Væri eyðumerkurheimur „Dune“ raunverulega lífvænlegur? Kjartan Kjartansson skrifar 31. október 2021 09:00 Paul Atreides og móðir hans Jessica virða fyrir sér endalausa eyðimörkina á Arrakis, harðbýlli reikistjörnu sem geymir dularfullt efni sem gerir geimferðir mögulegar í Dune-heiminum. Warner Bros. Pictures/Legendary Pictures Lífsbaráttan er hörð á eyðimerkurhnettinum Arrakis sem er sögusvið stórmyndarinnar „Dune“. Fólk þarf sérstaka búninga til að lifa af þrúgandi hitann sem eirir engu. Þrátt fyrir að bókin sem myndin byggir á hafi verið skrifuð fyrir tæpri hálfri öld hafa loftslagsfræðingar komist að öfgakennt loftslag Arrakis sé nokkuð raunsætt. Arrakis, sem er nefnd Sandaldan vegna endalausrar eyðimerkurinnar, er lýst sem afar hrjóstrugum og harðbýlum heimi í sagnaheimi Franks Herbert, höfundar Dune-bókanna, og í samnefndri kvikmynd Denis Villeneuve. Þar fellur ekki dropi af himni og hvergi má finna standandi vatn á yfirborðinu. Fólk á ferli þarf að klæðast sérstökum búningum sem varðveita raka líkamans og heldur því svölu. Ein af fáum dýrategundum sem virðast þrífast þar eru tröllvaxnir sandormar sem ógna verkamönnum sem vinna „krydd“, verðmætasta hráefni Dune-heimsins. Létu ofurtölvu keyra loftslagslíkan með upplýsingum um Arrakis Hópur breskra sérfræðinga prófuðu að mata loftslagslíkan sem er notað við rannsóknir á fjarreikistjörnum á þeim upplýsingum sem liggja fyrir um Arrakis í bókunum og ítarefni á netinu, þar á meðal um sporbraut reikistjörnunnar, landafræði hennar og efnasamsetningu lofthjúpsins. Þeir greindu frá niðurstöðum sínum í grein á vefnum The Conversation á dögunum. Hvað lofthjúpinn varðaði gerðu sérfræðingarnir ráð fyrir að honum svipað að mestu til lofthjúps jarðarinnar. Minna væri af gróðurhúsalofttegundinni koltvísýringi en mesti munurinn væri styrkur ósons. Á jörðinni er aðeins um 0,000001% neðri lofthjúpsins óson en á Arrakis á styrkur þess að vera 0,5%. Óson er mun öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur til skemmri tíma litið. Það tók ofurtölvur um þrjár vikur að kjamsa á gögnunum um þennan ímyndaða heim. Niðurstaðan var að heimur eins og Arrakis gæti mögulega verið til en hann væri þó nokkuð frábrugðinn því sem Herbert ímyndaði sér á 7. áratug síðustu aldar, áður en loftslagslíkön og ofurtölvur komu til sögunnar. Til að lifa af hita og þurrk á Arrakis klæðast íbúar sérstökum búningi sem fangar raka líkamans og kælir þann sem klæðist honum. Hitinn á Arrakis gæti enda náð allt að 70°C ef marka má loftslagslíkan sem var notað til að líkja eftir aðstæðum þar.Warner Bros. Pictures/Legendary Pictures Frá 70°C að sumri í -75°C að vetri Í Dune-bókunum bakar sólin eyðimörkina og klettóttar óbyggðir Arrakis. Helstu borgir reikistjörnunnar er að finna nær pólunum þar sem aðstæður eiga að vera mönnum hagfelldari. Loftslagsfræðingarnir komust þó að annarri niðurstöðu. Á hitabeltissvæði Arrakis næst miðbaugnum væri hitinn yfir hlýjustu mánuðina í kringum 45°C en í þeim svölustu færi hitinn ekki undir 15°C. Loftslagið væri hins vegar öfgakenndara á miðlægum og hærri breiddargráðum, alveg eins og á jörðinni. Sumrin gætu náð allt að 70°C hita þar. Yfir veturinn gæti frostið náð um -40°C á miðlægum breiddargráðum en allt að -75°C á pólsvæðunum. Ástæðan fyrir því að hitinn væri hærri á hærri breiddargráðum en í hitabeltinu er rakinn í loftinu. Loftslagslíkanið sýndi að mun meiri raki væri í andrúmsloftinu yfir pólsvæðunum á Arrakis en annars staðar en vatnsgufa er öflug gróðurhúsalofttegund. Herbert gerði ráð fyrir að ekkert regn félli á Arrakis en líkanið sýnir smávægilega úrkomu. Hún félli þó aðaeins á hærri breiddargráðum á sumrin og á haustin og aðeins á fjöllum og hásléttum. Enginn grundvöllur væri því fyrir pólhettum sem Herbert talaði um í bókum sínum. Ísinn bráðnaði allur í sumarhitanum og enginn snjór félli yfir vetrarmánuðina til þess að halda pólhettunum við. Hitabeltið lífvænlegast Þrátt fyrir allt þetta telja bresku sérfræðingarnir að menn gætu vissulega lifað á Arrakis þó að þar væri ekki sérlega vistlegt. Þvert á það sem kemur fram í bókunum væri hitabeltið lífvænlegast fyrir mannlegar verur. Miðlægar breiddargráður þar sem hitinn yrði hærri væru hættulegastar fyrir menn. Þar gæti meðalhitinn á láglendi verið á bilinu 50-60°C og hitamælirinn farið enn hærra einstaka daga. Utan hitabeltisins gætu öfgar í hina áttina einnig torveldað líf manna. Borgir eins og Arrakeen og Carthag nærri pólunum þyrftu að takast á við bæði öfgahita og kulda sem ekki væri hægt að lifa af án tæknibúnaðar. Vísindi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Dune: Eyðimerkurganga mömmustráks. Fyrri hluti. Kvikmyndaútgáfa Denis Villeneuve af Dune hefur nú loks ratað á hvíta tjaldið, tæpu ári eftir að hún átti að koma út. Hér er engu til sparað og útkoman í takti við það. Stórglæsileg. 23. september 2021 14:00 Líkir Dune við forrétt og segist spenntur fyrir að gera næstu mynd Denis Villeneuve og Timothée Chalamet segja það hafa verið draumi líkast að gera kvikmyndina Dune. Báðir vonast til þess að gera framhald, enda sé myndin í raun fyrri hluti sögunnar sem hún fjallar um. 5. september 2021 08:47 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Arrakis, sem er nefnd Sandaldan vegna endalausrar eyðimerkurinnar, er lýst sem afar hrjóstrugum og harðbýlum heimi í sagnaheimi Franks Herbert, höfundar Dune-bókanna, og í samnefndri kvikmynd Denis Villeneuve. Þar fellur ekki dropi af himni og hvergi má finna standandi vatn á yfirborðinu. Fólk á ferli þarf að klæðast sérstökum búningum sem varðveita raka líkamans og heldur því svölu. Ein af fáum dýrategundum sem virðast þrífast þar eru tröllvaxnir sandormar sem ógna verkamönnum sem vinna „krydd“, verðmætasta hráefni Dune-heimsins. Létu ofurtölvu keyra loftslagslíkan með upplýsingum um Arrakis Hópur breskra sérfræðinga prófuðu að mata loftslagslíkan sem er notað við rannsóknir á fjarreikistjörnum á þeim upplýsingum sem liggja fyrir um Arrakis í bókunum og ítarefni á netinu, þar á meðal um sporbraut reikistjörnunnar, landafræði hennar og efnasamsetningu lofthjúpsins. Þeir greindu frá niðurstöðum sínum í grein á vefnum The Conversation á dögunum. Hvað lofthjúpinn varðaði gerðu sérfræðingarnir ráð fyrir að honum svipað að mestu til lofthjúps jarðarinnar. Minna væri af gróðurhúsalofttegundinni koltvísýringi en mesti munurinn væri styrkur ósons. Á jörðinni er aðeins um 0,000001% neðri lofthjúpsins óson en á Arrakis á styrkur þess að vera 0,5%. Óson er mun öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur til skemmri tíma litið. Það tók ofurtölvur um þrjár vikur að kjamsa á gögnunum um þennan ímyndaða heim. Niðurstaðan var að heimur eins og Arrakis gæti mögulega verið til en hann væri þó nokkuð frábrugðinn því sem Herbert ímyndaði sér á 7. áratug síðustu aldar, áður en loftslagslíkön og ofurtölvur komu til sögunnar. Til að lifa af hita og þurrk á Arrakis klæðast íbúar sérstökum búningi sem fangar raka líkamans og kælir þann sem klæðist honum. Hitinn á Arrakis gæti enda náð allt að 70°C ef marka má loftslagslíkan sem var notað til að líkja eftir aðstæðum þar.Warner Bros. Pictures/Legendary Pictures Frá 70°C að sumri í -75°C að vetri Í Dune-bókunum bakar sólin eyðimörkina og klettóttar óbyggðir Arrakis. Helstu borgir reikistjörnunnar er að finna nær pólunum þar sem aðstæður eiga að vera mönnum hagfelldari. Loftslagsfræðingarnir komust þó að annarri niðurstöðu. Á hitabeltissvæði Arrakis næst miðbaugnum væri hitinn yfir hlýjustu mánuðina í kringum 45°C en í þeim svölustu færi hitinn ekki undir 15°C. Loftslagið væri hins vegar öfgakenndara á miðlægum og hærri breiddargráðum, alveg eins og á jörðinni. Sumrin gætu náð allt að 70°C hita þar. Yfir veturinn gæti frostið náð um -40°C á miðlægum breiddargráðum en allt að -75°C á pólsvæðunum. Ástæðan fyrir því að hitinn væri hærri á hærri breiddargráðum en í hitabeltinu er rakinn í loftinu. Loftslagslíkanið sýndi að mun meiri raki væri í andrúmsloftinu yfir pólsvæðunum á Arrakis en annars staðar en vatnsgufa er öflug gróðurhúsalofttegund. Herbert gerði ráð fyrir að ekkert regn félli á Arrakis en líkanið sýnir smávægilega úrkomu. Hún félli þó aðaeins á hærri breiddargráðum á sumrin og á haustin og aðeins á fjöllum og hásléttum. Enginn grundvöllur væri því fyrir pólhettum sem Herbert talaði um í bókum sínum. Ísinn bráðnaði allur í sumarhitanum og enginn snjór félli yfir vetrarmánuðina til þess að halda pólhettunum við. Hitabeltið lífvænlegast Þrátt fyrir allt þetta telja bresku sérfræðingarnir að menn gætu vissulega lifað á Arrakis þó að þar væri ekki sérlega vistlegt. Þvert á það sem kemur fram í bókunum væri hitabeltið lífvænlegast fyrir mannlegar verur. Miðlægar breiddargráður þar sem hitinn yrði hærri væru hættulegastar fyrir menn. Þar gæti meðalhitinn á láglendi verið á bilinu 50-60°C og hitamælirinn farið enn hærra einstaka daga. Utan hitabeltisins gætu öfgar í hina áttina einnig torveldað líf manna. Borgir eins og Arrakeen og Carthag nærri pólunum þyrftu að takast á við bæði öfgahita og kulda sem ekki væri hægt að lifa af án tæknibúnaðar.
Vísindi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Dune: Eyðimerkurganga mömmustráks. Fyrri hluti. Kvikmyndaútgáfa Denis Villeneuve af Dune hefur nú loks ratað á hvíta tjaldið, tæpu ári eftir að hún átti að koma út. Hér er engu til sparað og útkoman í takti við það. Stórglæsileg. 23. september 2021 14:00 Líkir Dune við forrétt og segist spenntur fyrir að gera næstu mynd Denis Villeneuve og Timothée Chalamet segja það hafa verið draumi líkast að gera kvikmyndina Dune. Báðir vonast til þess að gera framhald, enda sé myndin í raun fyrri hluti sögunnar sem hún fjallar um. 5. september 2021 08:47 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Dune: Eyðimerkurganga mömmustráks. Fyrri hluti. Kvikmyndaútgáfa Denis Villeneuve af Dune hefur nú loks ratað á hvíta tjaldið, tæpu ári eftir að hún átti að koma út. Hér er engu til sparað og útkoman í takti við það. Stórglæsileg. 23. september 2021 14:00
Líkir Dune við forrétt og segist spenntur fyrir að gera næstu mynd Denis Villeneuve og Timothée Chalamet segja það hafa verið draumi líkast að gera kvikmyndina Dune. Báðir vonast til þess að gera framhald, enda sé myndin í raun fyrri hluti sögunnar sem hún fjallar um. 5. september 2021 08:47