„Þegar ég stoppa bílinn hélt ég að hann væri dáinn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. nóvember 2021 11:30 Hannes Þór Halldórsson leikstýrði sinni fyrstu kvikmynd á dögunum og hefur myndin Leynilögga fengið góðar viðtökur. Hannes Þór Halldórsson er líklega besti markvörður Íslandssögunnar. Hannes leikstýrir kvikmyndinni Leynilögga sem frumsýnd var á dögunum og er það fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem hann leikstýrir. Hannes er gestur vikunnar í Einkalífinu. Segja má að Hannes sé þjóðhetja og muna eflaust margir eftir því þegar hann varði vítaspyrnu frá Lionel Messi á HM í Rússlandi árið 2018. Hann fór seint út í atvinnumennsku en kom samt sem áður víða við á sínum ferli sem atvinnumaður erlendis. Þar á meðal lék hann með knattspyrnuliðinu Qarabağ í Aserbaídsjan á árunum 2018-2019. Í þættinum fer Hannes yfir tímann sinn þar sem var heldur betur skrautlegur. Hannes varð fyrir því óláni að aka bifreið sinni á mann sem slasaðist nokkuð alvarlega. Alblóðugur og enginn enska „Þetta var mjög dramatískt og var þannig að ég var að keyra heim af æfingu eitt kvöldið og til þess að komast heim þarf maður að keyra í gegnum fátækrahverfi þar sem það er lítil lýsing. Það sem gerist er að ég er að keyra á svona 60-70 og það eru svona tveir lagðir bílar á kantinum á götunni og allt í einu kemur maður og labbar á milli bílanna. Ég er í rauninni ekkert byrjaður að bremsa áður en ég negli á hann,“ segir Hannes og heldur áfram. Klippa: Einkalífið - Hannes Þór Halldórsson „Hann fer bara yfir bílinn og yfir götuna, alblóðugur og talar ekki eitt orð í ensku. Þetta er rosalegt sjokk og þegar ég stoppa bílinn hélt ég að hann væri dáinn. Það var í raun guðs lukka að svo hafi ekki farið. Hann fór illa út úr þessu og lappirnar á honum brotnuðu,“ segir Hannes sem kynntist þarna hvernig menningarmunurinn er úti í Aserbaídsjan. Ekki var hringt á sjúkrabíl og varð Hannes að aka manninum sjálfur þangað. Í kjölfarið varð hann að greiða allan sjúkrakostnað fyrir manninn. „Svo hófst bara algjör farsi þarna upp á spítala. Aðstoðarmaðurinn minn Nurlan tók svona stjórnina á þessu en þessi atburðarás inni á þessum spítala um nóttina og það sem tekur síðan við næstu sex vikurnar er efni í góða bíómynd sem ég er meira segja búinn að punkta niður og skrifa beinagrind að handriti,“ segir Hannes en ofan á allt hefst ástarsaga milli Nurlans og dóttur mannsins sem Hannes ók á. Í þættinum fer Hannes ítarlega yfir málið. Einnig er farið yfir ferilinn í boltanum, Leynilögguna, hvernig hann fór út í leikstjórn, hjónabandið með eiginkonu sinni Höllu Jónsdóttur, föðurhlutverkið, augnablikið þegar hann varði vítaspyrnuna frá Messi og margt fleira. Einkalífið Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Fleiri fréttir Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sjá meira
Hannes er gestur vikunnar í Einkalífinu. Segja má að Hannes sé þjóðhetja og muna eflaust margir eftir því þegar hann varði vítaspyrnu frá Lionel Messi á HM í Rússlandi árið 2018. Hann fór seint út í atvinnumennsku en kom samt sem áður víða við á sínum ferli sem atvinnumaður erlendis. Þar á meðal lék hann með knattspyrnuliðinu Qarabağ í Aserbaídsjan á árunum 2018-2019. Í þættinum fer Hannes yfir tímann sinn þar sem var heldur betur skrautlegur. Hannes varð fyrir því óláni að aka bifreið sinni á mann sem slasaðist nokkuð alvarlega. Alblóðugur og enginn enska „Þetta var mjög dramatískt og var þannig að ég var að keyra heim af æfingu eitt kvöldið og til þess að komast heim þarf maður að keyra í gegnum fátækrahverfi þar sem það er lítil lýsing. Það sem gerist er að ég er að keyra á svona 60-70 og það eru svona tveir lagðir bílar á kantinum á götunni og allt í einu kemur maður og labbar á milli bílanna. Ég er í rauninni ekkert byrjaður að bremsa áður en ég negli á hann,“ segir Hannes og heldur áfram. Klippa: Einkalífið - Hannes Þór Halldórsson „Hann fer bara yfir bílinn og yfir götuna, alblóðugur og talar ekki eitt orð í ensku. Þetta er rosalegt sjokk og þegar ég stoppa bílinn hélt ég að hann væri dáinn. Það var í raun guðs lukka að svo hafi ekki farið. Hann fór illa út úr þessu og lappirnar á honum brotnuðu,“ segir Hannes sem kynntist þarna hvernig menningarmunurinn er úti í Aserbaídsjan. Ekki var hringt á sjúkrabíl og varð Hannes að aka manninum sjálfur þangað. Í kjölfarið varð hann að greiða allan sjúkrakostnað fyrir manninn. „Svo hófst bara algjör farsi þarna upp á spítala. Aðstoðarmaðurinn minn Nurlan tók svona stjórnina á þessu en þessi atburðarás inni á þessum spítala um nóttina og það sem tekur síðan við næstu sex vikurnar er efni í góða bíómynd sem ég er meira segja búinn að punkta niður og skrifa beinagrind að handriti,“ segir Hannes en ofan á allt hefst ástarsaga milli Nurlans og dóttur mannsins sem Hannes ók á. Í þættinum fer Hannes ítarlega yfir málið. Einnig er farið yfir ferilinn í boltanum, Leynilögguna, hvernig hann fór út í leikstjórn, hjónabandið með eiginkonu sinni Höllu Jónsdóttur, föðurhlutverkið, augnablikið þegar hann varði vítaspyrnuna frá Messi og margt fleira.
Einkalífið Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Fleiri fréttir Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“