamlega hefur þetta augljóslega verið áskorun. Ég hef alltaf verið í formi, með stjórn á líkama mínum, hvernig ég æfi, hvíli og nærist. Núna snýst þetta ekki bara um mig. Ég þarf að sinna barninu sem er að vaxa inni í mér. Það hefur verið áskorun að halda aftur af sér á æfingum. Það hafa orðið breytingar á líkama mínum sem ég ræð ekkert við. Það er kannski það erfiðasta því ég hef alltaf haft góða stjórn á líkamanum en núna geri ég það ekki.“ Saknar fótboltans Sara segist hafa verið svolítið einangruð síðustu mánuði þar sem hún er vön að vera hluti af liði og nánast í daglegum samskiptum við samherja sína. Hún líkir þessu við að vera frá vegna meiðsla í nokkuð langan tíma. „Andlega er þetta upp og niður og allir dagar eru ólíkir. Auðvitað sakna ég fótboltans alltaf og þess að vera í kringum liðið og æfa. Hlakka til þess að hitta stelpurnar í búningsklefanum og hlæja með þeim. Hvað andlega þáttinn varðar hefur þetta verið mikil breyting,“ sagði Sara. Sara Björk hitar upp fyrir leik í Meistaradeild Evrópu.getty/Alex Caparros Hún segir að markmiðið með gerð heimildarmyndarinnar sé að sýna að það sé hægt að vera móðir og afrekskona í íþróttum á hæsta getustigi. Að sögn Söru eru barneignir hálfgert feimnismál meðal íþróttakvenna og lítið hafi verið gert til að tryggja réttindi þeirra sem eignast börn á meðan ferilinn stendur yfir. Hræddar að stofna fjölskyldu „Margar íþróttakonur eru hræddar við að eignast barn á meðan ferlinum stendur. Það er óhugnanlegt, þú veist ekki hvort þú ert að fórna ferlinum. Það eru ekki margar fyrirmyndir sem sýna að þetta sé hægt. Ég held að íþróttakonur séu enn hræddar að stofna fjölskyldu,“ sagði Sara. „Þetta er augljóslega eitthvað sem þú talar um. Þú talar um fjölskyldu og barneignir við liðsfélagana. En það hefur ekki mikið verið rætt um þetta og þetta er hálfgert feimnismál innan íþróttaheims kvenna því við einbeitum okkur bara að ferlinum. Við höfum ekki haft neinn rétt og ekki verið leyft að íhuga að eignast börn á meðan ferlinum stendur. Oftast hugsum við um að stofna fjölskyldu eftir ferilinn. Árið er 2021 og það er mjög skrítið að þetta sé ekki jafn opið og það ætti að vera. Þetta ætti að vera venjulegasti hlutur í heimi og við erum að reyna að gera það með þessari heimildamynd. Að sýna fram á að þetta sé möguleiki og tækifæri sem við getum nýtt. Þetta er áskorun en möguleg.“ Sara Björk ætlar að spila á fjórða Evrópumóti sínu næsta sumar.vísir/bára Þegar Sara greindi frá óléttunni sagði lið hennar, Lyon í Frakklandi, að það ætlaði að styðja við bakið á henni og hjálpa henni að koma til baka. Sara gekk í raðir Lyon í fyrra og varð þá Evrópumeistari með liðinu. Hún skoraði þriðja og síðasta mark liðsins í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Lyon vann þá gamla liðið hennar Söru, Wolfsburg, með þremur mörkum gegn einu. Sem fyrr sagði ætlar Sara sér að spila með íslenska landsliðinu á EM næsta sumar. Ísland er í riðli með Frakklandi, Ítalíu og Belgíu. „Auðvitað langar mig að koma til baka og spila á EM. Hugurinn fer með mig á staði þar sem ég get leyft mér að dreyma. Og oft tekst það. Þú veist aldrei alveg hvernig líkaminn bregst við og hvernig þér á eftir að líða. Ég vona að líkaminn fari með mig þangað. Þú veist aldrei en ég held að það sé raunhæft. Ef allt gengur vel get ég spilað á EM. Ef ekki veit ég að ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að láta það ganga. Ég verð bara að sjá hvort líkaminn vinni með mér,“ sagði Sara sem er leikjahæst í sögu íslenska landsliðsins með 136 landsleiki. Viðtalið við Forbes má lesa með því að smella hér.
Franski boltinn EM 2021 í Englandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira