Messi vill snúa aftur til Barcelona Sindri Sverrisson skrifar 1. nóvember 2021 10:30 Lionel Messi gerði samning við PSG til tveggja ára, með möguleika á árs framlengingu. Getty/Catherine Steenkeste Þó að Lionel Messi hafi yfirgefið Barcelona í sumar og gengið í raðir PSG þá hefur hann mikinn áhuga á að starfa meira fyrir Barcelona í framtíðinni. Messi, sem er 34 ára gamall, hafði leikið allan sinn feril hjá Barcelona þar til að félagið varð að láta hann fara í sumar vegna fjárhagsörðugleika. Messi var í stóru viðtali við spænska blaðið Sport spurður hvort að hann myndi vilja snúa aftur til Barcelona síðar meir og svarið var einfalt: „Já. Ég hef alltaf sagt að það yrði algjör draumur að geta hjálpað félaginu með einhverjum hætti sem gæti gagnast. Bætt einhverju við félagið,“ sagði Messi. En hvernig þá? „Ég myndi gjarnan vilja verða íþróttastjóri þar á einhverjum tímapunkti,“ sagði Messi. „Ég veit ekki hvort að það verður hjá Barcelona eða ekki, eða hvort það verður einhvers staðar annars staðar. En ef það er möguleiki á því þá vil ég snúa aftur og leggja mitt að mörkum því að þetta er félag sem ég elska og vil svo mikið að haldi áfram að ganga vel, haldi áfram að vaxa og sé eitt það besta í heimi,“ sagði Messi. Ætlar að búa í Barcelona Messi segir þó að fjölskyldan sé núna búin að koma sér vel fyrir í París og allir séu glaðir á nýjum slóðum. Hugur hans er þó áfram hjá Barcelona að einhverju leyti: „Já. Enn í dag er það þannig þegar ég horfi á leikina að ég finn sterkar tilfinningar og man eftir hlutum sem hafa gerst á Camp Nou, með fólkinu þar,“ segir Messi. En mun hann spila aftur fyrir Barcelona eftir tvö ár, þegar samningurinn við PSG rennur út? „Ég veit ekki hvort að ég sný aftur þegar samningurinn við PSG klárast. Það sem er þó nánast öruggt er að við munum snúa aftur til Barcelona og lifa okkar lífi þar. Það er það sem konan mín vill og ég sjálfur. Ég veit ekki hvort það gerist þegar samningurinn við PSG rennur út en við munum eiga heima í Barcelona síðar meir,“ sagði Messi. Spænski boltinn Tengdar fréttir Enginn tekið fleiri skot en Messi án þess að skora Einn besti knattspyrnumaður fyrr og síðar, Lionel Messi, hefur ekki beint átt draumabyrjun í treyju Paris Saint-Germain eftir að hann gekk í raðir félagsins í sumar. 30. október 2021 08:00 Grét á fundinum með forseta Barcelona og vill vera áfram Samuel Umtiti var án efa óvinsælasti leikmaður Barcelona í haust þegar hann vildi ekki yfirgefa félagið og neita því að hjálpa til við að koma nýjum samningi Lionel Messi undir launaþakið. 20. október 2021 14:00 Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Messi, sem er 34 ára gamall, hafði leikið allan sinn feril hjá Barcelona þar til að félagið varð að láta hann fara í sumar vegna fjárhagsörðugleika. Messi var í stóru viðtali við spænska blaðið Sport spurður hvort að hann myndi vilja snúa aftur til Barcelona síðar meir og svarið var einfalt: „Já. Ég hef alltaf sagt að það yrði algjör draumur að geta hjálpað félaginu með einhverjum hætti sem gæti gagnast. Bætt einhverju við félagið,“ sagði Messi. En hvernig þá? „Ég myndi gjarnan vilja verða íþróttastjóri þar á einhverjum tímapunkti,“ sagði Messi. „Ég veit ekki hvort að það verður hjá Barcelona eða ekki, eða hvort það verður einhvers staðar annars staðar. En ef það er möguleiki á því þá vil ég snúa aftur og leggja mitt að mörkum því að þetta er félag sem ég elska og vil svo mikið að haldi áfram að ganga vel, haldi áfram að vaxa og sé eitt það besta í heimi,“ sagði Messi. Ætlar að búa í Barcelona Messi segir þó að fjölskyldan sé núna búin að koma sér vel fyrir í París og allir séu glaðir á nýjum slóðum. Hugur hans er þó áfram hjá Barcelona að einhverju leyti: „Já. Enn í dag er það þannig þegar ég horfi á leikina að ég finn sterkar tilfinningar og man eftir hlutum sem hafa gerst á Camp Nou, með fólkinu þar,“ segir Messi. En mun hann spila aftur fyrir Barcelona eftir tvö ár, þegar samningurinn við PSG rennur út? „Ég veit ekki hvort að ég sný aftur þegar samningurinn við PSG klárast. Það sem er þó nánast öruggt er að við munum snúa aftur til Barcelona og lifa okkar lífi þar. Það er það sem konan mín vill og ég sjálfur. Ég veit ekki hvort það gerist þegar samningurinn við PSG rennur út en við munum eiga heima í Barcelona síðar meir,“ sagði Messi.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Enginn tekið fleiri skot en Messi án þess að skora Einn besti knattspyrnumaður fyrr og síðar, Lionel Messi, hefur ekki beint átt draumabyrjun í treyju Paris Saint-Germain eftir að hann gekk í raðir félagsins í sumar. 30. október 2021 08:00 Grét á fundinum með forseta Barcelona og vill vera áfram Samuel Umtiti var án efa óvinsælasti leikmaður Barcelona í haust þegar hann vildi ekki yfirgefa félagið og neita því að hjálpa til við að koma nýjum samningi Lionel Messi undir launaþakið. 20. október 2021 14:00 Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Enginn tekið fleiri skot en Messi án þess að skora Einn besti knattspyrnumaður fyrr og síðar, Lionel Messi, hefur ekki beint átt draumabyrjun í treyju Paris Saint-Germain eftir að hann gekk í raðir félagsins í sumar. 30. október 2021 08:00
Grét á fundinum með forseta Barcelona og vill vera áfram Samuel Umtiti var án efa óvinsælasti leikmaður Barcelona í haust þegar hann vildi ekki yfirgefa félagið og neita því að hjálpa til við að koma nýjum samningi Lionel Messi undir launaþakið. 20. október 2021 14:00