Gefa út afmælisútgáfu af fyrstu plötunni með tveimur aukalögum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. nóvember 2021 16:31 Hljómsveitin Of Monsters and Men gaf út sína fyrstu breiðskífu fyrir tíu árum síðan. Aðsent Það eru liðin tíu ár síðan Of Monsters and Men sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu, My Head Is an Animal. Af því tilefni er komin út sérstök afmælisútgáfa af plötunni. Afmælisútgáfan byggir á upprunalegu íslensku útgáfunni sem hafði annan lagalista en sú útgáfa sem kom út á heimsvísu. Að auki eru tvö ný áður óútkomin lög. My Head Is an Animal (10th Anniversary Edition) er komin út á streymisveitum en vegleg vínyl útgáfa plötunnar kemur út á næsta ári. Myndbandið við lagið „Phantom“ má sjá í spilaranum hér fyrir neðan: Eins og áður sagði eru tvö ný lög á þessari afmælisútgáfu. Það eru lögin „Phantom“ og „Sugar In a Bowl“. Þó svo lögin séu ný hljóðrituð og hafi ekki komið út áður þá eru þau ekki ný fyrir hljómsveitinni. „Phantom“ var fyrst flutt á Músíktilraunum árið 2010 og má því ætla að það sé eitt þeirra laga sem tryggði þeim sigur þar. Þá var „Sugar In a Bowl“ einnig samið fyrir meira en tíu árum síðan en aldrei hljóðritað. Til að fagna þessum marka áfanga ætla Of Monsters and Men að halda tónleika í Gamla Bíói dagana 9. - 12. nóvember. Um er að ræða einstakan viðburð þar sem aðdáendum Of Monsters and Men gefst færi á að sjá sveitina á litlum en einum flottasta tónleikastað landsins. Það er ekki á hverjum degi sem Of Monsters and Men spilar á svo litlum tónleikastöðum en það var einmitt í Gamla Bíói sem sveitin spilaði á Músíktilraunum og hélt síðar útgáfutónleikana fyrir My Head Is an Animal. Sveitin mun flytja My Head Is an Animal í heild sinni ásamt vel valin lög af öðrum plötum. Upphitun verður í höndum Lay Low (9. nóv), Mugison (10. nóv), Salóme Katrín (11. nóv) og Supersport (12. nóv). Enn má nálgast miða á aukatónleikana í Gamla Bíói á Tix.is Tónlist Of Monsters and Men Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Afmælisútgáfan byggir á upprunalegu íslensku útgáfunni sem hafði annan lagalista en sú útgáfa sem kom út á heimsvísu. Að auki eru tvö ný áður óútkomin lög. My Head Is an Animal (10th Anniversary Edition) er komin út á streymisveitum en vegleg vínyl útgáfa plötunnar kemur út á næsta ári. Myndbandið við lagið „Phantom“ má sjá í spilaranum hér fyrir neðan: Eins og áður sagði eru tvö ný lög á þessari afmælisútgáfu. Það eru lögin „Phantom“ og „Sugar In a Bowl“. Þó svo lögin séu ný hljóðrituð og hafi ekki komið út áður þá eru þau ekki ný fyrir hljómsveitinni. „Phantom“ var fyrst flutt á Músíktilraunum árið 2010 og má því ætla að það sé eitt þeirra laga sem tryggði þeim sigur þar. Þá var „Sugar In a Bowl“ einnig samið fyrir meira en tíu árum síðan en aldrei hljóðritað. Til að fagna þessum marka áfanga ætla Of Monsters and Men að halda tónleika í Gamla Bíói dagana 9. - 12. nóvember. Um er að ræða einstakan viðburð þar sem aðdáendum Of Monsters and Men gefst færi á að sjá sveitina á litlum en einum flottasta tónleikastað landsins. Það er ekki á hverjum degi sem Of Monsters and Men spilar á svo litlum tónleikastöðum en það var einmitt í Gamla Bíói sem sveitin spilaði á Músíktilraunum og hélt síðar útgáfutónleikana fyrir My Head Is an Animal. Sveitin mun flytja My Head Is an Animal í heild sinni ásamt vel valin lög af öðrum plötum. Upphitun verður í höndum Lay Low (9. nóv), Mugison (10. nóv), Salóme Katrín (11. nóv) og Supersport (12. nóv). Enn má nálgast miða á aukatónleikana í Gamla Bíói á Tix.is
Tónlist Of Monsters and Men Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira