Cavaliers byrjuðu leikinn betur og leiddu með sjö stigum að loknum fyrsta leikhluta, en það var líka eini leikhlutinn sem þeir unnu.
LeBron James setti 26 stig fyrir Lakers og Melo 24, en af þessum 24 stigum komu 18 fyrir utan þriggja stiga línuna. Melo setti niður sex af átta þriggja stiga skotum.
26 from @KingJames
— NBA (@NBA) October 30, 2021
24 from @carmeloanthony
The @Lakers pick up the win as LeBron and Melo combine for 50! pic.twitter.com/kDISMsSErp
Brooklyn Nets vann nauman sjö stiga sigur gegn Indiana Pacers, 105-98. Eftir dapran fyrsta leikhluta snéru Brooklyn menn taflinu sér í hag og náðu góðri forystu í öðrum og þriðja leikhluta.
James Harden var stigahæstur í liði Brooklyn með 29 stig, en af þessum 29 stigum komu 16 af vítalínunni. Hann tók einnig átta fráköst og gaf átta stoðsendingar. Í liði Indiana var það Torrey Craig sem var atkvæðamestur með 28 stig, 11 fráköst og þrjár stoðsendingar.
James Harden, Kevin Durant and LaMarcus Aldridge combine for 72 PTS as the @BrooklynNets take the win!
— NBA (@NBA) October 30, 2021
James Harden: 29 PTS, 8 REB, 8 AST
Kevin Durant: 22 PTS, 11 REB, 7 AST
LaMarcus Aldridge: 21 PTS, 8 REB
Torrey Craig: 28 PTS, 11 REB pic.twitter.com/wNFBt8iLYN
Þá mættust Orlando Magic og Toronto Raptors í æsispennandi leik sem endaði með eins stigs sigri Toronto, 110-109. Það virtist ekkert geta skilið liðin að, en þegar komið var að lokaleikhlutanum höfðu liðsmenn Orlando eins stigs forystu, 78-77.
Toronto leiddu með átta stigum þegar tæp ein og hálf mínúta var til leiksloka, en Orlando menn skoruðu sjö stig í röð og staðan var 110-109 þegar rúm hálf mínúta var eftir. Cole Anthony fékk tækifæri til að stela sigrinum með flautukörfu, en skota hans geigaði og Toronto Raptors fór með sigur af hólmi.
🏀 FINAL SCORE THREAD 🏀
— NBA (@NBA) October 30, 2021
The @Raptors hold on to defend homecourt against the Magic!
Scottie Barnes: 21 PTS, 9 REB
Fred VanVleet: 19 PTS, 6 AST
Gary Trent Jr.: 19 PTS, 3 REB
Cole Anthony: 24 PTS, 5 REB, 5 AST, 5 3PM pic.twitter.com/v7WCHmYNxM
Úrslit næturinnar
Orlando Magic 109-110 Toronto Raptors
Indiana Pacers 98-105 Brooklyn Nets
Charlotte Hornets 99-114 Miami Heat
Sacramento Kings 113-109 New Orleans Pelicans
Dallas Mavericks 75-106 Denver Nuggets
Los Angeles Clippers 92-111 Portland Trailblazers
Cleveland Cavaliers 101-113 Los Angeles Lakers