Fimm milljónir í valnum vegna Covid Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2021 09:51 Heilbrigðisstarfsmenn á Indónesíu með líkkistu. Þar hafa 143 þúsund manns dáið vegna Covid. AP/Trisnadi Fjöldi þeirra sem hafa dáið vegna Covid-19 í heiminum, svo vitað sé, er fór yfir fimm milljónir í morgun. Tæp tvö ár eru síðan faraldur kórónuveirunnar hófst og Covid-19 greindist fyrst í Wuhan í Kína. Samkvæmt gagnagrunni Johns Hopkins háskólans, sem byggir á opinberum tölum, hafa 5.000.425 dáið vegna Covid, þegar þetta er skrifað. Vitað er að 246.743.962 hafi smitast af kórónuveirunnar. Eins og segir í grein AP fréttaveitunnar þá gera sérfræðingar fastlega ráð fyrir því að raunveruleg tala látinna sé töluvert hærri en opinberar tölur segja til um. Gagnablaðamaður Economist segir tölfræði miðilsins segja að raunverulegur fjöldi látinna sé nærri því sautján milljónir. Our modeling of excess deaths suggests the true toll is closer to 17m https://t.co/DngsJU1zi7 https://t.co/goOERDLL0X— G. Elliott Morris (@gelliottmorris) November 1, 2021 Af skráðum dauðsföllum voru nærri því helmingur hinna látnu frá Bandaríkjunum, Evrópusambandinu, Bretlandi og Brasilíu, þrátt fyrir að í þessum löndum búi um einn áttundi allra heimsbúa. Flestir hafa dáið í Bandaríkjunum eða tæplega 750 þúsund. Að hluta til má rekja þennan halla til þess að auðugri ríki heimsins eru með fleiri eldri borgara og aðra sem eru viðkvæmir gagnvart Covid-19. Samanborið við fátækri ríki þar sem ungt fólk, sem er ekki jafn viðkvæmt, er oftar en ekki í meirihluta. AP segir þó að þegar tölfræði auðugra ríkja sé skoðuð nánar sjáist að veiran hafi leikið fátæka verr en aðra. Sömuleiðis er mikill halli á bólusetningum milli auðugra og fátækra ríkja en auðugustu ríki heims hafa verið sökuð um óheiðarleika í því að verða sér út um bóluefni á kostnað annarra ríkja. Í Bandaríkjunum er til að mynda verið að gefa fólki aukaskammta í massavís á meðan einungis fimm prósent af 1,3 milljörðum manna í Afríku hafa fengið tvo skammta af bóluefnum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Vax“ orð ársins hjá Oxford-orðabókinni Orðið „vax“ er orð ársins 2021 samkvæmt Oxford Languages sem gefur út Oxford-orðabókina, Oxford English Dictionary. 1. nóvember 2021 07:47 Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Vináttueyjum Íbúar Vináttueyja í Eyjaálfu, eða Tonga, flykkjast nú í bólusetningu. Fyrsta tilfelli Covid-19 kom upp á eyjunum í gær og hótar forsætisráðherra útgöngubanni. 30. október 2021 13:33 Heimila bólusetningu ungra barna í Bandaríkjunum Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur veitt lyfjafyrirtækinu Pfizer blessun sína til að hefja bólusetningu barna eldri en fimm ára gegn Covid-19 í neyðartilvikum. Allt að 28 milljónir barna gætu fengið bóluefni strax í næstu viku. 29. október 2021 23:48 Strangar sóttvarnaaðgerðir í Moskvu vegna stöðu faraldursins Skólum, verslunum og veitingastöðum í Moskvu hefur verið lokað vegna kórónuveirufaraldursins. Aðeins matvöruverslanir og lyfjaverslanir fá að hafa opið og veitingastaðir mega bjóða viðskiptavinum sínum upp á að sækja mat. 29. október 2021 06:52 Aldrei fleiri greinst á einum degi í Færeyjum Kórónuveirufaraldurinn er í uppsveiflu í Færeyjum um þessar mundir og í fyrradag smituðust 99 í eyjunum, sem er metfjöldi hingað til. Daginn áður greindust 78. 26. október 2021 07:52 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Sjá meira
Samkvæmt gagnagrunni Johns Hopkins háskólans, sem byggir á opinberum tölum, hafa 5.000.425 dáið vegna Covid, þegar þetta er skrifað. Vitað er að 246.743.962 hafi smitast af kórónuveirunnar. Eins og segir í grein AP fréttaveitunnar þá gera sérfræðingar fastlega ráð fyrir því að raunveruleg tala látinna sé töluvert hærri en opinberar tölur segja til um. Gagnablaðamaður Economist segir tölfræði miðilsins segja að raunverulegur fjöldi látinna sé nærri því sautján milljónir. Our modeling of excess deaths suggests the true toll is closer to 17m https://t.co/DngsJU1zi7 https://t.co/goOERDLL0X— G. Elliott Morris (@gelliottmorris) November 1, 2021 Af skráðum dauðsföllum voru nærri því helmingur hinna látnu frá Bandaríkjunum, Evrópusambandinu, Bretlandi og Brasilíu, þrátt fyrir að í þessum löndum búi um einn áttundi allra heimsbúa. Flestir hafa dáið í Bandaríkjunum eða tæplega 750 þúsund. Að hluta til má rekja þennan halla til þess að auðugri ríki heimsins eru með fleiri eldri borgara og aðra sem eru viðkvæmir gagnvart Covid-19. Samanborið við fátækri ríki þar sem ungt fólk, sem er ekki jafn viðkvæmt, er oftar en ekki í meirihluta. AP segir þó að þegar tölfræði auðugra ríkja sé skoðuð nánar sjáist að veiran hafi leikið fátæka verr en aðra. Sömuleiðis er mikill halli á bólusetningum milli auðugra og fátækra ríkja en auðugustu ríki heims hafa verið sökuð um óheiðarleika í því að verða sér út um bóluefni á kostnað annarra ríkja. Í Bandaríkjunum er til að mynda verið að gefa fólki aukaskammta í massavís á meðan einungis fimm prósent af 1,3 milljörðum manna í Afríku hafa fengið tvo skammta af bóluefnum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Vax“ orð ársins hjá Oxford-orðabókinni Orðið „vax“ er orð ársins 2021 samkvæmt Oxford Languages sem gefur út Oxford-orðabókina, Oxford English Dictionary. 1. nóvember 2021 07:47 Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Vináttueyjum Íbúar Vináttueyja í Eyjaálfu, eða Tonga, flykkjast nú í bólusetningu. Fyrsta tilfelli Covid-19 kom upp á eyjunum í gær og hótar forsætisráðherra útgöngubanni. 30. október 2021 13:33 Heimila bólusetningu ungra barna í Bandaríkjunum Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur veitt lyfjafyrirtækinu Pfizer blessun sína til að hefja bólusetningu barna eldri en fimm ára gegn Covid-19 í neyðartilvikum. Allt að 28 milljónir barna gætu fengið bóluefni strax í næstu viku. 29. október 2021 23:48 Strangar sóttvarnaaðgerðir í Moskvu vegna stöðu faraldursins Skólum, verslunum og veitingastöðum í Moskvu hefur verið lokað vegna kórónuveirufaraldursins. Aðeins matvöruverslanir og lyfjaverslanir fá að hafa opið og veitingastaðir mega bjóða viðskiptavinum sínum upp á að sækja mat. 29. október 2021 06:52 Aldrei fleiri greinst á einum degi í Færeyjum Kórónuveirufaraldurinn er í uppsveiflu í Færeyjum um þessar mundir og í fyrradag smituðust 99 í eyjunum, sem er metfjöldi hingað til. Daginn áður greindust 78. 26. október 2021 07:52 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Sjá meira
„Vax“ orð ársins hjá Oxford-orðabókinni Orðið „vax“ er orð ársins 2021 samkvæmt Oxford Languages sem gefur út Oxford-orðabókina, Oxford English Dictionary. 1. nóvember 2021 07:47
Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Vináttueyjum Íbúar Vináttueyja í Eyjaálfu, eða Tonga, flykkjast nú í bólusetningu. Fyrsta tilfelli Covid-19 kom upp á eyjunum í gær og hótar forsætisráðherra útgöngubanni. 30. október 2021 13:33
Heimila bólusetningu ungra barna í Bandaríkjunum Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur veitt lyfjafyrirtækinu Pfizer blessun sína til að hefja bólusetningu barna eldri en fimm ára gegn Covid-19 í neyðartilvikum. Allt að 28 milljónir barna gætu fengið bóluefni strax í næstu viku. 29. október 2021 23:48
Strangar sóttvarnaaðgerðir í Moskvu vegna stöðu faraldursins Skólum, verslunum og veitingastöðum í Moskvu hefur verið lokað vegna kórónuveirufaraldursins. Aðeins matvöruverslanir og lyfjaverslanir fá að hafa opið og veitingastaðir mega bjóða viðskiptavinum sínum upp á að sækja mat. 29. október 2021 06:52
Aldrei fleiri greinst á einum degi í Færeyjum Kórónuveirufaraldurinn er í uppsveiflu í Færeyjum um þessar mundir og í fyrradag smituðust 99 í eyjunum, sem er metfjöldi hingað til. Daginn áður greindust 78. 26. október 2021 07:52