Þórsarar lögðu Sögu Snorri Rafn Hallsson skrifar 3. nóvember 2021 15:30 Það var spenna í loftinu þegar lið Sögu og Þórs mættust í Dust 2 kortinu í gærkvöldi. Lið Sögu samanstendur að stórum hluta úr þeim leikmannahópi sem lék undir merkjum Þórs á síðasta tímabili og hlökkuðu þeir til að mæta sínum gamla liðsfélaga Rean, sem fer fyrir nýja Þórsliðinu. Saga hefur einungis unnið einn leik á tímabilinu en engu að síður hefur liðinu tekist að sýna hvað í þeim býr. Liðið hefur mætt erfiðum andstæðingum hingað til en gert heiðarlega tilraun til að standa uppi í hárinu á þeim og gefast ekki upp. Þórsarar eru aftur á móti í góðri stöðu á toppnum en í síðustu umferð lagði liðið XY 16-2. Saga hafði betur í hnífalotunni og fékk því að byrja leikinn í vörn (Counter-Terrorists). Það fór þó ekki vel af stað hjá þeim þar sem Allee, leikmaður Þórs var smellhittinn og felldi 8 andstæðinga í fyrstu þremur lotunum og Þór komst auðveldlega í 4-0. Þá tókst Sögu að krækja sér í sína fyrstu lotu með fallegri fléttu en fljótlega sigldi Þór enn lengra fram úr. Þórsarar voru beittir og ekkert gekk hjá Sögu að stoppa upp í götin í vörninni hjá sér og átti Þór því greiðan aðgang að sprengjusvæðunum. Staða í hálfleik: Þór 11 - 4 Saga Leikmenn Sögu eiga hrós skilið fyrir hvernig þeim tókst að snúa leik sínum við í síðari hálfleik. Þrátt fyrir að vera í arfaslakri stöðu var engan bilbug á þeim að finna og sjá má merki þess að liðið sé að bæta sig í hverjum einasta leik sem það spilar. Í síðari hálfleik nýtti Saga sér eiginleika Dust 2 kortsins sem er opið og krefst ekki alveg eins mikils aga og skipulags og önnur kort eiga það til að gera. Liðið reiddi sig á ADHD sem bjó til mikið pláss fyrir snarpar aðgerðir og hefur ábyrgðinni á opnunum verið létt af Pandaz og dreift á fleiri leikmenn. Þannig vann Saga fimm lotur í röð og staðan orðin öllu álitlegri, 12-9, eftir tuttugu og eina lotu. Þórsarar juku forskot sitt þá aðeins, en þó mátti litlu muna að leikar snerust Sögu enn frekar í vil í tuttugustu og sjöttu lotu, en þá tókst Rean að bjarga leiknum fyrir horn og stóðu Þórsarar því uppi sem sigurvegarar. Lokastaða: Þór 16 - 13 Saga Næst leikur Saga gegn Kórdrengjum þann 19. nóvember en þá mæta Þórsarar Dusty. Sannkallaðir topp- og botnslagir þar á ferðinni. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Vodafone-deildin Tengdar fréttir Fjórðu umferð lokið í CS:GO: Sviptingar á toppnum og stórir sigrar Fjórðu umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO lauk í gær þegar Þór pakkaði XY saman 16-2. Leikir umferðarinnar voru ójafnari en áður og sitja lið Dusty og Þórs nú tvö á toppnum. 30. október 2021 15:00 Þór skildi XY eftir í sárum Gríðarsterkt lið Þórs vann stærsta sigur í Vodafonedeildinni í CS:GO hingað til þegar liðið pakkaði XY saman 16-2. 30. október 2021 13:32 Saga vann sinn fyrsta leik á tímabilinu Fyrsti sigur Sögu Esports kom í fjórðu umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO þegar liðið vann stórsigur á Ármanni. 30. október 2021 12:00
Það var spenna í loftinu þegar lið Sögu og Þórs mættust í Dust 2 kortinu í gærkvöldi. Lið Sögu samanstendur að stórum hluta úr þeim leikmannahópi sem lék undir merkjum Þórs á síðasta tímabili og hlökkuðu þeir til að mæta sínum gamla liðsfélaga Rean, sem fer fyrir nýja Þórsliðinu. Saga hefur einungis unnið einn leik á tímabilinu en engu að síður hefur liðinu tekist að sýna hvað í þeim býr. Liðið hefur mætt erfiðum andstæðingum hingað til en gert heiðarlega tilraun til að standa uppi í hárinu á þeim og gefast ekki upp. Þórsarar eru aftur á móti í góðri stöðu á toppnum en í síðustu umferð lagði liðið XY 16-2. Saga hafði betur í hnífalotunni og fékk því að byrja leikinn í vörn (Counter-Terrorists). Það fór þó ekki vel af stað hjá þeim þar sem Allee, leikmaður Þórs var smellhittinn og felldi 8 andstæðinga í fyrstu þremur lotunum og Þór komst auðveldlega í 4-0. Þá tókst Sögu að krækja sér í sína fyrstu lotu með fallegri fléttu en fljótlega sigldi Þór enn lengra fram úr. Þórsarar voru beittir og ekkert gekk hjá Sögu að stoppa upp í götin í vörninni hjá sér og átti Þór því greiðan aðgang að sprengjusvæðunum. Staða í hálfleik: Þór 11 - 4 Saga Leikmenn Sögu eiga hrós skilið fyrir hvernig þeim tókst að snúa leik sínum við í síðari hálfleik. Þrátt fyrir að vera í arfaslakri stöðu var engan bilbug á þeim að finna og sjá má merki þess að liðið sé að bæta sig í hverjum einasta leik sem það spilar. Í síðari hálfleik nýtti Saga sér eiginleika Dust 2 kortsins sem er opið og krefst ekki alveg eins mikils aga og skipulags og önnur kort eiga það til að gera. Liðið reiddi sig á ADHD sem bjó til mikið pláss fyrir snarpar aðgerðir og hefur ábyrgðinni á opnunum verið létt af Pandaz og dreift á fleiri leikmenn. Þannig vann Saga fimm lotur í röð og staðan orðin öllu álitlegri, 12-9, eftir tuttugu og eina lotu. Þórsarar juku forskot sitt þá aðeins, en þó mátti litlu muna að leikar snerust Sögu enn frekar í vil í tuttugustu og sjöttu lotu, en þá tókst Rean að bjarga leiknum fyrir horn og stóðu Þórsarar því uppi sem sigurvegarar. Lokastaða: Þór 16 - 13 Saga Næst leikur Saga gegn Kórdrengjum þann 19. nóvember en þá mæta Þórsarar Dusty. Sannkallaðir topp- og botnslagir þar á ferðinni. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Rafíþróttir Vodafone-deildin Tengdar fréttir Fjórðu umferð lokið í CS:GO: Sviptingar á toppnum og stórir sigrar Fjórðu umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO lauk í gær þegar Þór pakkaði XY saman 16-2. Leikir umferðarinnar voru ójafnari en áður og sitja lið Dusty og Þórs nú tvö á toppnum. 30. október 2021 15:00 Þór skildi XY eftir í sárum Gríðarsterkt lið Þórs vann stærsta sigur í Vodafonedeildinni í CS:GO hingað til þegar liðið pakkaði XY saman 16-2. 30. október 2021 13:32 Saga vann sinn fyrsta leik á tímabilinu Fyrsti sigur Sögu Esports kom í fjórðu umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO þegar liðið vann stórsigur á Ármanni. 30. október 2021 12:00
Fjórðu umferð lokið í CS:GO: Sviptingar á toppnum og stórir sigrar Fjórðu umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO lauk í gær þegar Þór pakkaði XY saman 16-2. Leikir umferðarinnar voru ójafnari en áður og sitja lið Dusty og Þórs nú tvö á toppnum. 30. október 2021 15:00
Þór skildi XY eftir í sárum Gríðarsterkt lið Þórs vann stærsta sigur í Vodafonedeildinni í CS:GO hingað til þegar liðið pakkaði XY saman 16-2. 30. október 2021 13:32
Saga vann sinn fyrsta leik á tímabilinu Fyrsti sigur Sögu Esports kom í fjórðu umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO þegar liðið vann stórsigur á Ármanni. 30. október 2021 12:00
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn