DeMar DeRozan sá til þess að Utah Jazz tapaði sínum fyrsta leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. október 2021 09:34 DeMar DeRozan fór fyrir liði Chicago Bulls í nótt. Cole Burston/Getty Images DeMar DeRozan fór fyrir liði Chicago Bulls er liðið varð fyrst allra til að leggja Utah Jazz á tímabilinu í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, 107-99. Alls fóru fram ellefu leikir í nótt. Jafnt var á nánast öllum tölum í fyrri hálfleik í leik Chicago Bulls og Utah Jazz í nótt, en að loknum tveim leikhlutum var staðan 57-54, Utah í vil. Það var þó helst flottur þriðji leikhluti sem skilaði Chicago sigrinum þar sem þeir héldu andstæðingum sínum í aðeins 15 stigum og settu sjálfir niður 25. Lokatölur urðu eins og áður segir 107-99 og fyrsta tap Utah Jazz á tímabilinu því staðreynd. DeMar DeRozan setti niður 32 stig fyrir Chicago og tók auk þess sex fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Í liði Jutah var Donovan Mitchell atkvæðamestur með 30 stig. DeMar DeRozan (32 PTS, 6 REB, 3 AST) and the @chicagobulls defeat the final unbeaten team to improve to 5-1 on the season!Zach LaVine: 26 PTS, 5 REB, 5 ASTNikola Vucevic: 16 PTS, 12 REBDonovan Mitchell: 30 PTS, 7 REB, 6 AST pic.twitter.com/F5sHHxglia— NBA (@NBA) October 31, 2021 Leikur Boston Celtics og Wahington Wizards bauð upp á tvöfalda framlengingu þar sem að þeir síðarnefndu höfðu betur 115-112. Leikurinn var jafn og spennandi allt frá fyrstu mínútu, en þegar flautað var til hálfleiks höfðu Washington-menn sex stiga forskot. Sama jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik og að loknum fjórum leikhlutum var allt jafnt, 103-103. Ekki tókst að skilja liðin að í einni framlengingu, svo grípa þurfti til annarrar til að knýja fram sigurvegara. Þar höfðu Washington-menn betur og fögnuðu því góðum þriggja stiga sigri. Bradley Beal fór fyrir sóknarleik Washington og skoraði 36 stig, tók sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar, en í liði Boston var það Jaylen Brown sem var stigahæstur með 34 stig. 🏀 FINAL SCORE THREAD 🏀Bradley Beal (36 PTS, 7 REB, 6 AST) and the @WashWizards hold on in double-overtime to extend their win-streak to 3 games!Spencer Dinwiddie: 20 PTS, 9 REBMontrezl Harrell: 20 PTS, 14 REBKyle Kuzma: 17 PTS, 17 REB pic.twitter.com/iEUFZHfNtC— NBA (@NBA) October 31, 2021 Jimmi Butler var atkvæðamestur í liði Miami Heat þegar liðið lagði Memphis Grizzlies með 26 stiga mun, 129-103. Butler setti niður 27 stig, tók fimm fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Miami-menn voru heitir fyrir utan þriggja stiga línuna og settu niður hvorki meira né minna en 21 þrist. The @MiamiHEAT get red-hot from distance, knocking down 21 triples in their win over Memphis!Jimmy Butler: 27 PTS, 5 REB, 7 AST, 3 STLTyler Herro: 22 PTS, 6 REB, 5 AST, 4 3PMKyle Lowry: 15 PTS, 5 REB, 8 AST, 4 3PMDuncan Robinson: 15 PTS, 5 REB, 5 3PM pic.twitter.com/tiWbG12Tsm— NBA (@NBA) October 31, 2021 Úrslit næturinnar Boston Celtics 112-115 Washinton Wizards Orlando Magic 103-110 Detroit Pistons New York Knicks 123-117 New Orleans Pelicans Toronto Raptors 97-94 Indiana Pacers Atlanta Hawks 94-122 Philadelphia 76ers Utah Jazz 99-107 Chicago Bulls Miami Heat 129-103 Memphis Grizzlies San Antonio Spurs 102-93 Milwaukee Bucks Oklahoma City Thunder 82-103 Golden State Warriors Denver Nuggets 93-91 Minnesota Timberwolves Cleveland Cavaliers 92-101 Phoenix Suns NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Í beinni: Ármann - Tindastóll | Verðugt verkefni fyrir nýliðana Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira
Jafnt var á nánast öllum tölum í fyrri hálfleik í leik Chicago Bulls og Utah Jazz í nótt, en að loknum tveim leikhlutum var staðan 57-54, Utah í vil. Það var þó helst flottur þriðji leikhluti sem skilaði Chicago sigrinum þar sem þeir héldu andstæðingum sínum í aðeins 15 stigum og settu sjálfir niður 25. Lokatölur urðu eins og áður segir 107-99 og fyrsta tap Utah Jazz á tímabilinu því staðreynd. DeMar DeRozan setti niður 32 stig fyrir Chicago og tók auk þess sex fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Í liði Jutah var Donovan Mitchell atkvæðamestur með 30 stig. DeMar DeRozan (32 PTS, 6 REB, 3 AST) and the @chicagobulls defeat the final unbeaten team to improve to 5-1 on the season!Zach LaVine: 26 PTS, 5 REB, 5 ASTNikola Vucevic: 16 PTS, 12 REBDonovan Mitchell: 30 PTS, 7 REB, 6 AST pic.twitter.com/F5sHHxglia— NBA (@NBA) October 31, 2021 Leikur Boston Celtics og Wahington Wizards bauð upp á tvöfalda framlengingu þar sem að þeir síðarnefndu höfðu betur 115-112. Leikurinn var jafn og spennandi allt frá fyrstu mínútu, en þegar flautað var til hálfleiks höfðu Washington-menn sex stiga forskot. Sama jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik og að loknum fjórum leikhlutum var allt jafnt, 103-103. Ekki tókst að skilja liðin að í einni framlengingu, svo grípa þurfti til annarrar til að knýja fram sigurvegara. Þar höfðu Washington-menn betur og fögnuðu því góðum þriggja stiga sigri. Bradley Beal fór fyrir sóknarleik Washington og skoraði 36 stig, tók sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar, en í liði Boston var það Jaylen Brown sem var stigahæstur með 34 stig. 🏀 FINAL SCORE THREAD 🏀Bradley Beal (36 PTS, 7 REB, 6 AST) and the @WashWizards hold on in double-overtime to extend their win-streak to 3 games!Spencer Dinwiddie: 20 PTS, 9 REBMontrezl Harrell: 20 PTS, 14 REBKyle Kuzma: 17 PTS, 17 REB pic.twitter.com/iEUFZHfNtC— NBA (@NBA) October 31, 2021 Jimmi Butler var atkvæðamestur í liði Miami Heat þegar liðið lagði Memphis Grizzlies með 26 stiga mun, 129-103. Butler setti niður 27 stig, tók fimm fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Miami-menn voru heitir fyrir utan þriggja stiga línuna og settu niður hvorki meira né minna en 21 þrist. The @MiamiHEAT get red-hot from distance, knocking down 21 triples in their win over Memphis!Jimmy Butler: 27 PTS, 5 REB, 7 AST, 3 STLTyler Herro: 22 PTS, 6 REB, 5 AST, 4 3PMKyle Lowry: 15 PTS, 5 REB, 8 AST, 4 3PMDuncan Robinson: 15 PTS, 5 REB, 5 3PM pic.twitter.com/tiWbG12Tsm— NBA (@NBA) October 31, 2021 Úrslit næturinnar Boston Celtics 112-115 Washinton Wizards Orlando Magic 103-110 Detroit Pistons New York Knicks 123-117 New Orleans Pelicans Toronto Raptors 97-94 Indiana Pacers Atlanta Hawks 94-122 Philadelphia 76ers Utah Jazz 99-107 Chicago Bulls Miami Heat 129-103 Memphis Grizzlies San Antonio Spurs 102-93 Milwaukee Bucks Oklahoma City Thunder 82-103 Golden State Warriors Denver Nuggets 93-91 Minnesota Timberwolves Cleveland Cavaliers 92-101 Phoenix Suns NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Boston Celtics 112-115 Washinton Wizards Orlando Magic 103-110 Detroit Pistons New York Knicks 123-117 New Orleans Pelicans Toronto Raptors 97-94 Indiana Pacers Atlanta Hawks 94-122 Philadelphia 76ers Utah Jazz 99-107 Chicago Bulls Miami Heat 129-103 Memphis Grizzlies San Antonio Spurs 102-93 Milwaukee Bucks Oklahoma City Thunder 82-103 Golden State Warriors Denver Nuggets 93-91 Minnesota Timberwolves Cleveland Cavaliers 92-101 Phoenix Suns
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Í beinni: Ármann - Tindastóll | Verðugt verkefni fyrir nýliðana Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira